FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Jarðhræringar hafa áhrif á eftirspurn til skamms tíma  

Fly Play hf.: Jarðhræringar hafa áhrif á eftirspurn til skamms tíma  

Jarðhræringar hafa áhrif á eftirspurn til skamms tíma  



Jarðhræringarnar og líkur á eldgosi á Reykjanesskaga síðustu vikur hafa rataði í fyrirsagnir um víða veröld. Jarðhræringarnar hafa ekki haft áhrif á flugáætlun PLAY og Ísland er líkt og áður öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn að heimsækja.   

Þessir atburðir hafa þó haft þau áhrif að eftirspurnin eftir ferðum til Íslands, sem bókaðar eru með skömmum fyrirvara, hefur verið minni og mun það hafa áhrif á afkomu félagsins.  

Þessir þættir gera það að verkum að afkomuspá ársins, sem birt var í september og aftur í þriðja ársfjórðungs uppgjöri félagsins í október, á ekki lengur við.  Lausafjárstaða félagsins verður ívið lægri en búist var við en verður engu að síður heilbrigð.   

PLAY hefur ráðist í ýmsar aðgerðir til að takmarka framangreind neikvæð áhrif á rekstur félagsins og lausafjárstöðu og aðlagast þessum breyttu aðstæðum, þar á meðal með því að breyta flugáætlun og framboði til að mæta minni eftirspurn á komandi vikum og mánuðum.   

 



Birgir Jónsson, forstjóri:  

„Við munum nota sveigjanleikann í okkar rekstri til að mæta þessum nýju áskorunum og starfsmenn PLAY hafa þegar hafið þá vinnu. Á síðustu tveimur vikum höfum við séð fyrirferðarmikinn fréttaflutning á heimsvísu þar sem hlutir hafa á köflum verið teknir úr samhengi. Þetta hefur haft áhrif á eftirspurn, og sérstaklega á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands á aðventunni og á nýju ári.    

Það hafa þó verið skýr teikn á síðustu dögum dögum sem gefa til kynna að eftirspurnin sé að taka við sér á ný. Aukningin mun þó ekki reynast nægjanleg til að bæta upp þau áhrif sem atburðir síðustu vikna hafa haft til skamms tíma.   

Á þessum óvissutímum er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Margir af starfsmönnum PLAY eiga heimili í Grindavík eða rætur þangað að rekja og hefur PLAY boðið þeim starfsmönnum aðstoð til að bregðast við þessum erfiðu tímum. Við vonum að þessi staða leysist sem allra fyrst svo Grindvíkingar geti andað léttar og horft fram á veginn.   





 



EN
28/11/2023

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch