FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Hlutafjárútboð PLAY hefst á morgun

Fly Play hf.: Hlutafjárútboð PLAY hefst á morgun

Hlutafjárútboð Fly Play hf. (hér eftir „PLAY“ eða „félagið“ eða „útgefandi“) hefst á morgun, þriðjudaginn 9. apríl 2024, kl. 10:00 og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16.00. Útgefandi og umsjónaraðili áskilja sér rétt til að framlengja áskriftartímabilið.

Opinn kynningarfundur verður haldinn á morgun, kl. 10:00 þriðjudaginn 9. apríl 2024 á skrifstofum PLAY að Suðurlandsbraut 14, 3.hæð. Vefstreymið verður aðgengilegt á vefslóðinni og á fjárfestasíðu PLAY, . Meðfylgjandi í viðhengi er fjárfestakynningin sem farið verður yfir á fundinum.

Boðnir verða til kaups allt að 111.111.112 nýir hlutir útgefnir af PLAY á áskriftargenginu 4,5 krónur á hvern hlut, að jafnvirði allt að 500 milljónum króna. Til að stuðla að jafnræði hluthafa munu núverandi hluthafar, aðrir en þeir sem hafa nú þegar skráð sig fyrir nýjum hlutum, njóta forgangs til áskriftar ef til umframáskriftar kemur.

Tekið verður við tilboðum á útboðstímabilinu í gegnum áskriftarvef Arctica Finance, . Hlekkur á áskriftarvefinn verður jafnframt á vefsíðu PLAY og Fossa fjárfestingarbanka.

Fyrirhugað er að samandregnar niðurstöður útboðsins liggi fyrir og verði tilkynntar opinberlega þann 11. apríl 2024 og niðurstöður úthlutunar tilkynntar áskrifendum eigi síðar en 15. apríl 2024. Gjalddagi greiðsluseðla vegna samþykktra áskrifta er fyrirhugaður þriðjudaginn 23. apríl 2024.

Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er skuldbindandi. Áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu í útgefanda, ættu áskrifendur að lesa í þaula skilmála, skilyrði og aðrar opinberar upplýsingar sem um útboðið gilda. Nánari upplýsingar má finna á áskriftarvef Arctica Finance, .

Útboðið er undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.

Áskrifendur geta nálgast upplýsingar um útboðið og aðstoð við skráningu áskrifta hjá fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance á tölvupóstfanginu eða í síma 513-3300 og fyrirtækjaráðgjöf Fossa á tölvupóstfanginu eða í síma 522-4000, milli kl 09:00 og 16:00 dagana 9. apríl 2024 til 11. apríl 2024.

Arctica Finance hf., hefur umsjón með útboðinu, útgáfu og töku hinna nýju hluta til viðskipta ásamt því að annast innheimtu og uppgjör allra viðskipta útgefandans í tengslum við útboðið. Arctica Finance og Fossar fjárfestingarbanki hf. eru sameiginlegir söluaðilar í útboðinu.



 

Viðhengi



EN
08/04/2024

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch