HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík þann 27. maí 2025. Fundurinn hófst kl. 15:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:



  1. Ársreikningur (dagskrárliður 2)

Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, var lagður fram og samþykktur samhljóða.



  1. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3)

Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 50,0% hagnaðar ársins, án áhrifa matsbreytinga og afkomu hlutdeildarfélaga, eða 2,28 krónur á hlut útistandandi hlutafjár, samtals 2.504 milljónir króna, var samþykkt samhljóða. Arðsréttindadagur verður 30. maí 2025, arðleysisdagur 28. maí 2025 og arðgreiðsludagur 5. júní 2025.



  1. Breyting á samþykktum félagsins (dagskrárliður 4)

Tillaga stjórnar um breytingu á grein 3.18 í samþykktum félagsins, um dagskrá aðalfundar, var samþykkt samhljóða. Breytingin var eftirfarandi, þar sem viðbætur eru feitletraðar:

  • Dagskrárliður 5) Ákvörðun skal tekin um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda
  • Dagskrárliður 6) Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu og skýrsla starfskjaranefndar
  • Dagskrárliður 9) Kosning um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd



  1. Þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda (dagskrárliður 5)

Tillaga stjórnar Haga hf. um 3,5% hækkun stjórnarlauna var samþykkt, þ.e. stjórnarformaður fær greitt kr. 826.000,- á mánuði, varaformaður kr. 608.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 413.000,- á mánuði. Samþykkt var að laun í endurskoðunarnefnd hækki og verði kr. 110.000,- á mánuði og að laun formanns verði tvöföld upphæð. Laun í starfskjaranefnd hækka og verða kr. 95.000,- á mánuði og laun formanns verða tvöföld upphæð. Þá var samþykkt að nefndarmönnum tilnefningarnefndar verði greitt skv. reikningi 27 þús. kr. pr./klst.



  1. Starfskjarastefna og kaupréttarkerfi (dagskrárliður 6)

Tillaga stjórnar um óbreytta starfskjarastefnu var samþykkt samhljóða.



  1. Kosning þriggja fulltrúa í tilnefningarnefnd (dagskrárliður 7)

Samþykkt var samhljóða tillaga stjórnar Haga að þrír eftirtaldir fulltrúar verðir kjörnir í tilnefningarnefnd félagsins.

  • Björn Ágúst Björnsson, verkfræðingur
  • Kristjana Milla Snorradóttir, mannauðsstjóri
  • Tryggvi Þór Haraldsson, fyrrv. forstjóri



  1. Kosning stjórnar og endurskoðanda (dagskrárliður 8)

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

  • Einar Örn Einarsson, f. 1977
  • Eiríkur S. Jóhannsson, f. 1968
  • Eva Bryndís Helgadóttir, f. 1972
  • Jensína Kristín Böðvarsdóttir, f. 1969
  • Sigríður Olgeirsdóttir, f. 1960

Fimm voru í framboði til stjórnar félagsins og var því sjálfkjörið. Fjórir af frambjóðendum skipuðu áður stjórn félagsins.

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers ehf., kt. 690681-0139, verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.



  1. Kosning um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd (dagskrárliður 9)

Fyrir aðalfundi lá tillaga frá stjórn Haga hf. um að Hannes Ágúst Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi, yrði kosinn sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd. Var tillaga stjórnar samþykkt samhljóða.



  1. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum (dagskrárliður 10)

Fyrir aðalfundi lá tillaga frá stjórn Haga hf. um að félaginu verði heimilt að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga eða vegna endurkaupaáætlana eða verðjöfnunar í skilningi reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014, um markaðssvik, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Viðhengi



EN
27/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025 Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík þann 27. maí 2025. Fundurinn hófst kl. 15:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi: Ársreikningur (dagskrárliður 2) Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, var lagður fram og samþykktur samhljóða. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3) Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 50,0% hagnaðar ársins, án áhrifa matsbreytinga og afkomu hlutdeildarfélaga, eða 2,28 krónur á hlu...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Hagar hf.: Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024/25 komin út

Leiðrétting: Hagar hf.: Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024/25 komin út Við birtingu upplýsinga um árs- og sjálfbærniskýrslu 2024/25 fyrr í dag reyndust undirliggjandi upplýsingar í link við skýrsluna ekki vera réttar og leiðréttist það því hér með. Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024/25 Árs- og sjálfbærniskýrsla Haga fyrir árið 2024/25 er komin út. Skýrslan er aðgengileg á stafrænu formi og má nálgast hana hér:  eða á heimasíðu félagsins . Aðalfundur Haga 27. maí 2025 Aðalfundur Haga hf. verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 og hefst hann kl. 15:00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík....

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024/25 komin út

Hagar hf.: Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024/25 komin út Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024/25 Árs- og sjálfbærniskýrsla Haga fyrir árið 2024/25 er komin út. Skýrslan er aðgengileg á stafrænu formi og má nálgast hana hér:  eða á heimasíðu félagsins . Aðalfundur Haga 27. maí 2025 Aðalfundur Haga hf. verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 og hefst hann kl. 15:00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Nánari upplýsingar um dagskrá og tillögur stjórnar má finna á heimasíðu Haga . Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga,

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Framboð til stjórnar á aðalfundi 27. maí 2025

Hagar hf.: Framboð til stjórnar á aðalfundi 27. maí 2025 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 og hefst hann kl. 15:00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út þann 22. maí sl. Alls bárust fimm framboð til stjórnar félagsins, þar af fjögur frá núverandi stjórnarmönnum. Eftirtaldir einstaklingar hafa því gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Einar Örn Einarsson (f. 1977), framkvæmdastjóri ZócaloEiríkur S. Jóhannsson (f. 1968), forstjóri Kaldbaks ehf.Eva Bryndís Helgadóttir (f. 1972), lögmaður h...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. maí 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. maí 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA251126. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 700 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,75% - 8,15%. Tilboðum að fjárhæð 620 m.kr. var tekið á 8,05% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 27. maí 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sími: 52...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch