FLY PLAY HF

Áframhald í vexti á einingatekjum

Áframhald í vexti á einingatekjum



Flugfélagið PLAY flutti 86.893 farþega í febrúar 2025, samanborið við 106.042 farþega í febrúar í fyrra sem endurspeglar 13,8% mun á framboði á milli ára sem er bein afleiðing af ákvörðun PLAY að leigja eina af farþegaþotum sínum til GlobalX í Miami og aðlaga framboðið eftir árstíðarbundnum sveiflum.

Sætanýting PLAY í liðnum febrúar var 75,8%, samanborið við 81,0% í febrúar í fyrra. PLAY hefur lagt aukna áherslu á aukið framboð til sólarlandaáfangastaða í Suður-Evrópu, sem endurspeglast í sætanýtingu febrúar. Sólarlandaáfangastaðir gefa af sér betri afkomu en þar sem um er að ræða beint flug frá Íslandi þar sem tengifarþegar eru ekki fyrir hendi, kemur það jafnan niður á sætanýtingu.

Sólarlandaáherslan hefur jákvæð áhrif á einingatekjur félagsins sem hafa aukist á milli ára, Febrúar var sjötti mánuðurinn í röð þar sem vöxtur hefur orðið á einingatekjum á milli ára og líkt og áður hefur verið greint frá eru horfur á að sú þróun haldi áfram árið 2025.

Stundvísi PLAY í febrúar var 81,0%, samanborið við 90,1% í febrúar í fyrra.

Sólríkt sumar framundan

Með aukinni áherslu á sólarlönd stendur Íslendingum nú til boða mikið úrval af áfangastöðum fyrir sumarfríið. 15 sólarlandaáfangastaðir eru í leiðakerfi PLAY, þar á meðal vinsælir staðir á borð við Alicante og Tenerife en líka nýliðar á borð við Antalya í Tyrklandi, Pula í Króatíu og Valencia á Spáni.

PLAY hefur greint frá því að samkomulag sé í höfn um leigu þriggja véla frá og með næstkomandi vori til ársloka 2027. Samkomulagið mun skila PLAY bættri arðsemi í samræmi við áður útgefið efni og umfram fyrri ár. Þessir leigusamningar mun tryggja mikinn fyrirsjáanleika í rekstri PLAY.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Einingatekjur okkar halda áfram að þróast í jákvæða átt og hafa nú aukist á milli ára sex mánuði í röð, sem er bein afleiðing af ákvörðun okkar að leggja aukna áherslu á sólarlandaáfangastaði. Þetta er staðfesting á því að ákvörðun okkar um að breyta viðskiptalíkani félagsins hefur gefið góða raun og við erum viss um að þessi jákvæði viðsnúningur sem fylgir breytingunum haldi áfram.

Við mun halda ótrauð áfram á þessari braut þar sem áherslan er á vinsæla áfangastaði sem gefa vel af sér og um leið eru sótt ný verkefni fyrir flotann. Samkomulag er í höfn um leigu þriggja véla frá og með næstkomandi vori til ársloka 2027. Verkefnið mun skila PLAY arðsemi í samræmi við það sem félagið hefur áður gefið til kynna og færir félaginu afar stöðugan og jákvæðan rekstur af þessum hluta starfseminnar.“



Viðhengi



EN
07/03/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch