HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Breyting á framkvæmdastjórn

Hagar hf.: Breyting á framkvæmdastjórn

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, hefur óskað eftir því að láta af störfum frá og með næstu áramótum. Frosti kemur til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma.

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur við hlutverkinu um næstu áramót. Ingunn Svala hefur fjölþætta stjórnunarreynslu úr íslensku viðskiptalífi, en hún starfaði m.a. síðast sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan var hún framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga:

Frosti hefur á síðustu árum leitt Olís í gegnum umfangsmikið ferli breytinga og hagræðingar með það að leiðarljósi að efla þjónustu við viðskiptavini og búa félagið um leið undir möguleg áhrif orkuskipta á starfsemina. Áhrif þessarar vinnu eru nú að stórum hluta komin fram í rekstri Olís, sem hefur gengið vel á síðustu misserum og styrkt stöðu sína á eldsneytis- og þægindavörumarkaði.  Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Frosta að umbreytingu Olís sem hefur sjaldan staðið betur. Fyrir hönd Olís og Haga þakka ég Frosta frábært starf í þágu félaganna síðustu ár og óska honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum.

Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ingunnar Svölu Leifsdóttur í starf framkvæmdastjóra Olís frá næstu áramótum. Ingunn býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi sem ég er sannfærður um að muni nýtast vel til að fylgja eftir árangursríku umbótastarfi síðustu missera, í samstarfi við öflguna hóp starfsfólks Olís.  Það eru spennandi tímar framundan hjá Olís þar sem saman fer áframhaldandi aðlögun rekstrar að breyttum neysluvenjum á eldsneytismarkaði og uppbygging þjónustuframboðs á smásölu- og fyrirtækjamarkaði.  

Frosti Ólafsson:

Það hafa verið mikil forréttindi að starfa fyrir Olís undanfarin ár. Við höfum farið í gegnum verulegar skipulagsbreytingar og endurmörkun á félaginu. Vegferðin hefur gengið virkilega vel og þar ber fyrst og fremst að þakka því öfluga starfsfólki sem stendur að baki Olís. Mig langar til að þakka þessum frábæra hópi fyrir skemmtilegan tíma og hef um leið mikla trú á því að framhaldið sé í traustum höndum hjá Ingunni Svölu.                                                                             

Ingunn Svala Leifsdóttir:

Ég er mjög spennt fyrir þessu tækifæri, að taka við keflinu sem framkvæmdastjóri Olís. Ég veit að ég tek við góðu búi frá Frosta og frábæru teymi starfsfólks Olís, sem ég hlakka til að kynnast á næstunni. Það eru forréttindi að starfa hjá einni af sterkustu samstæðum landsins sem Hagar sannarlega eru og öllu því öfluga fólki sem þar starfar og ég fer með þakklæti og tilhlökkun inn í spennandi tíma sem framundan eru hjá félaginu.



EN
31/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 12. ágúst 2025. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsf...

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Hagar hf. ákváðu að taka tilboðum fyrir 1.000.000 hluti á genginu 103 í endurkaupum sem tilkynnt var um föstudaginn 27. júní 2025. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 2. júlí 2025. Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tækn...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyr...

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum, frá samþykkt, hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26 Bætt afkoma og sterk byrjun á rekstrarárinu Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2025/26 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 26. júní 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2025. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Helstu lykiltölur* Vö...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025/26

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025/26 Hagar hf. birta uppgjör 1. ársfjórðungs, þ.e. fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2025, eftir lokun markaða, fimmtudaginn 26. júní nk. Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn sama dag, þann 26. júní kl. 16:00 þar sem Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna rekstur og afkomu félagsins, ásamt því að svara fyrirspurnum. Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan á útsendingu stendur á netfangið og verður þeim svarað ein...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch