FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Um 109 þúsund farþegar og 86,9% sætanýting

Fly Play hf.: Um 109 þúsund farþegar og 86,9% sætanýting

Um 109 þúsund farþegar og 86,9% sætanýting

PLAY flutti 108.622 farþega í ágúst. Það er sambærilegur fjöldi farþega og í júlí þegar 109.937 farþegar flugu með PLAY.

Sætanýting í ágúst nam 86,9 prósentum samanborið við 87,9 prósent í júlí og 79,2 prósent í júní. Þróunin er áfram sérstaklega jákvæð, sem helgast einkum af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum.  

Í sumar ruddi PLAY sér til rúms á fjölda nýrra markaða með afgerandi hætti. Félagið styrkti einnig stöðu sína enn frekar á áfangastöðum þar sem starfsemi var hafin. Tengiflugsleiðakerfi PLAY er nú komið á fullan skrið sem hefur haft afar jákvæð áhrif á reksturinn, meðal annars með bættri sætanýtingu og lækkandi einingakostnaði.

Óhætt er að segja að bókunarstaðan fyrir haustið og veturinn sé góð. Hún er talsvert betri en á sama tíma á síðasta ári.





PLAY var með 89 prósenta stundvísi í ágúst. Það er frábær árangur sem má þakka fagmennsku og yfirgripsmikilli reynslu flugrekstrarteymisins.







Hátt í þúsund umsóknir á einni viku og nýr áfangastaður í Bandaríkjunum







PLAY hóf miðasölu á flugi til flugvallarins Dulles Washington (Dulles International Airport) í Bandaríkjunum í ágústmánuði. Fyrsta flug PLAY til Dulles Washington verður 26. apríl 2023. Þetta er fjórði áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum en PLAY verður eina lággjaldaflugfélagið sem tengir flugvöllinn við Evrópu.







Í upphafi mánaðar auglýsti PLAY eftir um 150 flugliðum og 55 flugmönnum fyrir næsta vor. Þetta verður stærsta ráðning félagsins í einu vetfangi en hún er í takt við stóraukin umsvif PLAY sem mun taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Á fyrstu vikunni höfðu hátt í þúsund manns sótt um.







„Eftir hraða en örugga uppbyggingu með fjölda nýrra áfangastaða, innleiðingu tengiflugsleiðakerfis og móttöku flugvéla er rekstur PLAY loks kominn í fastar skorður. Viðskiptamódelið er orðið að veruleika. Enn og aftur er ég er sannarlega stoltur af starfsfólki PLAY sem hefur gert þetta mögulegt. Það eru bjartir tímar framundan og bókunarstaðan er sterk. Fyrir tveimur vikum hófum við miðasölu til Dulles Washington flugvallar sem er lykiláfangastaður í Bandaríkjunum. Þegar í stað var eftirspurnin mikil og bókanir fyrir næsta sumar eru strax umfram væntingar. Stóru verkefnin í vetur er að taka á móti nýjum flugvélum sem bætast við flotann og ráðningar á nýjum áhöfnum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. 

Viðhengi



EN
07/09/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success PLAY carried 128,119 passengers in April 2025, compared to 122,217 passengers in April 2024. This represents a 5% increase in passenger numbers year-over-year. This growth reflects continued demand in PLAY’s core markets and a well-aligned route network for the early summer season. The load factor in April 2025 was 82.6%, compared to 85.1% in April 2024. This change is largely due to shift toward more leisure-oriented destinations, which historically see lower load factors due to reduced VIA feed but typically deliver higher yields. The net...

 PRESS RELEASE

Farþegum fjölgar milli ára

Farþegum fjölgar milli ára PLAY flutti 128.119 farþega í apríl 2025, samanborið við 122.217 farþega í apríl 2024, sem jafngildir 5% aukningu milli ára. Þessi vöxtur endurspeglar áframhaldandi eftirspurn á kjarnamörkuðum PLAY og að breytingar á leiðakerfinu, þar sem aukin áhersla er á sólarlandaflug, er að skila árangri.  Sætanýting í apríl 2025 var 82,6%, samanborið við 85,1% í apríl 2024. Þessi breyting skýrist að mestu ákvörðun PLAY að leggja aukna áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi til Suður-Evrópu. Slíkar leiðir eru jafnan með lægri sætanýtingu þar sem ekki er sama tengifarþegaflæði ...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations. Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million. Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024. PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024. Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024. These fi...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 • Nýtt viðskiptalíkan PLAY heldur áfram að þróast á jákvæðan hátt með skýra    áherslu á arðbærustu þætti félagsins: sólarlandaflug og leiguverkefni. • Handbært fé jókst á milli ára, úr 17,2 milljónum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2024 í 21,1 milljón bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. • Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 58 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 66 milljónir dala á sama tímabili 2024. • PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðung...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations.Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million.Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024.PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024These figures reflect PLAY’s strategic focus ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch