FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Met sætanýting í októbermánuði og einingatekjur hækka á milli ára

Fly Play hf.: Met sætanýting í októbermánuði og einingatekjur hækka á milli ára



Flugfélagið PLAY flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Þessi þróun er í takt við áætlun PLAY um að draga úr framboði sínu á tengiflugi yfir Atlantshafið, og sjást merki þess í farþegatölum fyrir októbermánuð. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3%, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október í fyrra var 83%.

Stundvísi PLAY var 91,4% í liðnum október, samanborið við 85,8% í október í fyrra. Af þeim sem ferðuðust með PLAY í október voru 33,4% á leið frá Íslandi, 39,1% voru á leið til Íslands og 27,5% voru tengifarþegar (VIA).

PLAY heldur áfram að bæta við sig markaðshlutdeild á heimamarkaði, en farþegum sem flugu með PLAY frá Íslandi fjölgaði um 5% á milli ára, úr 43.872 í október í fyrra í 46.143 í október í ár. Sömuleiðis fjölgaði farþegum um 3% sem flugu með PLAY til Íslands, úr 52.368 í október 2023 í 54.018 í október 2024.

PLAY hefur aukið sætaframboð á sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu um 17% en frammistaða þeirra markaða hefur engu að síður haldið sér með mikilli eftirspurn. Þróun á einingatekjum var jákvæð í liðnum september, samanborið við september í fyrra. Er það í fyrsta sinn síðan í vor sem einingatekjurnar eru hærri en í samsvarandi mánuði í fyrra. Þessi þróun hélt áfram í október og eru horfurnar fyrir það sem eftir lifir árs og inn í það næsta jákvæðar.

PLAY til Antalya

PLAY hóf miðasölu á áætlunarferðum til Antalya í Tyrklandi í október. Fyrsta flugið til Antalya verður farið 15. apríl 2025 og verður flogið einu sinni í viku fram til júní. Áætlunin verður síðan tekin aftur upp í september og flogið fram í nóvember. PLAY fór í sitt fyrsta flug til Marrakesh í Marokkó í október, sem er í fyrsta sinn sem áætlunarflug er flogið frá Íslandi til Afríku. Þá fór PLAY einnig í sín fyrstu flug til Madeira og Cardiff í október.

PLAY tilkynnti einnig um að flugfélagið easyJet hefði bæst við lista þeirra flugfélaga sem hægt er að bóka tengiflug með í gegnum Dohop. Þar með bætast 350 borgartengingar við það úrval sem farþegum PLAY stendur til boða.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Við erum þegar farin að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar okkar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. Annan mánuðinn í röð eru einingatekjur hærri samanborið við sama mánuð 2023 og þrátt fyrir að framboðið hafi verið aukið þá hefur það ekki komið niður á frammistöðu þeirra áfangastaða. Við settum met í sætanýtingu í októbermánuði og horfurnar út árið og inn í næsta ár eru jákvæðar.

Stundvísi okkar í októbermánuði var framúrskarandi sem gerir PLAY enn eina ferðina að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er afrakstur þeirrar gríðarlegu vinnu sem samstarfsfólk mitt hjá PLAY skilar á hverjum degi til að tryggja farþegum okkar öruggt og áreiðanlegt ferðalag.”



Viðhengi



EN
07/11/2024

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Manager’s transactions

Fly Play hf.: Manager’s transactions Please find attached announcements Attachments

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting The Shareholder Meeting of Fly Play hf. (the “Company”) was held on Friday 15 August 2025 at 16:00 (GMT) at the Company’s offices at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Attached are the proposals of the Board of Directors that were approved at the shareholders meeting. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar Hluthafafundur Fly Play hf. („Félagið“) var haldinn föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 16:00 (GMT) á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Meðfylgjandi eru tillögur stjórnar sem voru samþykktar á hluthafafundinum. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch