FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Bætt stundvísi og sætanýting á milli ára – Einingatekjur aukast enn

Fly Play hf.: Bætt stundvísi og sætanýting á milli ára – Einingatekjur aukast enn



Flugfélagið PLAY flutti 98.863 farþega í desember 2024, borið saman við 114.265 farþega í desember árið 2023. Þetta endurspeglar 18% mun á framboði milli ára sem er bein afleiðing af ákvörðun PLAY að leigja eina af farþegaþotum sínum til GlobalX í Miami og aðlaga framboðið eftir árstíðabundnum sveiflum. Á móti kemur var sætanýtingin betri á milli ára, 78,9% í desember 2024 en 76,2% í desember 2023. Sætanýting PLAY á árinu 2024 var 85,3% samanborið við 83,4% á árinu 2023.

PLAY hafði áður tilkynnt að félagið myndi leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði. Sú stefna hefur verið farin undanfarna mánuði og mun halda áfram árið 2025. Hlutur sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi PLAY jókst úr 16% í desember árið 2023 upp í 22% í desember árið 2024. Sólarlandaáfangastaðirnir gefa af sér betri afkomu, en þar sem um er að ræða beint flug frá Íslandi þar sem tengifarþegar eru ekki fyrir hendi, kemur það jafnan niður á sætanýtingu, sér í lagi í kringum hátíðir. Þrátt fyrir það, varð aukning á milli ára á sætanýtingu í desember, sem endurspeglar aukna eftirspurn og að breytingar á leiðakerfinu hafi lagst vel í markaðinn.

Góð áhrif þessara breytinga má einnig sjá á einingatekjum félagsins sem hafa aukist á milli ára. Geta félagsins til að aðlaga sig að árstíðabundnum sveiflum í eftirspurn og færa sig yfir á markaði sem skila betri afkomu hafa haft jákvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu.

Desember var fjórði mánuðurinn í röð þar sem vöxtur hefur orðið á einingatekjum á milli ára og líkt og áður hefur verið greint frá eru horfur á að sú þróun haldi áfram árið 2025.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í desember voru 31,8% að ferðast frá Íslandi, 38,9% voru á leið til Íslands og 31,5% voru tengifarþegar (VIA).

Þó dregið hafi verið úr framboði í desember þá jókst fjöldi íslenskra farþega á milli ára. 31 þúsund flugu með PLAY frá Íslandi í desember 2024, samanborið við 28 þúsund í desember 2023. Að sama skapi fjölgaði farþegum sem heimsóttu Ísland með PLAY, 34 þúsund í desember 2024 samanborið við 32 þúsund í desember í fyrra.

Stundvísi PLAY í desember var 63,5%, samanborið við 59,0% í desember 2023. Desember mánuður er jafnan krefjandi í flugrekstri á Íslandi en til samanburðar má nefna að stundvísi PLAY fyrir allt árið 2024 var 87,5% en 83,2% allt árið 2023.

Ferðum til sólarlandaáfangastaða fjölgað

PLAY hefur bætt við áætlunarferðum til vinsælla sólarlandaáfangastaða árið 2025. PLAY verður með dagleg flug til Alicante á Spáni um páska og verður flogið fimm sinnum í viku frá lok maí til loka júlí. Að öðru leyti mun PLAY fljúga þrisvar í viku til Alicante.

Ferðum til Madríd á Spáni verður fjölgað úr tveimur í þrjár á viku frá því snemma í ágúst til miðbiks september. Þá kynnir PLAY til leiks sumarferðir til eyjunnar Madeira, en hingað til hefur PLAY aðeins flogið til Madeira yfir vetrarmánuðina, frá september til maí.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Það er afar ánægjulegt að sjá aukningu í farþegum sem ferðast með okkur frá Íslandi. Heimamarkaðurinn er okkur mikilvægur og við höldum áfram að vera fyrsta val Íslendinga sem vilja komast í sólina. Það er einnig gott að sjá aukningu í farþegum sem ferðast með okkur til Íslands, sem endurspeglar það mikla starf sem hefur verið unnið við að kynna PLAY sem traustan og góðan valkost fyrir erlenda ferðamenn.

Stundvísi er afar mikilvæg í flugrekstri og fylgja henni margir kostir fyrir okkar rekstur. Mikil stundvísi eykur ánægju farþega okkar og hefur jákvæð áhrif á reksturinn. Að hafa náð 87,5% stundvísi árið 2024 er mikið afrek sem starfsmenn á flugrekstrarsviði og áhafnir okkar eiga allan heiður að.

Við höfum bætt við ferðum til vinsælla sólarlandaáfangastaða sem hafa gefið góða niðurstöðu fyrir okkar rekstur. Ég er þess fullviss að aukin þjónusta til suðrænna áfangastaða muni hljóta góðar undirtektir hjá Íslendingum og þeim íbúum sem búa á þessum stöðum og vilja heimsækja Ísland.



Viðhengi



EN
07/01/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Notice of Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Notice of Shareholders’ Meeting Shareholders’ Meeting of Fly Play hf. The Board of Directors of Fly Play hf. hereby convenes a shareholders’ meeting on August 15, 2025, at 16:00, at the company’s headquarters at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Agenda of the meeting: Proposal to authorize the Board of Directors to issue convertible bonds with an initial principal amount of up to ISK 2,425,000,000 and to authorize the Board to issue new share capital with a nominal value of up to ISK 3,500,000,000 to fulfill conversion rights of bondholders. Proposal to amend the Arti...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fundarboð

Fly Play hf.: Fundarboð Hluthafafundur Fly Play hf. Stjórn Fly Play hf. boðar til hluthafafundar félagsins 15. ágúst 2025 kl. 16:00, á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Dagskrá fundarins: Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út skuldabréf með breytirétti að upphaflegri höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 2.425.000.000 og heimild stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði allt kr. 3.500.000.000 til að mæta breytirétti skuldabréfaeigenda.Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins í samræmi við framangreinda heimild.Önnur mál löglega fram bo...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Profit Warning

Fly Play hf.: Profit Warning Preparation of the Q2 2025 interim financial report indicates that results will be below prior-year performance and expectations. The company expects a net loss of approximately USD 16 million for Q2 2025, compared to a net loss of USD 10 million in the same period last year. The deviation in results is primarily driven by following factors outside of the company´s control: Foreign exchange impact (FX): A negative FX effect of approximately USD 2.5 million due to strengthening of the Icelandic krona, which impacted mainly salaries, handling and airport charg...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Afkomuviðvörun

Fly Play hf.: Afkomuviðvörun Undirbúningur árshlutauppgjörs fyrir 2. ársfjórðung 2025 bendir til þess að afkoma verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir tapi upp á um það bil 16 milljónir Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi 2025, samanborið við tap upp á 10 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Frávik frá væntingum má að mestu leiti rekja til eftirfarandi þátta sem félagið hefur ekki áhrif á: • Neikvæð gengisáhrif upp á um það bil 2,5 milljónir dala vegna styrkingar íslensku krónunnar, sem hafði aðallega áhrif á laun, afgreiðslu- og flugval...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: PLAY issues a convertible bond amounting to ISK 2.4 bill...

Fly Play hf.: PLAY issues a convertible bond amounting to ISK 2.4 billion Fly Play hf. has secured binding, conditional subscription commitments from investors for the purchase of a convertible bond totaling ISK 2.4 billion, or approximately USD 20 million. Among the participants in this financing round are the company’s largest shareholders as well as new Icelandic investors. Attached is a company announcement providing further details on these plans.Also attached is a press release sent to the media on the same topic. Attachments ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch