FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Aðalfundur Fly Play hf.

Fly Play hf.: Aðalfundur Fly Play hf.

Aðalfundur Fly Play hf. verður haldinn kl. 16:00 (GMT) þann 21. mars 2024 og fer fram á Setrinu, Grand Hotel, Reykjavík.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir rekstrarárið 2023.
  2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 lagður fram til samþykktar.
  3. Atkvæðagreiðsla um meðferð rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2023.
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kosning endurskoðanda.
  6. Kosning utanaðkomandi aðila í endurskoðunarnefnd félagsins. 
  7. Ákvörðun um kjör stjórnarmanna, varamanna í stjórn og undirnefndum stjórnar.
  8. Tillaga stjórnar að starfskjarastefnu.
  9. Tillaga stjórnar að kaupréttarkerfi ásamt tillögu um breytingu á samþykktum félagsins sem heimilar stjórn að hækka hlutafé í tengslum við kaupréttarkerfið.
  10. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins til að heimila Stjórn að hækka hlutafé félagsins í tengslum við yfirstandandi útboð á nýjum hlutum eins og félagið hefur greint frá.
  11. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins til að heimila Stjórn að hækka hlutafé félagsins í tengslum við möguleg viðskiptatækifæri að mati stjórnar.
  12. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins.
  13. Önnur mál, löglega upp borin.

Þátttaka á fundinum takmarkast við þá er mæta á fundinn.

Reglur er varða þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum

Eitt atkvæði fylgir hverri krónu af hlutafé í félaginu. Einfaldur meirihluti ræður atkvæðum á hluthafafund nema annað leiði af samþykktum félagsins eða íslenskum lögum. Hluthafar sem ekki mæta á fundinn geta greitt atkvæði um dagskrárliði með bréfa atkvæði. Beiðni um að greiða atkvæði bréflega skal send eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund til . Hluthafar eiga rétt á að bera upp mál og leggja fram tillögur. Slíkar beiðnir skal leggja fram ásamt rökstuðningi og drögum að ályktun eigi síðar en kl. 12:00 þann 7. Mars 2024. Hluthafi getur veitt skriflegt og dagsett umboð. Slíkt umboð gildir einungis í eitt ár frá útgáfu. Umboð geta verið afturkölluð hvenær sem er. Umboðum skal skilað til félagsins áður en aðalfundur hefst. Umboðseyðublað er að finna á heimasíðu félagsins.

Aðrar upplýsingar

Endanleg dagskrá, tillögur og fundargögn verða birt eigi síðar en 7. mars 2024 á vefsíðu félagsins: /corporate-governance.

Fundargögn verða einnig aðgengileg á skrifstofu félagsins, frá sama tíma, að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, á virkum dögum milli kl. 9:00 (GMT) og 16:00 (GMT).

Komi fram einhverjar tillögur frá hluthöfum verða þær birtar eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund, ásamt uppfærðri dagskrá.

Í samræmi við 63. gr. a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög skulu frambjóðendur til stjórnar tilkynna um framboð sitt með skriflegum hætti eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund, eða eigi síðar en kl. 16:00 (GMT) þann 16. mars 2024. Upplýsingar um framboð til stjórnar verður birt eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Fundargögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:00 (GMT) á fundardegi.

Reykjavík, 29. febrúar  2024

Stjórn Fly Play hf.

Viðhengi



EN
29/02/2024

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch