FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Play Europe fær flugrekstrarleyfi á Möltu

Fly Play hf.: Play Europe fær flugrekstrarleyfi á Möltu



Play Europe, dótturfélag Fly Play hf.,  hefur fengið afhent flugrekstrarleyfi (AOC) frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Flugrekstrarleyfið var afhent við hátíðlega athöfn á Möltu í morgun. 

Play Europe var stofnað sem liður í endurskipulagningu Fly Play hf. sem kynnt var í október síðastliðnum. Þá tilkynnti félagið að það myndi sinna verkefnum í Evrópu fyrir aðra flugrekendur í gegnum dótturfélag sitt Play Europe á Möltu og á sama tíma myndi Fly Play hf. (íslenska félagið) leggja ríkari áherslu á bein flug (e. point-to-point) til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi sem hingað til hafa skilað félaginu góðri arðsemi. 

Fly Play hf. er með tíu þotur í flota sínum. Play hefur þegar náð samkomulagi við flugrekanda í Austur-Evrópu og liður í því samkomulagi er leiga þriggja véla á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu einungis sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík. 

Fyrsta flugvélin sem skráð er á maltneska flugrekstrarleyfið er Airbus A321-NEO, framleidd árið 2018, með skráningarnúmerið 9H-PEA.

„Þetta er mikilvægt skref fyrir okkur. Þessi leiguverkefni munu skila Play arðsemi í samræmi við það sem félagið hefur áður gefið til kynna og gerir rekstur félagsins mun fyrirsjáanlegri og stöðugri og afkomu félagsins jákvæða. Viðtaka maltneska flugrekstrarleyfisins í dag, töluvert á undan áætlun, er afrakstur þrotlausrar vinnu sem samstarfsfólk mitt hefur unnið af hendi af einstakri fagmennsku undanfarna mánuði og við erum því afar stolt á þessum tímamótum,” segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. 

Charles Pace, framkvæmdastjóri flugmálasviðs Möltu (Transport Malta – Civil Aviation Directorate), kvaðst við athöfnina í morgun ánægður með að Play Europe sé orðið hluti af maltneskri flugmálasögu. Á athöfninni þakkaði hann öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til verkefnisins og fyrir þessa miklu fjárfestingu á Möltu. Hann tók fram að ferlið hafi gengið snurðulaust fyrir sig og þakkaði eftirlitsmönnum frá flugmálasviði Möltu og starfsmönnum Play sem hann sagði hafa unnið af mikilli samviskusemi að því að ná þessum áfanga. Hann hlakki til að sjá flugfélagið vaxa og dafna á komandi mánuðum og misserum.



EN
28/03/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Notice of Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Notice of Shareholders’ Meeting Shareholders’ Meeting of Fly Play hf. The Board of Directors of Fly Play hf. hereby convenes a shareholders’ meeting on August 15, 2025, at 16:00, at the company’s headquarters at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Agenda of the meeting: Proposal to authorize the Board of Directors to issue convertible bonds with an initial principal amount of up to ISK 2,425,000,000 and to authorize the Board to issue new share capital with a nominal value of up to ISK 3,500,000,000 to fulfill conversion rights of bondholders. Proposal to amend the Arti...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fundarboð

Fly Play hf.: Fundarboð Hluthafafundur Fly Play hf. Stjórn Fly Play hf. boðar til hluthafafundar félagsins 15. ágúst 2025 kl. 16:00, á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Dagskrá fundarins: Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út skuldabréf með breytirétti að upphaflegri höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 2.425.000.000 og heimild stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði allt kr. 3.500.000.000 til að mæta breytirétti skuldabréfaeigenda.Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins í samræmi við framangreinda heimild.Önnur mál löglega fram bo...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Profit Warning

Fly Play hf.: Profit Warning Preparation of the Q2 2025 interim financial report indicates that results will be below prior-year performance and expectations. The company expects a net loss of approximately USD 16 million for Q2 2025, compared to a net loss of USD 10 million in the same period last year. The deviation in results is primarily driven by following factors outside of the company´s control: Foreign exchange impact (FX): A negative FX effect of approximately USD 2.5 million due to strengthening of the Icelandic krona, which impacted mainly salaries, handling and airport charg...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Afkomuviðvörun

Fly Play hf.: Afkomuviðvörun Undirbúningur árshlutauppgjörs fyrir 2. ársfjórðung 2025 bendir til þess að afkoma verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir tapi upp á um það bil 16 milljónir Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi 2025, samanborið við tap upp á 10 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Frávik frá væntingum má að mestu leiti rekja til eftirfarandi þátta sem félagið hefur ekki áhrif á: • Neikvæð gengisáhrif upp á um það bil 2,5 milljónir dala vegna styrkingar íslensku krónunnar, sem hafði aðallega áhrif á laun, afgreiðslu- og flugval...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: PLAY issues a convertible bond amounting to ISK 2.4 bill...

Fly Play hf.: PLAY issues a convertible bond amounting to ISK 2.4 billion Fly Play hf. has secured binding, conditional subscription commitments from investors for the purchase of a convertible bond totaling ISK 2.4 billion, or approximately USD 20 million. Among the participants in this financing round are the company’s largest shareholders as well as new Icelandic investors. Attached is a company announcement providing further details on these plans.Also attached is a press release sent to the media on the same topic. Attachments ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch