FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Góð sætanýting og 92 þúsund farþegar í september

Fly Play hf.: Góð sætanýting og 92 þúsund farþegar í september



Góð sætanýting og 92 þúsund farþegar í september

PLAY flutti 92.181 farþega í september en það eru færri farþegar en í ágúst þegar PLAY flutti 109,956 farþega. Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað.  Stundvísi var 86% í september.

Fleiri áfangastaðir í Portúgal

Jómfrúarflug PLAY til Liverpool John Lennon flugvallar var í morgun. PLAY mun fljúga til Liverpool tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Nú geta farþegar PLAY því flogið á milli Liverpool og Íslands og fjögurra áfangastaða PLAY í Bandaríkjunum.

Þá hóf PLAY miðastöðu til Porto í Portúgal í gær. Áætlunarflug hefst í apríl 2023 og flogið verður tvisvar í viku. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag býður beint flug á milli Íslands og Porto. Porto er annar áfangastaður PLAY í Portúgal en í ár hefur PLAY flogið til höfuðborgarinnar Lissabon tvisvar í viku og verður því framhaldið á næsta ári.

Meira en þrjú þúsund sóttu um starf hjá PLAY

Í byrjun september auglýsti PLAY eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum en um er að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi. Ráðningarnar eru í tækt við enn frekari umsvif PLAY sem mun taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Viðtökurnar létu ekki á sér standa og yfir þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður.

„Við erum nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna er krefjandi í fluggeiranum. Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu PLAY. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki PLAY á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.



Viðhengi



EN
07/10/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings Following PLAY’s announcement earlier today that the company had ceased operations, the company’s Board of Directors submitted a petition to the Reykjavik District Court earlier today for the company to be placed into bankruptcy proceedings. A ruling is expected to be issued tomorrow.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum Í framhaldi á tilkynningu PLAY frá því fyrr í dag um að félagið hefði hætt starfsemi þá lagði stjórn félagsins fram beiðni fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þess er vænst að úrskurður verði kveðinn upp á morgun.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations The Board of Fly Play hf. has decided to cease operations. All of the company’s flights have been canceled. The company will work closely with authorities and employees to implement necessary measures to wind down operations. There are several reasons for this decision, including: the company’s performance has long been weaker than expected, ticket sales have been poor in recent weeks and months following negative media coverage of its operations, and there has been discontent among some employees due to changes in the company’s strategy. Great...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins.Ástæður þessarar ákvörðunar eru margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga ...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði PLAY flutti 124.286 farþega í ágúst 2025, samanborið við 187.960 farþega í ágúst 2024. Munurinn á milli ára skýrist fyrst og fremst af i breytingu í nýtingu flugflotans, þar sem færri vélum er flogið í leiðakerfi Play miðað við sama tímabil í fyrra vegna ACMI-leigusamninga við aðra rekstraraðila. Þrátt fyrir minna framboð var sætanýting 89,6%, samanborið við 91,6% í ágúst 2024. Þessi lækkun endurspeglar þær breytingar sem verið er að leiða í gegn hjá Play. Minni áhersla er lögð á tengiflug (VIA) milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem y...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch