FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Stærsti mánuður PLAY frá upphafi. Sætanýting 91% og yfir 191 þúsund farþegar.

Fly Play hf.: Stærsti mánuður PLAY frá upphafi. Sætanýting 91% og yfir 191 þúsund farþegar.

Stærsti mánuður PLAY frá upphafi. Sætanýting 91% og yfir 191 þúsund farþegar.

Flugfélagið PLAY flutti 191.577 farþega í júlí sem er nýtt met í sögu flugfélagsins. Farþegafjöldinn er 19% meiri samanborið við júní þegar PLAY flutti 160.979 farþega, sem var einnig metmánuður. 

PLAY bætti ekki aðeins eigið met í fjölda farþega í júlí, heldur líka eigið met í sætanýtingu í júlí en hún var 91,1%, sem gerir júlí 2023 að stærsta mánuði PLAY frá upphafi. Þrátt fyrir met mánuð í farþegafjölda og miklar annir á flugvöllum víðsvegar þá gekk flugrekstur vel þar sem stundvísi var 80,2% í júlí. 

Af þeim farþegum sem PLAY flutti í júlí 2023 voru 26,8% sem ferðuðust frá Íslandi, 32,1% voru á leið til Íslands og 41,1% voru tengifarþegar (VIA farþegar). 

Í þessum metmánuði mátti greina mikla eftirspurn eftir flugferðum í Norður-Ameríku þar sem tekjur á farþega eru mun hærri en í fyrra. Áfangastaðir PLAY í Norður-Ameríku voru með yfir 90% sætanýtingu í júlímánuði og er bókunarstaðan góð á þeim mörkuðum á komandi mánuðum. Einnig má sjá mikla eftirspurn frá áfangastöðum okkar í Evrópu á borð við Kaupmannahöfn, London, París og sólarlandaáfangastöðum sem voru með sætanýtingu vel yfir 90% í júlí.

Í júlí árið 2022 flutti PLAY 109,937 farþega, sem þýðir að aukningin á milli ára er 74% þegar kemur að farþegafjölda. Sætanýtingin jókst einnig á milli ára, úr 87,9% í júlí árið 2022 í 91,1% í júlí 2023. 

PLAY hefur aukið markaðshlutdeild sína á Íslandi samhliða aukinni vitund um félagið og auknu trausti á markaði. Í júní 2023 völdu 54% allra Íslendinga sem ferðuðust frá Íslandi PLAY. Þetta er skýrt merki um að PLAY er á góðri leið með að verða fyrsta val Íslendinga.

Frá liðnu vori hefur PLAY bætt við sig 20 áfangastöðum, ýmist nýjum eða enduropnað þá sem voru einnig í leiðakerfi félagsins í fyrra. 

Nýr áfangastaður og PLAY tilnefnt til bresku ferðaverðlaunanna 

PLAY hóf miðasölu á áætlunarferðum til þýsku borgarinnar Frankfurt í júlí. Fyrsta flug PLAY til Frankfurt verður 14. desember næstkomandi en flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku yfir veturinn. Frankfurt mun tengjast við tengiflug PLAY til Norður-Ameríku en borgin er fjórði áfangastaður félagsins í Þýskalandi ásamt Berlín, Düsseldorf og Hamborg. 

PLAY hefur verið tilnefnt sem besta lággjaldaflugfélagið á bresku ferðaverðlaununum British Travel Awards. Það eru farþegar sem greiða atkvæði um hvaða lággjaldafélag er það besta. Það er mikil og góð viðurkenning fyrir PLAY að vera tilnefnt ásamt þekktum flugfélögum sem eiga sér á langa sögu, en PLAY hóf flugrekstur fyrir einungis tveimur árum.. 

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY:



„Í kjölfar góðrar niðurstöðu á öðrum ársfjórðungi þar sem við sáum 15 milljóna bandaríkjadala viðsnúning á rekstri PLAY úr rekstrartapi í rekstrarhagnað frá sama fjórðungi í fyrra, erum við ánægð að geta tilkynnt að liðinn júlímánuður voru enn ein tímamót í sögu flugfélagsins. Í fyrsta sinn fór sætanýting í 91.1% á einum mánuði og fjöldi farþega yfir 191 þúsund, sem er 74% aukning frá sama mánuði í fyrra. Sumarvertíðin, sem öllu máli skiptir á þriðja ársfjórðungi, lítur vel út með hækkandi tekjum og mikilli eftirspurn. Sem fyrr erum við afar stolt af markaðshlutdeildinni sem við höfum náð á Íslandi en 54% Íslendinga sem ferðuðust af landi brott í júní völdu PLAY. Það er mikið traust sem okkur er sýnt á okkar þriðja sumri í flugrekstri og skýrt merki um að við höfum áunnið okkur sess á þeim mikilvæga markaði sem Ísland er okkur. Það er frábær tilfinning að sjá rekstur PLAY vera kominn á beinu brautina og fylgjast með mínu frábæra samstarfsfólki sem á degi hverjum leggur sig allt fram við að þjónusta farþegana okkar sem best og sjá til þess að þeir komist öruggir á áfangstað á réttum tíma og á sem besta verði.”

Viðhengi



EN
08/08/2023

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings Following PLAY’s announcement earlier today that the company had ceased operations, the company’s Board of Directors submitted a petition to the Reykjavik District Court earlier today for the company to be placed into bankruptcy proceedings. A ruling is expected to be issued tomorrow.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum Í framhaldi á tilkynningu PLAY frá því fyrr í dag um að félagið hefði hætt starfsemi þá lagði stjórn félagsins fram beiðni fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þess er vænst að úrskurður verði kveðinn upp á morgun.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations The Board of Fly Play hf. has decided to cease operations. All of the company’s flights have been canceled. The company will work closely with authorities and employees to implement necessary measures to wind down operations. There are several reasons for this decision, including: the company’s performance has long been weaker than expected, ticket sales have been poor in recent weeks and months following negative media coverage of its operations, and there has been discontent among some employees due to changes in the company’s strategy. Great...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins.Ástæður þessarar ákvörðunar eru margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga ...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August PLAY carried 124,286 passengers in August 2025, compared to 187,960 passengers in August 2024. The difference year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor was 89.6%, compared to 91.6% in August 2024. This slight decrease is a natural reflection of PLAY’s transition from a VIA-focused network, which typically achieves higher load fa...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch