HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Hagar ganga frá kaupum á P/F SMS í Færeyjum

Hagar hf.: Hagar ganga frá kaupum á P/F SMS í Færeyjum

Í tilkynningu þann 22. október 2024 var greint frá því að Hagar hf. og eigendur P/F SMS í Færeyjum hefðu undirritað skilyrt samkomulag (e. Head of Terms) um kaup og sölu á öllu hlutafé í SMS. Í dag, þann 27. nóvember 2024, var endanlegur kaupsamningur vegna viðskiptanna undirritaður, en öll skilyrði vegna kaupanna hafa verið uppfyllt, þ.m.t. áreiðanleikakönnun og samþykki eftirlitsaðila í Færeyjum. Markmið kaupanna er að renna frekari stoðum undir og styrkja rekstur Haga á sviði dagvöruverslunar og auka skilvirkni rekstrar og vöruúrval SMS í Færeyjum.

Kaupverð (e. enterprise value) í viðskiptunum nam tæplega 467 mDKK og virði hlutafjár (e. equity value) tæplega 327 mDKK. Kaupverð byggir m.a. á rekstri og áætlunum SMS fyrir rekstrarárið 2024, en tekjur í ár eru áætlaðar um 730 mDKK og hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) um 63 mDKK. Kaupverð byggir einnig á mati á fasteignasafni SMS. Vert er að benda á að áhrifa leigustaðals IFRS 16 gætir ekki í uppgefnum afkomutölum SMS.

Hagar greiða kaupverð með reiðufé að upphæð um 267 mDKK og afhendingu 13.867.495 hluta í Högum að virði 60 mDKK. Meðalgengi á hlutum Haga í viðskiptunum var 85,23 kr., sem byggir að stærstu leyti á dagslokagengi Haga þann 18. október. Endanlegt uppgjör vegna kaupanna gæti breyst lítillega tengt rekstrarafkomu SMS á næstu 2-3 árum. Hagar fjármögnuðu hluta kaupverðs með nýju 200 mDKK láni en til viðbótar yfirtaka Hagar nettó skuldir SMS upp á u.þ.b. 140 mDKK. Skuldsetning Haga eykst sem því nemur.

Miðað er við að uppgjörsdagur vegna kaupanna sé mánudagurinn 2. desember 2024 og mun P/F SMS því verða hluti af samstæðuuppgjöri Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2024/2025. Nánar verður gert grein fyrir viðskiptunum og fjármögnun þeirra við birtingu uppgjörs fyrir rekstur Haga á 3. ársfjórðungi rekstrarársins 2024/2025 þann 16. janúar nk.

SMS er leiðandi verslunarfélag í Færeyjum og rekur m.a. átta Bónus lágvöruverðsverslanir víða í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. SMS er einnig umsvifamikið í annarri starfsemi, m.a. rekstri stærstu verslunarmiðstöðvar Færeyja, fjölda veitingastaða, smávöruverslana, brauð- og kökugerðar, kjötvinnslu og líkamsræktarstöðva. Að auki á félagið fjölbreytt fasteignasafn sem telur um 11.000 m2  sem er að mestu nýtt undir eigin starfsemi en að hluta leigt til þriðja aðila. Ríflega 700 manns starfa hjá SMS og dótturfélögum, en forstjóri félagsins er Niels Mortensen. Niels er jafnframt eigandi NM Holding sem átti 50% hlut í SMS fyrir kaup Haga, en 50% voru í eigu félagsins P/F Farcod. Heildartekjur SMS á rekstrarárinu 2023 námu tæplega 700 mDKK og hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam um 56 mDKK.

Kaup Haga á SMS eru í samræmi við markmið Haga og stefnu sem kynnt var fyrr á árinu um að horfa til nýrra tækifæra til að efla starfsemi félagsins enn frekar, bæði tengt kjarnastarfsemi og nýjum tekjustraumum eða stoðum í rekstri. Með kaupunum á SMS munu Hagar auka umsvif í dagvöruverslun en um leið myndast tækifæri til að efla þjónustu beggja félaga og ná fram auknu hagræði í rekstri. Þar er m.a. horft til tækifæra í vöruframboði dagvöruverslana, kostnaðarsamlegð, hagræðingu og fjármögnun.

Fyrrum hluthafar SMS, þ.e. Sp/f NM Holding og P/F Farcod, verða áfram eigendur í gegnum hlutafjáreign sína í Högum, og mun Niels Mortensen áfram leiða starfsemi SMS í Færeyjum. Takmarkanir eru á sölu hluta í eigu Niels til næstu ára.

Hagar og SMS þekkja vel til hvers annars og eiga félögin sameiginlegar rætur í rekstri Bónus verslana í báðum löndum, en fram til ársins 2010 áttu Hagar hlut í SMS. Stefnumótandi áherslur félaganna eru svipaðar þar sem sérstök áhersla er lögð á að bjóða viðskiptavinum ávallt upp á hagkvæma matvörukosti, en um leið að standa fyrir stöðugri framþróun í verslun til að tryggja góða upplifun viðskiptavina.

Afkomuspá Haga fyrir rekstrarárið 2024/25 hefur verið aðlöguð vegna viðskiptanna með SMS og áhrifa út yfirstandandi rekstrarár Haga. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) verði á bilinu 14.000-14.500 millj. kr.



Finnur Oddsson, forstjóri Haga:

„Það er mér mikil ánægja að bjóða SMS í Færeyjum velkomin í Haga fjölskylduna. Við höfum á síðustu mánuðum kynnst starfsemi SMS vel, en fyrirtækið er bæði vel rekið og þjónar mikilvægu hlutverki í færeysku samfélagi. Áherslur í starfsemi SMS, m.a. á hagkvæmustu matarkörfuna og góða upplifun í verslunum, ríma vel við leiðarljós okkar hjá Högum. Við erum stolt af því að vera treyst fyrir eignarhaldi á SMS til framtíðar og munum styðja við áframhaldandi þróun og vöxt félagsins, Færeyingum til hagsbóta. SMS mun áfram njóta forystu Niels Mortensen, forstjóra, sem hefur leitt kröftuga uppbyggingu félagsins undanfarna tvo áratugi. Við hlökkum til samstarfs við Niels og framúrskarandi hóp starfsfólks í Færeyjum um að efla góðan rekstur enn frekar, m.a. með því að nýta tækifæri til að auka hagkvæmni, efla vöruval og þjónustu við landsmenn.“

Niels Mortensen, forstjóri SMS:

„Með undirritun kaupsamnings við Haga er mikilvægur og ánægjulegur áfangi í höfn fyrir okkur hjá SMS og fyrir verslun í Færeyjum. Framúrskarandi starfsfólk SMS hefur á undanförnum áratugum byggt upp leiðandi verslunarfyrirtæki sem hefur ávallt haft það að forgrunni að stuðla að bættum lífskjörum Færeyinga með aðgengi að hagkvæmri matvörukörfu, áhugaverðum verslunum og í seinni tíð veitingastöðum. Með aðkomu Haga höfum við ekki aðeins fengið nýjan og traustan eiganda heldur einnig samstarfsaðila sem mun gera okkur kleift að gera jafnvel enn betur en áður. Það er okkur fyrrum eigendum hjartans mál að við tökum áfram þátt í rekstri og eignarhaldi SMS, nú í gegnum hlutafjáreign í Högum. Við hlökkum til að vinna með Högum að vexti og velgengni SMS og treysta um leið viðskipta- og vinasamband á milli Færeyja og Íslands.“



Ráðgjafar Haga í viðskiptunum voru Hamrar Capital Partners, BBA//Fjeldco og KPMG.



Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, í síma 530-5500 eða á tölvupósti 



EN
27/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við...

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - vika 34 Í viku 34 keyptu Hagar hf. 1.145.000 eigin hluti að kaupverði kr. 121.599.000 eins og hér segir:             DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti18/08/202514:56229.000107,50024.617.50010.220.86719/08/202510:10229.000107,00024.503.00010.449.86720/08/202514:27229.000106,00024.274.00010.678.86721/08/202510:00229.000105,00024.045.00010.907.86722/08/202510:29229.000105,50024.159.50011.136.867  1.145.000106,200121.599.00011.136.867 Er hér um að ræða ti...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. ágúst 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA260226. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.040 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,90% - 8,15%. Tilboðum að fjárhæð 760 m.kr. var tekið á 8,04% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 27. ágúst 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sí...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við...

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - vika 33 Í viku 33 keyptu Hagar hf. 916.000 eigin hluti að kaupverði kr. 97.656.000 eins og hér segir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti12/08/202510:34229.000107,50024.617.5009.304.86713/08/202511:27229.000106,00024.274.0009.533.86714/08/202511:2525.000106,0002.650.0009.558.86714/08/202513:37204.000106,50021.726.0009.762.86715/08/202511:51229.000106,50024.388.5009.991.867  916.000106,61197.656.0009.991.867 Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsin...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum fimmtudaginn 21. ágúst 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260226. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 12. ágúst 2025. Endurkaupin munu að hám...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch