HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup Haga hf. á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og lok endurkaupaáætlunar

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup Haga hf. á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og lok endurkaupaáætlunar

Í 35. viku 2022 keyptu Hagar hf. 786.397 eigin hluti fyrir kr. 54.224.996 eins og hér segir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti
29.8.202209:55         375.000                   69,00            25.875.000                                  6.550.000   
30.8.202214:57         375.000                   69,00            25.875.000                                  6.925.000   
31.8.202210:04           36.397                   68,00              2.474.996                                  6.961.397   
  786.397         54.224.996    6.961.397



Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd þann 5. júlí 2022, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 4. júlí 2022.

Endurkaupaáætluninni er nú lokið en Hagar hafa keypt samtals 6.961.397 hluti í félaginu sem samsvarar 6,15% af þeim eigin hlutum sem að hámarki var heimilt að kaupa samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 499.999.996 sem samsvarar 100,0% af þeirri fjárhæð sem að hámarki mátti kaupa fyrir. Hagar eiga nú samtals 0,61% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.132.676.082.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni mátti heildarkaupverð ekki nema hærri fjárhæð en 500 milljónum króna, með þeim fyrirvara að ekki yrðu keypti fleiri en 113.267.608 hlutir. Áætlunin var í gildi til 1. júní 2023, eða fram að aðalfundi félagsins 2023, nema ef skilyrði um hámarkskaup yrði uppfyllt fyrir þann tíma. Gildistími áætlunarinnar er því liðinn. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf voru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995,  5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB, sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir, og eftir atvikum II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005, um innherjaupplýsingar og markaðssvik.



EN
31/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaf...

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka Meðfylgjandi má finna staðfestingu KPMG ehf. á skýrslum Haga hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu HAGA 021029, HAGA 120926 1 og HAGA161127. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar hálfsárs- og ársreiknings félagsins. Ársuppgjör Haga var birt þann 30. apríl sl. Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Haga hf. og voru skýrslur félagsins um fjárhagslegar kvaðir því staðfestar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdó...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025

Leiðrétting: Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025 Rangur útboðsdagur var í texta upphaflegrar tilkynningar. Útboð víxlanna mun fara fram miðvikudaginn 21. maí 2025 í stað 20. maí líkt og fram kom í fyrri tilkynningu. Leiðrétta tilkynningu má finna hér að neðan. Hagar hf. efna til útboðs á víxlum miðvikudaginn 21. maí 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA251126. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vö...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum þriðjudaginn 20. maí 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA251126. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins ver...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Aðalfundur 27. maí 2025 – endanleg dagskrá og tillögur

Hagar hf.: Aðalfundur 27. maí 2025 – endanleg dagskrá og tillögur Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 og hefst hann kl. 15:00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Samkvæmt samþykktum Haga hf. skal tveimur vikum fyrir aðalfund birta dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikning, skýrslu stjórnar og skýrslu endurskoðenda, auk tillagna félagsstjórnar um starfskjarastefnu. Dagskrá og tillögur vegna aðalfundar 2025 eru óbreyttar frá fyrri tilkynningu félagsins þann 6. maí 2025. Nánari upplýsingar má einnig finna á vefsíðu félagsins Hluthöfum ...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Aðalfundur Haga hf. 27. maí 2025

Hagar hf.: Aðalfundur Haga hf. 27. maí 2025 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 og hefst hann kl. 15:00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsáriÁrsreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktarÁkvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2024/25Breyting á samþykktum félagsins Grein 3.18 um dagskrá aðalfundar Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefndaTillaga stjórnar um s...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch