FLY PLAY HF

75% sætanýting, 42% aukning í farþegafjölda og eftirspurn að taka við sér á ný

75% sætanýting, 42% aukning í farþegafjölda og eftirspurn að taka við sér á ný

75% sætanýting, 42% aukning í farþegafjölda og eftirspurn að taka við sér á ný

Flugfélagið PLAY flutti 107.236 farþegar í liðnum nóvember mánuði sem er 42% aukning á milli ára, en félagið flutti 75.396 farþega í nóvember 2022. Sætanýtingin í nóvember 2023 var 74,5%, samanborið við 79% í nóvember í fyrra. Þetta lægra hlutfall nýttra sæta er afleiðing jarðhræringa á Reykjanesskaga sem leiddu til mikillar fjölmiðlaumfjöllunar á heimsvísu þar sem leiddar voru að því líkur að mögulegt eldgos gæti truflað flug. Þessir atburðir höfðu mikil áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands sem bókaðar eru með skömmum fyrirvara.

Þrátt fyrir samdrátt í sætanýtingu í mánuðinum er enn vöxtur á milli ára í einingatekjum jafnvel þótt á sama tíma hafi framboð á sætiskílómetrum aukist um 54%.

Meðalhliðartekjur halda áfram að hækka hjá PLAY en þær voru 30% hærri í nóvember í ár samanborið við nóvember 2022. Þegar litið er fram á við er áætlað að meðalhliðartekjur muni halda áfram að aukast hjá félaginu.

Af öllum þeim farþegum sem PLAY flutti í nóvember 2023 voru 26,2% á leið frá Íslandi, 32,7% voru á leið til Íslands og 41,2% voru tengifarþegar (VIA).

Í liðnum nóvembermánuði var PLAY með stundvísi upp á 88,9%.

Það sem af er ári hefur PLAY flutt 1,4 milljónir farþega. Sætanýting á árinu er 84%. Af þeim farþegum sem PLAY hefur flutt á árinu voru 26,9% á leið frá Íslandi, 32,6% voru á leið til landsins en 40,5% voru tengifarþegar (VIA).

Metsöludagur í nóvember

Jarðhræringar á Reykjanesskaga höfðu ótvíræð áhrif á eftirspurn hjá flugfélaginu, sér á lagi eftirspurn eftir ferðum til Íslands nú í aðdraganda jóla. Þegar hægðist á jarðhræringum á Reykjanesskaga mátti sjá skýr merki um að eftirspurnin hefði tekið við sér því félagið sló eigið sölumet á einum degi í síðustu vikunni í nóvember. Metsöludagurinn átti sér stað í kringum stóru árlegu söludagana Black Friday, Cyber Monday og Travel Tuesday. Þessi aukna eftirspurn mun þó ekki ná að bæta upp þann skaða sem varð af neikvæðu áhrifunum á eftirspurnina vegna jarðhræringanna til skamms tíma.

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY:

„Ógnarmáttur náttúrunnar á Íslandi hafði ótvíræð áhrif á sætanýtingu okkar í nóvember. Fregnir í erlendum fjölmiðum af jarðskjálftum og mögulegu eldgosi rötuðu víða. Grindavíkurbær var rýmdur með skömmum fyrirvara og Bláa lóninu, einu þekktasta kennileiti Íslands, hefur verið lokað tímabundið vegna þessarar vár. Ekki verður efast um áhrifin sem þetta hefur haft á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það sést á sætanýtingu í nóvembermánuði og mun áhrifanna einnig gæta í desember.



Við höfum þó séð eftirspurnina taka við sér á síðustu dögum, sem er traustvekjandi fyrir komandi mánuði, en aðeins of seint til að bæta stöðuna til skamms tíma nú í aðdraganda jóla og fyrir nýja árið. Ísland er þó öruggur áfangastaður og þessar jarðhræringar hafa ekki haft áhrif á flugáætlun PLAY.



Svo virðist sem dregið hafi úr jarðhræringunum og við hjá PLAY  vonumst til að það boði betri tíma fyrir Grindavíkurbæ. Margt af okkar samstarfsfólki og vinum býr þar. Okkar von er sú að þessi mál leysist sem fyrst fyrir Grindvíkinga svo þeir geti farið að horfa fram á við og að þessi frábæri bær nái aftur sínu fyrra horfi.



Ég vil einnig nýta tækifærið og þakka mínu frábæra samstarfsfólki há PLAY fyrir þeirra framlag á þessum krefjandi tímum. Ég verð alltaf jafn stoltur af því að sjá hvernig þau nálgast hvert einasta verkefni af einstakri fagmennsku eins og þeim er tamt.



Viðhengi



EN
07/12/2023

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings Following PLAY’s announcement earlier today that the company had ceased operations, the company’s Board of Directors submitted a petition to the Reykjavik District Court earlier today for the company to be placed into bankruptcy proceedings. A ruling is expected to be issued tomorrow.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum Í framhaldi á tilkynningu PLAY frá því fyrr í dag um að félagið hefði hætt starfsemi þá lagði stjórn félagsins fram beiðni fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þess er vænst að úrskurður verði kveðinn upp á morgun.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations The Board of Fly Play hf. has decided to cease operations. All of the company’s flights have been canceled. The company will work closely with authorities and employees to implement necessary measures to wind down operations. There are several reasons for this decision, including: the company’s performance has long been weaker than expected, ticket sales have been poor in recent weeks and months following negative media coverage of its operations, and there has been discontent among some employees due to changes in the company’s strategy. Great...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins.Ástæður þessarar ákvörðunar eru margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga ...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August PLAY carried 124,286 passengers in August 2025, compared to 187,960 passengers in August 2024. The difference year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor was 89.6%, compared to 91.6% in August 2024. This slight decrease is a natural reflection of PLAY’s transition from a VIA-focused network, which typically achieves higher load fa...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch