FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Afkoma annars ársfjórðungs 2022

Fly Play hf.: Afkoma annars ársfjórðungs 2022

  • Bókunarstaða er mjög góð og vaxandi sætanýting.
  • PLAY flutti rúmlega 181 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi 2022 og gerir ráð fyrir að heildarfjöldi farþega verði um 800 þúsund í ár.
  • Fjárhagsstaða PLAY er sterk. Handbært fé þann 30. júní var 39,5 milljónir Bandaríkjadala með bundnu fé. Eiginfjárhlutfall var 13.4% og félagið er með engar ytri vaxtaberandi skuldir.
  • Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) var neikvæð um 14,4 milljón Bandaríkjadali á öðrum ársfjórðungi 2022, sem var viðbúið þar sem félagið hafði enn ekki náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni.
  • PLAY er komið í fullan rekstur, frá og með júlí 2022.
  • PLAY náði markmiði sínu í sumar um að einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, væri undir 4 bandarískum sentum.
  • Einingakostnaður fer áfram lækkandi með auknum umsvifum og félagið gerir ráð fyrir að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari hluta þessa árs.
  • Rekstrartekjur fara ört vaxandi og félagið gerir ráð fyrir að velta um 20 milljörðum íslenskra króna í ár.
  • Áfangastaðir PLAY eru nú 25 talsins.

PLAY gerir ráð fyrir að farþegar félagsins verði um 800 þúsund árið 2022. Þá gera áætlanir PLAY ráð fyrir um 20 milljörðum íslenskra króna (150-160 milljónir Bandaríkjadala) í veltu í ár, á fyrsta heila starfsári félagsins. Einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, minnkar jafnt og þétt og spár félagsins sýna fram á jákvæða rekstrarafkomu (EBIT) á síðari hluta þessa árs. PLAY náði markmiði sínu í sumar um að einingakostnaður (án eldsneytis) sé undir fjórum bandarískum sentum. Félagið hefur því náð góðum árangri við að halda kostnaði niðri og einingakostnaður fer áfram lækkandi með auknum umsvifum.

Á öðrum ársfjórðungi var helsta áherslan á að skala starfsemina upp í aðdraganda sumaráætlunarinnar og tengiflugsleiðakerfisins en það var ekki fyrr en í byrjun þriðja ársfjórðungs sem allt tengiflugsleiðakerfið var farið af stað með sex flugvélar í notkun. Í júlí var starfsemin komin í fullan rekstur eftir að félagið hafði rutt sér til rúms á fjölda nýrra markaða með afgerandi hætti.

Sterk fjárhagsstaða og vaxandi tekjur

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 14,4 milljónir Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi 2022. Það var viðbúið þar sem félagið hafði enn ekki náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni á fjórðungnum ásamt sögulega háu eldsneytisverði.

Fjárhagsstaða PLAY er áfram sterk. Handbært fé þann 30. júní nam 39,5 milljónum Bandaríkjadala með bundnu fé. Eiginfjárhlutfall var 13.4% og félagið hefur engar ytri vaxtaberandi skuldir.

Rekstrartekjur fara ört vaxandi en tekjur á fjórðungnum námu 32,5 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 9,6 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þessi aukning á tekjum stafar fyrst og fremst af auknum umsvifum, með stækkun leiðarkerfis og innleiðingu tengiflugsleiðakerfisins en einnig hefur bókunarstaðan verið sterk og þá er sumarið háannatími í flugrekstri. 

Tap félagsins nam 14,3  milljónum dala á öðrum ársfjórðungi 2022, samanborið við 1,4 milljón dala á sama tímabili á síðasta ári, þegar PLAY var enn í startholunum með að hefja flugrekstur.

„Viðskiptamódelið orðið að veruleika“

Á öðrum ársfjórðungi flutti PLAY rúmlega 181 þúsund farþega og sætanýtingin var 74,8% að meðaltali. Farþegafjöldi fór ört vaxandi á milli mánaða og sætanýting styrktist. Þessi hagfellda þróun hefur haldið áfram og til marks um það flugu 110 þúsund farþegar með PLAY í júlí. Þetta helgast að mestu leyti af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og í Bandaríkjunum. Bókunarstaðan fyrir haustið og veturinn er áfram góð.

„Eftir flugtak og klifur síðustu mánaða er nú fyrst óhætt að segja að PLAY sé komið í farflugshæð. Í flugbransanum þýðir það að við séum orðin stöðug. Annar ársfjórðungur var síðasti hluti klifursins og nú á þriðja ársfjórðungi er viðskiptamódel félagsins loks orðið að veruleika. Eftir hraða en örugga uppbyggingu með fjölda nýrra áfangastaða, innleiðingu tengiflugsleiðakerfis og móttöku flugvéla er reksturinn loks kominn í fastar skorður. Ég er stoltur af öllu starfsfólki PLAY sem hefur komið fyrirtækinu á koppinn á stuttum tíma í mjög kviku og flóknu rekstrarumhverfi. Við komum út úr þessum uppbyggingarfasa með sterka fjárhagsstöðu og loks eru ytri aðstæður okkur hagfelldari eftir nokkurn mótvind síðustu misseri. Til dæmis sjáum við eldsneytisverð fara ört lækkandi. Við sjáum fram á bjarta tíma, bókunarstaðan er sterk og til stendur að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari helmingi ársins. Fólk er augljóslega hætt að setja COVID-19 fyrir sig þegar það tekur ákvörðun um að ferðast sem sést til dæmis á því að mun færri kaupa sér forfallavernd og þá er fólk farið að bóka flug lengra fram í tímann. Stóru verkefnin í vetur eru að taka á móti fjórum nýjum flugvélum sem bætast í flotann næsta vor og að ráða inn nýjar áhafnir. Þessi frábæri 300 manna starfsmannahópur PLAY mun nefnilega stækka og við hlökkum til að bjóða um 200 manns til viðbótar í leikinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Frekari upplýsingar:

Streymi frá fjárfestakynningu, 23. ágúst 2022

PLAY mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30 þann 23. ágúst 2022. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri PLAY, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu.

Kynningunni verður streymt hér: 

Viðhengi



EN
22/08/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success PLAY carried 128,119 passengers in April 2025, compared to 122,217 passengers in April 2024. This represents a 5% increase in passenger numbers year-over-year. This growth reflects continued demand in PLAY’s core markets and a well-aligned route network for the early summer season. The load factor in April 2025 was 82.6%, compared to 85.1% in April 2024. This change is largely due to shift toward more leisure-oriented destinations, which historically see lower load factors due to reduced VIA feed but typically deliver higher yields. The net...

 PRESS RELEASE

Farþegum fjölgar milli ára

Farþegum fjölgar milli ára PLAY flutti 128.119 farþega í apríl 2025, samanborið við 122.217 farþega í apríl 2024, sem jafngildir 5% aukningu milli ára. Þessi vöxtur endurspeglar áframhaldandi eftirspurn á kjarnamörkuðum PLAY og að breytingar á leiðakerfinu, þar sem aukin áhersla er á sólarlandaflug, er að skila árangri.  Sætanýting í apríl 2025 var 82,6%, samanborið við 85,1% í apríl 2024. Þessi breyting skýrist að mestu ákvörðun PLAY að leggja aukna áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi til Suður-Evrópu. Slíkar leiðir eru jafnan með lægri sætanýtingu þar sem ekki er sama tengifarþegaflæði ...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations. Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million. Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024. PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024. Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024. These fi...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 • Nýtt viðskiptalíkan PLAY heldur áfram að þróast á jákvæðan hátt með skýra    áherslu á arðbærustu þætti félagsins: sólarlandaflug og leiguverkefni. • Handbært fé jókst á milli ára, úr 17,2 milljónum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2024 í 21,1 milljón bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. • Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 58 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 66 milljónir dala á sama tímabili 2024. • PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðung...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations.Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million.Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024.PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024These figures reflect PLAY’s strategic focus ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch