FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Góð sætanýting og 92 þúsund farþegar í september

Fly Play hf.: Góð sætanýting og 92 þúsund farþegar í september



Góð sætanýting og 92 þúsund farþegar í september

PLAY flutti 92.181 farþega í september en það eru færri farþegar en í ágúst þegar PLAY flutti 109,956 farþega. Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað.  Stundvísi var 86% í september.

Fleiri áfangastaðir í Portúgal

Jómfrúarflug PLAY til Liverpool John Lennon flugvallar var í morgun. PLAY mun fljúga til Liverpool tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Nú geta farþegar PLAY því flogið á milli Liverpool og Íslands og fjögurra áfangastaða PLAY í Bandaríkjunum.

Þá hóf PLAY miðastöðu til Porto í Portúgal í gær. Áætlunarflug hefst í apríl 2023 og flogið verður tvisvar í viku. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag býður beint flug á milli Íslands og Porto. Porto er annar áfangastaður PLAY í Portúgal en í ár hefur PLAY flogið til höfuðborgarinnar Lissabon tvisvar í viku og verður því framhaldið á næsta ári.

Meira en þrjú þúsund sóttu um starf hjá PLAY

Í byrjun september auglýsti PLAY eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum en um er að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi. Ráðningarnar eru í tækt við enn frekari umsvif PLAY sem mun taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Viðtökurnar létu ekki á sér standa og yfir þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður.

„Við erum nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna er krefjandi í fluggeiranum. Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu PLAY. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki PLAY á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.



Viðhengi



EN
07/10/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch