HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Hagar undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags með Klasa ehf. og Reginn hf.

Hagar hf.: Hagar undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags með Klasa ehf. og Reginn hf.

Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. hafa í dag, 24. september 2021, undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags. Viljayfirlýsingin er gerð í tengslum við fyrirhuguð kaup Haga og Regins á nýju hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er áætlað að eignarhlutur hvers eiganda um sig, þ.e. Haga, Regins og KLS eignarhaldsfélags, núverandi eiganda Klasa, verði um 1/3 af útgefnu hlutafé.

Í eignasafni Haga liggja þróunareignir sem bjóða upp á margvísleg tækifæri til frekari verðmætasköpunar, en það er mat Haga að slíkt verði best gert með aðila sem býr að sérhæfðri reynslu og þekkingu á sviði fasteignaþróunar og uppbyggingar. Hagar hafa því, ásamt Reginn, ákveðið að ganga til samninga við núverandi eigendur Klasa um að ganga í eigendahóp félagsins og byggja upp öflugt fasteignaþróunarfélag sem býr að mikilli fagþekkingu.

Hagar og Reginn munu greiða fyrir eignarhlut sinn með þróunareignum. Á meðal eigna Haga sem um ræðir má nefna þróunarreit í Mjódd, þ.e. Álfabakka 7 og Stekkjarbakka 4-6, og á atvinnusvæði Sundahafnar, þ.e. Klettagarða 27. Samhliða fyrirhugaðri fjárfestingu Haga og Regins í fasteignaþróunarfélaginu Klasa mun Klasa verða skipt upp þannig að eldri verkefni Klasa, sem ekki teljast til þróunarverkefna, færast í annað félag sem stendur utan fyrirhugaðra viðskipta. Áætluð verðmæti undirliggjandi fjárfestingareigna Klasa eftir fyrirhuguð viðskipti verða um 15 ma.kr. Gert er ráð fyrir að eiginfjárhlutfall félagsins í upphafi verði um 70%.

Hagar hf. er samstæða fyrirtækja sem starfar á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði. Á meðal fyrirtækja Haga eru Bónus, Hagkaup og Olís. Hagar hafa lagt áherslu á að eignast fasteignir sem tengjast kjarnastarfsemi en auk þess hefur félagið eignast lóðir og fasteignir sem hentugar eru til frekari þróunar. Undanfarið ár hafa verið mótaðar áherslur í rekstri og stefnu félagsins til lengri tíma litið. Einblínt verður á kjarnastarfsemi og verður lögð áhersla á það sem félagið gerir best, annars vegar starfsemi á dagvörumarkaði og hins vegar á markaði með eldsneyti. Fasteignaþróun er hins vegar ekki hluti af kjarnastarfsemi Haga. Undirritun Haga á viljayfirlýsingu þessa er því í samræmi við nýmótaða stefnu félagsins og miðar að því að verðmætum eignum verði komið í farveg hjá aðilum sem hafa sérþekkingu og reynslu af uppbyggingu og þróun fasteigna. Þá er einnig gert ráð fyrir að þátttaka í uppbyggingu Klasa fasteignaþróunarfélags stuðli að því að markmið og skilyrði í samningum Haga og Olís við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva og fyrirhugaða uppbyggingu á þróunarreitum náist fyrr og á hagkvæmari hátt.

Fyrirhuguð viðskipti eru gerð m.a. með fyrirvörum um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Klasi ehf. er  þekkingarfyrirtæki í þróun fasteigna. Frá stofnun árið 2004 hefur félagið komið að fjölda viðamikilla fasteignaþróunar- og framkvæmdaverkefna með góðum árangri.

Reginn hf. er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði.

Ráðgjafi Haga hf. í viðskiptunum er Arctica Finance hf.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, .



EN
24/09/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við...

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - vika 34 Í viku 34 keyptu Hagar hf. 1.145.000 eigin hluti að kaupverði kr. 121.599.000 eins og hér segir:             DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti18/08/202514:56229.000107,50024.617.50010.220.86719/08/202510:10229.000107,00024.503.00010.449.86720/08/202514:27229.000106,00024.274.00010.678.86721/08/202510:00229.000105,00024.045.00010.907.86722/08/202510:29229.000105,50024.159.50011.136.867  1.145.000106,200121.599.00011.136.867 Er hér um að ræða ti...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. ágúst 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA260226. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.040 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,90% - 8,15%. Tilboðum að fjárhæð 760 m.kr. var tekið á 8,04% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 27. ágúst 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sí...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við...

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - vika 33 Í viku 33 keyptu Hagar hf. 916.000 eigin hluti að kaupverði kr. 97.656.000 eins og hér segir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti12/08/202510:34229.000107,50024.617.5009.304.86713/08/202511:27229.000106,00024.274.0009.533.86714/08/202511:2525.000106,0002.650.0009.558.86714/08/202513:37204.000106,50021.726.0009.762.86715/08/202511:51229.000106,50024.388.5009.991.867  916.000106,61197.656.0009.991.867 Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsin...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum fimmtudaginn 21. ágúst 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260226. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 12. ágúst 2025. Endurkaupin munu að hám...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch