FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Samkomulag um sátt við fjármálaeftirlitið

Fly Play hf.: Samkomulag um sátt við fjármálaeftirlitið





 

Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á fylgni félagsins við 1. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 (MAR), í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins og að félagið yrði ekki rekið með jákvæðri rekstrarafkomu (EBIT) á seinni hluta árs 2022.   

Eins og fram hefur komið í ársreikningum félagsins undanfarin tvö fjárhagsár og í fjölmiðlaumfjöllun um málið, hefur félagið átt í viðræðum við fjármálaeftirlitið sem m.a. hafa snúið að því hvort drög að árshlutareikningi þriðja ársfjórðungs 2022, sem kynnt voru á stjórnarfundi félagsins 27. október 2022, hafi geymt innherjaupplýsingar og hvort birting þeirra 3. nóvember 2022 hafi því farið fram of seint. 

Play hélt því fram að félagið teldi upplýsingarnar ekki innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu. Play hefur frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum þeim gögnum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. 

Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu. 

Frekari upplýsingar veitir:  

Birgir Olgeirsson, samskiptastjóri hjá Play 

 

8677802 





 



EN
04/04/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting The Shareholder Meeting of Fly Play hf. (the “Company”) was held on Friday 15 August 2025 at 16:00 (GMT) at the Company’s offices at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Attached are the proposals of the Board of Directors that were approved at the shareholders meeting. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar Hluthafafundur Fly Play hf. („Félagið“) var haldinn föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 16:00 (GMT) á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Meðfylgjandi eru tillögur stjórnar sem voru samþykktar á hluthafafundinum. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch