HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Frosti Ólafsson ráðinn framkvæmdastjóri Olís

Hagar hf.: Frosti Ólafsson ráðinn framkvæmdastjóri Olís

Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. og mun hefja störf þann 3. september næstkomandi.

Frosti býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi, hérlendis og erlendis, og hefur á síðustu árum m.a starfað sem forstjóri ORF líftækni og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Áður starfaði Frosti sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem hann vann að stefnumótun, rekstrargreiningum og umbreytingarverkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þá hefur hann jafnframt setið í stjórnum ýmissa íslenskra fyrirtækja.  Frosti hefur lokið MBA námi frá London Business School og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf.:

„Frosti býr að víðtækri og farsælli reynslu af fyrirtækjarekstri, stefnumótun og umbreytingarverkefnum, bæði hér heima fyrir og erlendis.  Hann þekkir einnig vel til starfsemi Olís og Haga eftir þátttöku í stefnumótunarvinnu á vegum félaganna síðustu misserin.  Það er því sérlega ánægjulegt að fá Frosta til liðs við öflugt teymi hjá Olís, til að takast á við fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem bíða félagsins. Það eru spennandi tímar framundan á eldsneytis- og þægindamarkaði, m.a. vegna orkuskipta og breyttrar neysluhegðunar viðskiptavina.  Við bjóðum Frosta velkominn í hópinn og hlökkum til samstarfsins.“

Frosti Ólafsson, nýr framkvæmdastjóri Olís:

„Olís er öflugt og rótgróið félag sem hefur spilað mikilvægt hlutverk á íslenskum eldsneytismarkaði í tæpa öld. Það er spennandi tækifæri að fá að leiða þetta sögufræga félag í gegnum þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað á eldsneytis- og þægindamarkaði. Ég hef fengið að kynnast Olís og Haga samstæðunni í gegnum ráðgjafastörf mín á undanförnum misserum og það er ljóst að starfsemin byggir á sterkum grunni og tækifærin framundan eru fjölþætt. Ég hlakka mikið til að hefja störf og er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt.“



Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga ().



EN
31/08/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við...

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - vika 33 Í viku 33 keyptu Hagar hf. 916.000 eigin hluti að kaupverði kr. 97.656.000 eins og hér segir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti12/08/202510:34229.000107,50024.617.5009.304.86713/08/202511:27229.000106,00024.274.0009.533.86714/08/202511:2525.000106,0002.650.0009.558.86714/08/202513:37204.000106,50021.726.0009.762.86715/08/202511:51229.000106,50024.388.5009.991.867  916.000106,61197.656.0009.991.867 Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsin...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum fimmtudaginn 21. ágúst 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260226. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 12. ágúst 2025. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsf...

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Hagar hf. ákváðu að taka tilboðum fyrir 1.000.000 hluti á genginu 103 í endurkaupum sem tilkynnt var um föstudaginn 27. júní 2025. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 2. júlí 2025. Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tækn...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyr...

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum, frá samþykkt, hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupin munu að hám...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch