FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Um 92 þúsund farþegar og 81,9 % sætanýting í október

Fly Play hf.: Um 92 þúsund farþegar og 81,9 % sætanýting í október

Um 92 þúsund farþegar og 81,9 % sætanýting í október



PLAY flutti 91.940 farþegar í október og sætanýting var 81,9% samborið við 81,5% í september. Um 35 % voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5% voru farþegar á leið til Ísland og 36,3% voru tengifarþegar (VIA).



Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hefur verið minni en búast mátti við á síðustu mánuðum þar sem mörg hótel voru uppbókuð og sömuleiðis bílaleigubílar. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum enda hefur íslensk ferðaþjónusta talsvert meira svigrúm til að taka við farþegum. Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í

miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.



Stundvísi PLAY í október var 95,4%.



„Í síðustu viku kynntum við ársfjórðungsuppgjör PLAY fyrir þriðja ársfjórðung 2022 og lít ég á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem við höfum stafað við. Meirihluti áfangastaða okkar var glærnýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85% sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært  lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Viðhengi



EN
07/11/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Manager’s transactions

Fly Play hf.: Manager’s transactions Please find attached announcements Attachments

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting The Shareholder Meeting of Fly Play hf. (the “Company”) was held on Friday 15 August 2025 at 16:00 (GMT) at the Company’s offices at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Attached are the proposals of the Board of Directors that were approved at the shareholders meeting. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Fly Play hf.: Niðurstöður hluthafafundar Hluthafafundur Fly Play hf. („Félagið“) var haldinn föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 16:00 (GMT) á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Meðfylgjandi eru tillögur stjórnar sem voru samþykktar á hluthafafundinum. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch