FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Forstjóraskipti

Fly Play hf.: Forstjóraskipti



Fly Play hf.: Forstjóraskipti

Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY.  

Stjórn Fly Play hf. hefur ráðið Einar Örn Ólafsson sem forstjóra félagsins. Einar Örn er einn stærsti einstaki hluthafi félagins og stjórnarformaður þess síðan í apríl 2021. Hann hefur dregið framboð sitt til stjórnar til baka en stjórnarkjör fer fram á aðalfundi félagsins þann 21. mars næstkomandi. 

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Eftir kröftugt uppbyggingarstarf síðustu ára undir öflugri forystu Birgis er félagið á ákveðnum tímamótum. Sem stærsti einstaki hluthafi félagsins vil ég fylgja fjárfestingu minni eftir. Ég þekki vel til starfsemi og starfsmanna PLAY og sé mörg tækifæri og spennandi viðfangsefni framundan í rekstrinum. Ég er þakklátur stjórn PLAY fyrir traustið og vil líka þakka Birgi sérstaklega fyrir framlag hans til PLAY og ánægjulegt og gott samstarf.”

Einar Örn hefur tekið þátt í rekstri ýmissa félaga bæði sem fjárfestir og stjórnandi. Hann er stjórnarformaður Terra hf. og var áður forstjóri Fjarðarlax og Skeljungs ásamt því að búa yfir viðamikilli starfsreynslu á fjármálamarkaði. Einar Örn útskrifaðist með MBA gráðu frá NYU, Stern School of Business árið 2003  og er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Birgir Jónsson, fráfarandi forstjóri PLAY:

Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í uppbyggingu PLAY. Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá borði. PLAY hefur nú slitið barnsskónum og er orðið þroskað flugfélag. Ég hef átt gott og náið samband við Einar og félagið er í góðum höndum hjá honum. Ég hlakka til að sjá félagið blómstra undir hans forystu. Ég vil þakka viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir einkar ánægjulegt samstarf. Ég mun svo kveðja stórkostlegan hóp starfsmanna á næstu dögum.”

Birgir mun starfa áfram hjá félaginu fram til 2. apríl næstkomandi og mun í framhaldinu verða félaginu til ráðgjafar næstu mánuði.





EN
17/03/2024

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August PLAY carried 124,286 passengers in August 2025, compared to 187,960 passengers in August 2024. The difference year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor was 89.6%, compared to 91.6% in August 2024. This slight decrease is a natural reflection of PLAY’s transition from a VIA-focused network, which typically achieves higher load fa...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði PLAY flutti 124.286 farþega í ágúst 2025, samanborið við 187.960 farþega í ágúst 2024. Munurinn á milli ára skýrist fyrst og fremst af i breytingu í nýtingu flugflotans, þar sem færri vélum er flogið í leiðakerfi Play miðað við sama tímabil í fyrra vegna ACMI-leigusamninga við aðra rekstraraðila. Þrátt fyrir minna framboð var sætanýting 89,6%, samanborið við 91,6% í ágúst 2024. Þessi lækkun endurspeglar þær breytingar sem verið er að leiða í gegn hjá Play. Minni áhersla er lögð á tengiflug (VIA) milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem y...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Manager’s transactions

Fly Play hf.: Manager’s transactions Please find attached announcements Attachments

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting The Shareholder Meeting of Fly Play hf. (the “Company”) was held on Friday 15 August 2025 at 16:00 (GMT) at the Company’s offices at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Attached are the proposals of the Board of Directors that were approved at the shareholders meeting. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch