FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Niðurstöður úr fjármögnunarlotu

Fly Play hf.: Niðurstöður úr fjármögnunarlotu

Þann 21. mars tilkynnti Fly Play hf. („PLAY“ eða „félagið“) um að félaginu hefðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum fyrir 1.000.000.000 hluta á áskriftargenginu 4,5 kr. á hvern hlut – samanlagt 4.500 milljón krónur.

Til að tryggja jafnræði hluthafa var ákveðið að efna til almenns hlutafjárútboðs á allt að 111.111.112 hlutum á áskriftargenginu 4,5 kr. á hvern hlut – samanlagt 500 m.kr.  Almenna hlutafjárútboðið hófst þriðjudaginn 9. apríl og lauk 11. apríl klukkan 16:00 (GMT). Alls bárust áskriftir að fjárhæð um 105 milljónum króna og því hefur PLAY safnað um 4,6 milljörðum króna frá því að tilkynnt var um fyrirhugaða fjármögnunarlotu í kjölfar ársuppgjörs þann 8. febrúar síðastliðinn.

Fjárfestum verður tilkynnt um endanlega úthlutun mánudaginn 15. apríl og er fyrirhugaður greiðsludagur 23. apríl.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

Við erum ánægð með niðurstöðu þessarar fjármögnunarlotu enda niðurstaðan talsvert yfir þeirri fjárhæð sem við ráðgerðum í upphafi að safna. Niðurstaðan er góð samblanda af þátttöku núverandi hluthafa og nýrra hluthafa sem m.a. samanstanda af stofnanafjárfestum og öflugum fjárfestingafélögum. Ég er þakklátur því trausti sem þessir fjárfestar sýna okkur. Stjórnendur félagsins eru nú einbeittir í að efla rekstur PLAY enn frekar og ná settum markmiðum.

Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu, útgáfu og töku hinna nýju hlutabréfa til viðskipta ásamt því að annast innheimtu og uppgjör viðskiptanna í tengslum við útboðið. Arctica Finance hf. og Fossar fjárfestingarbanki hf. eru sameiginlegir söluaðilar í útboðinu.

Arctica Finance hf. hefur umsjón með töku hlutabréfa PLAY til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.





EN
11/04/2024

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations The Board of Fly Play hf. has decided to cease operations. All of the company’s flights have been canceled. The company will work closely with authorities and employees to implement necessary measures to wind down operations. There are several reasons for this decision, including: the company’s performance has long been weaker than expected, ticket sales have been poor in recent weeks and months following negative media coverage of its operations, and there has been discontent among some employees due to changes in the company’s strategy. Great...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins.Ástæður þessarar ákvörðunar eru margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga ...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August PLAY carried 124,286 passengers in August 2025, compared to 187,960 passengers in August 2024. The difference year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor was 89.6%, compared to 91.6% in August 2024. This slight decrease is a natural reflection of PLAY’s transition from a VIA-focused network, which typically achieves higher load fa...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði PLAY flutti 124.286 farþega í ágúst 2025, samanborið við 187.960 farþega í ágúst 2024. Munurinn á milli ára skýrist fyrst og fremst af i breytingu í nýtingu flugflotans, þar sem færri vélum er flogið í leiðakerfi Play miðað við sama tímabil í fyrra vegna ACMI-leigusamninga við aðra rekstraraðila. Þrátt fyrir minna framboð var sætanýting 89,6%, samanborið við 91,6% í ágúst 2024. Þessi lækkun endurspeglar þær breytingar sem verið er að leiða í gegn hjá Play. Minni áhersla er lögð á tengiflug (VIA) milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem y...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch