FLY PLAY HF

Fly Play hf.: 79 % sætanýting í nóvember og PLAY aldrei verið stundvísara

Fly Play hf.: 79 % sætanýting í nóvember og PLAY aldrei verið stundvísara

79 % sætanýting í nóvember og PLAY aldrei verið stundvísara

PLAY flutti 75.396 farþega í nóvember 2022 sem er meira en fjórum sinnum hærri tala en í nóvember í fyrra. Sætanýting í nóvember var 79,1% en hún var 81,9% í október. Flugferðir til London, Paris og Tenerife nutu mikilla vinsælda með um 90% sætanýtingu.

Í mánuðinum voru 29,8% farþega PLAY farþegar á leið frá Íslandi, 30,9% voru farþegar á leið til landsins og 39,3% voru tengifarþegar á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna eða öfugt. PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.

Stundvísi PLAY var 98,2% í nóvember en félagið hefur aldrei náð betri stundvísi frá því full starfsemi hófst. Þetta þýðir að næstum öll flug PLAY, til og frá landinu, stóðust áætlun í nóvember, með lítilsháttar undantekningum.  Stundvísi PLAY í október var 95,4% sem einnig verður að teljast mjög góð.



„Það er alveg óhætt að halda því fram að farþegatölurnar okkar hafi verið mjög fínar fyrir nóvembermánuð. Það hefur verið einkar ánægjulegt að sjá meiri en 90% sætanýtingu á mörkuðum á borð við London og París sem eru báðir mikilvægir markaðir fyrir leiðakerfið okkar. Auk þess var áhugavert að sjá að sólarstrandarstaðirnir okkar, Tenerife og Alicante, hafi verið með hátt í 90% sætanýtingu þar sem áfangastaðir á borð við þá ná venjulega ekki svo góðum árangri í nóvembermánuði. Þá er ég virkilga stoltur af stundvísi PLAY í mánuðinum og þakka ég starfsfólki PLAY fyrir þennan góða árangur. Okkur er mjög í mun um að þjónusta farþega PLAY á sem bestan hátt og þetta er afraksturinn,“  segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

PLAY to Hamborgar, Stokkhólms og Varjár

PLAY hóf miðasölu á flugi til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi í nóvember. Fyrsta flug PLAY til Stokkhólms verður 31. mars 2023 og flogið verður fjórum sinnum í viku. Fyrsta flug PLAY til Hamborgar verður 16. maí 2023 en flogið verður þrisvar í viku. Báðar flugleiðir munu falla vel að leiðakerfi PLAY og farþegar munu eiga kost á því að komast á milli Bandaríkjanna og Stokkhólms eða Hamborgar.

Þá hóf PLAY miðasölu á flugi til Varsjár í Póllandi í byrjun desember. Fyrsta flugið verður 3. apríl 2023 en flogið verður tvisvar í viku.

PLAY valið besta nýja flugfélagið

PLAY var á dögunum valið besta nýja flugfélagið (start-up of the year) af CAPA (Center for Aviation) sem eru alþjóðleg samtök um flugmál. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að PLAY hafi skarað fram úr með viðskiptamódeli sínu sem byggist á að flytja farþega á milli Bandaríkjanna og Evrópu með hagkvæmlega staðsetta heimahöfn á Íslandi. PLAY hafi einnig sýnt ráðdeild með því að teygja sig ekki of langt, heldur halda sig við sparneytnar og hagkvæmar Airbus A320/321neo farþegaþolur sem henta einstaklega vel á þessum flugleggjum.Í rökstuðningi CAPA segir einnig að stjórnendur PLAY hafi hafi staðsett fyrirtækið vel fyrir framtíðina með áherslu á stafrænar lausnir og sjálfbærni sem einum af grunnstoðum fyrirtækisins.



Viðhengi



EN
07/12/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting The Shareholder Meeting of Fly Play hf. (the “Company”) was held on Friday 15 August 2025 at 16:00 (GMT) at the Company’s offices at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Attached are the proposals of the Board of Directors that were approved at the shareholders meeting. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar Hluthafafundur Fly Play hf. („Félagið“) var haldinn föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 16:00 (GMT) á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Meðfylgjandi eru tillögur stjórnar sem voru samþykktar á hluthafafundinum. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch