FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Annar metsölumánuður, 76,9% sætanýting og umtalsverð tekjuaukning

Fly Play hf.: Annar metsölumánuður, 76,9% sætanýting og umtalsverð tekjuaukning

Annar metsölumánuður, 76,9% sætanýting og umtalsverð tekjuaukning

-PLAY flutti 63.949 farþega í febrúar 2023. Sætanýting félagsins var 76,9%. 31% af farþegum PLAY í febrúar ferðuðust frá Íslandi, 37% til Íslands og 32% voru tengifarþegar. Stundvísi PLAY í febrúar var 84.3%.

-Flugferðir til og frá París og London nutu sérstaklega mikilla vinsælda í mánuðinum með meira en 90% sætanýtingu. Þá voru spánarstaðir félagsins afar vinsælir eins og endranær.

-Sætanýting félagsins fyrir árið 2023 er nú meira en tvöfallt hærri fyrir allt árið 2023 miðað við á sama tíma á síðasta ári. Þetta þýðir að bókunarflæðið fyrir árið er mun sterkara en á sama tíma í fyrra og rennir það stoðum undir jákvæðar horfur fyrir árið.

Meðalhliðartekjur hækka um 26%

- Eftir að PLAY hóf að bjóða upp á ólíka pakka við bókun miða í byrjun febrúar, þar sem ólíkir fargjaldapakkar bjóða uppá ólík fríðindi, hafa meðalhliðartekjur hækkað um 26%. Að auki hefur mikil áhersla verið lögð á að auka aðra tekjur, eins og sölu á flugvöllum, að stækka vöruflutninga og kynna nýja virkni í bókunarvélinni sem eykur hliðartekjur. 

-Meðalfargjald fyrir árið 2023 hefur hækkað um 19% frá síðasta ári og mun hækka frekar eftir því sem nær dregur sumrinu.

-Einingatekjur félagsins halda áfram að hækka og eru þegar orðnar hærri fyrir alla mánuði ársins miðað við á sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur framboð félagsins aukist um 200% fyrir 2023. Þessi staða  fyllir félagið trausti vegna þess að nú eru tekjur að hækka umtalsvert því hætta er á að  einingatekjur dragist  saman þegar framboð eykst. Það er ekki raunin sem sýnir góða eftirspurn á markaði og að félagið sé að auka framboð sitt í takt við eftirspurn.



-Febrúar var annar metsölumánuðurinn í röð hjá PLAY. Í janúar og febrúar 2023 gjafngiltu tekjur af seldum sætum tveimur sölumánuðunum í fyrra. Þetta er ótvírætt til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðarkerfis PLAY.

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY:

„Við erum stolt af því að að febrúar sé annar metsölumánuðurinn í röð, bókunarstaðan fyrir komandi mánuði sé sterk og tekjuvöxtur mikill. Það sama á við um eftirspurn til og frá Íslandi.  Þá halda einingatekjurnar áfram að hækka, jafnvel þó að framboð hafi vaxið mikið en það er ótvíræður vitnisburður um að vörumerkið okkar hafi styrkst og til marks um góðan árangur í sölu- og markaðsmálum. Þessi jákvæða þróun fyllir okkur bjartsýni fyrir komandi ár. Engu að síður gerum við okkur fulla grein fyrir árstíðarbundnum sveiflum í eftirspurn og sníðum okkur stakk eftir vexti hverju sinni. Okkar grein er þannig uppbyggð að fjárhagslegar niðurstöður hvers árs eru mjög háðar vor- og sumarmánuðunum (öðrum og þriðja ársfjórðungi) á meðan eftirspurn róast og verðið lækkar yfir veturinn (á fyrsta og fjórða ársfjórðungi). Almennt byrjar árið 2023 mjög vel hjá félaginu. Bókunarflæði er sérstaklega kröftugt. Meðaltekjur á farþega eru að hækka og það er meðalverð flugfargjalda einnig að gera. Um leið státum við af einstakri stundvísi í flugferðum félagsins. Þessir jákvæðu vísar eru sterkt merki þess að við erum á leið inn í öflugt vor og síðan sumar – og ég er viss um að okkar frábæra starfsfólk mun halda áfram að byggja upp þetta öfluga flugfélag með miklum glæsibrag.”

Viðhengi



EN
07/03/2023

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting The Shareholder Meeting of Fly Play hf. (the “Company”) was held on Friday 15 August 2025 at 16:00 (GMT) at the Company’s offices at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Attached are the proposals of the Board of Directors that were approved at the shareholders meeting. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar Hluthafafundur Fly Play hf. („Félagið“) var haldinn föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 16:00 (GMT) á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Meðfylgjandi eru tillögur stjórnar sem voru samþykktar á hluthafafundinum. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch