HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar Haga 30. maí 2024

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar Haga 30. maí 2024

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica þann 30. maí 2024. Fundurinn hófst kl. 15:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

  1. Ársreikningur (dagskrárliður 2)

Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, var lagður fram og samþykktur samhljóða.

  1. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3)

Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 50,0% hagnaðar ársins, eða 2,33 krónur á hlut útistandandi hlutafjár, samtals 2.522 milljónir króna, var samþykkt samhljóða. Arðsréttindadagur verður 3. júní 2024, arðleysisdagur 31. maí 2024 og arðgreiðsludagur 7. júní 2024.

  1. Þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda (dagskrárliður 4)

Tillaga stjórnar Haga hf. um 3,25% hækkun stjórnarlauna var samþykkt, þ.e. stjórnarformaður fær greitt kr. 798.000,- á mánuði, varaformaður kr. 587.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 399.000,- á mánuði. Samþykkt var að laun í undirnefndum stjórnar verði óbreytt, eða kr. 90.000,- á mánuði og að laun formanns verði tvöföld upphæð. Þá var samþykkt að nefndarmönnum tilnefningarnefndar verði greitt skv. reikningi 25 þús. kr. pr./klst.

  1. Starfskjarastefna og kaupréttarkerfi (dagskrárliður 5)

Tillaga stjórnar um breytta starfskjarastefnu var samþykkt samhljóða. Samþykkt starfskjarastefna er hér meðfylgjandi. Afgreiðsla tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi var frestað til afgreiðslu síðar á hluthafafundi eða aðalfundi.

  1. Breyting á starfsreglum tilnefningarnefndar (dagskrárliður 6)

Tillaga stjórnar að breytingu á grein 4.5. og 6.1. í starfsreglum tilnefningarnefndar var samþykkt. Samþykktar starfsreglur eru hér meðfylgjandi. 

  1. Kosning fulltrúa í tilnefningarnefnd (dagskrárliður 7)

Samþykkt var samhljóða tillaga stjórnar Haga að þrír eftirtaldir fulltrúar verðir kjörnir í tilnefningarnefnd félagsins.

  • Björg Sigurðardóttir, endurskoðandi
  • Björn Ágúst Björnsson, verkfræðingur
  • Kristjana Milla Snorradóttir, mannauðsstjóri
  1. Kosning stjórnar og endurskoðanda (dagskrárliður 8)

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

  • Davíð Harðarson, f. 1976
  • Eiríkur S. Jóhannsson, f. 1968
  • Eva Bryndís Helgadóttir, f. 1972
  • Jensína Kristín Böðvarsdóttir, f. 1969
  • Sigríður Olgeirsdóttir, f. 1960

Fimm voru í framboði til stjórnar félagsins og var því sjálfkjörið. Allir frambjóðendur skipuðu áður stjórn félagsins.

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers ehf., kt. 690681-0139, verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

  1. Kosning um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd (dagskrárliður 9)

Fyrir aðalfundi lá tillaga frá stjórn Haga hf. um að Hannes Ágúst Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi, yrði kosinn sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd. Var tillaga stjórnar samþykkt samhljóða.

  1. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum (dagskrárliður 10)

Fyrir aðalfundi lá tillaga frá stjórn Haga hf. um að félaginu verði heimilt að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga eða vegna endurkaupaáætlana eða verðjöfnunar í skilningi reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014, um markaðssvik, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Viðhengi



EN
30/05/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsf...

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Hagar hf. ákváðu að taka tilboðum fyrir 1.000.000 hluti á genginu 103 í endurkaupum sem tilkynnt var um föstudaginn 27. júní 2025. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 2. júlí 2025. Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tækn...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyr...

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum, frá samþykkt, hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26 Bætt afkoma og sterk byrjun á rekstrarárinu Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2025/26 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 26. júní 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2025. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Helstu lykiltölur* Vö...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025/26

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025/26 Hagar hf. birta uppgjör 1. ársfjórðungs, þ.e. fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2025, eftir lokun markaða, fimmtudaginn 26. júní nk. Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn sama dag, þann 26. júní kl. 16:00 þar sem Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna rekstur og afkomu félagsins, ásamt því að svara fyrirspurnum. Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan á útsendingu stendur á netfangið og verður þeim svarað ein...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025 Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík þann 27. maí 2025. Fundurinn hófst kl. 15:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi: Ársreikningur (dagskrárliður 2) Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, var lagður fram og samþykktur samhljóða. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3) Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 50,0% hagnaðar ársins, án áhrifa matsbreytinga og afkomu hlutdeildarfélaga, eða 2,28 krónur á hlu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch