FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Arnar Már aftur í framkvæmdastjórn PLAY

Fly Play hf.: Arnar Már aftur í framkvæmdastjórn PLAY



Arnar Már aftur í framkvæmdastjórn PLAY



Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum PLAY, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Arnar var framkvæmdastjóri sviðsins þar til fyrir rúmu ári þegar hann ákvað að setjast aftur í flugstjórasætið í fullu starfi. Arnar Már er einn af stofnendum PLAY og var forstjóri á sprotastigi flugfélagsins á árunum 2019-2021 áður en félagið hóf sig til flugs.

Arnar tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Guðna Ingólfssyni sem mun láta af störfum á næstunni.  Guðni hefur verið framkvæmdastjóri sviðsins frá því í mars 2022.

„Ég er ofsalega ánægður með að fá Arnar Má aftur í framkvæmdastjórn PLAY á þessum tímapunkti, úthvíldan og til í slaginn með okkur.  Arnar hefur verið lykilmaður í sögu PLAY enda einn af stofnendum félagsins. Arnar var öflugur liðsmaður framkvæmdastjórnar félagsins áður en hann ákvað að háloftin kölluðu og það er gott að fá krafta hans aftur inn í framkvæmdastjórn PLAY á þessu mikilvæga ári í sögu félagsins. Ég veit að  flugrekstrarsviðið verður í góðum höndum hjá Arnari.  Á sama tíma vil ég þakka Guðna Ingólfssyni kærlega fyrir vel unnin störf síðasta árið á mikilvægum uppbyggingartíma félagsins. Ég óska honum jafnframt góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Sætaframboð PLAY í sumar eykst um nærri 77% miðað við sumarið 2022 og fjórar nýjar flugvélar bætast við flotann. PLAY mun í ár fljúga til hátt í 40 áfangastaða og verður með tíu vélar í rekstri. Þá tekur félagið við um það bil 200 nýjum starfsmönnum og starfsmenn félagsins verða orðnir um 500 talsins í sumar. 

„Eftir rúmlega eitt viðburðarríkt og afar skemmtilegt ár hjá PLAY hef ég ákveðið að láta af störfum.   Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst frábæru fólki sem starfar hjá fyrirtækinu. Ég óska samstarfsfólki mínu góðs gengis og hlakka til að fylgast með velgengni PLAY á komandi mánuðum og árum,“ segir Guðni Ingólfsson.

„Það er mikið tilhlökkunarefni að vinna með öflugum hópi fagfólks á flugrekstrarsviði PLAY á nýjan leik, fólki sem ég þekki þegar vel. Það hefur gefið mér afskaplega mikið að vinna síðastliðið ár í framlínunni og fljúga okkar glæsilegu og nýju Airbus flugvélum til allra okkar áfangastaða bæði í Norður Ameríku og Evrópu, með frábærum hópi flugfólks bæði í flugstjórnarklefanum og farþegarými. Það eru spennandi tímar fram undan enda mikil uppbygging á komandi mánuðum hjá flugfélaginu sem gaman verður að takast á við með frábæru samstarfsfólki í lofti sem og á jörðu niðri,” segir Arnar Már Magnússon. 





EN
30/03/2023

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations The Board of Fly Play hf. has decided to cease operations. All of the company’s flights have been canceled. The company will work closely with authorities and employees to implement necessary measures to wind down operations. There are several reasons for this decision, including: the company’s performance has long been weaker than expected, ticket sales have been poor in recent weeks and months following negative media coverage of its operations, and there has been discontent among some employees due to changes in the company’s strategy. Great...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins.Ástæður þessarar ákvörðunar eru margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga ...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August PLAY carried 124,286 passengers in August 2025, compared to 187,960 passengers in August 2024. The difference year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor was 89.6%, compared to 91.6% in August 2024. This slight decrease is a natural reflection of PLAY’s transition from a VIA-focused network, which typically achieves higher load fa...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði PLAY flutti 124.286 farþega í ágúst 2025, samanborið við 187.960 farþega í ágúst 2024. Munurinn á milli ára skýrist fyrst og fremst af i breytingu í nýtingu flugflotans, þar sem færri vélum er flogið í leiðakerfi Play miðað við sama tímabil í fyrra vegna ACMI-leigusamninga við aðra rekstraraðila. Þrátt fyrir minna framboð var sætanýting 89,6%, samanborið við 91,6% í ágúst 2024. Þessi lækkun endurspeglar þær breytingar sem verið er að leiða í gegn hjá Play. Minni áhersla er lögð á tengiflug (VIA) milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem y...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Manager’s transactions

Fly Play hf.: Manager’s transactions Please find attached announcements Attachments

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch