Hagar hf.: Ársreikningur Haga 2024/25
Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2024/25 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 30. apríl 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og viðeigandi ákvæði laga um ársreikninga. Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.
Hagar birtu óendurskoðað stjórnendauppgjör samstæðunnar vegna rekstrarársins 2024/25 og 4. ársfjórðungs þann 15. apríl 2025. Engin frávik eru í endurskoðuðum ársreikningi frá þeim uppgjörsgögnum sem þegar hafa verið birt. Að öðru leyti en hér kemur fram vísast í félagsins frá 15. apríl sl.
Helstu lykiltölur
- Vörusala ársins nam 180.342 m.kr. sem er 4,1% vöxtur frá 2023/24 þegar vörusala nam 173.270 m.kr.
- Framlegð ársins nam 41.104 m.kr. og framlegðarhlutfall var 22,8%. Framlegð fyrra árs nam 35.989 m.kr. og framlegðarhlutfall var 20,8%.
- Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu nam 14.738 m.kr. eða 8,2% af veltu til samanburðar við 13.063 m.kr. á fyrra ári og 7,5% af veltu.
- Hagnaður ársins nam 7.030 m.kr. eða 3,9% af veltu. Hagnaður fyrra árs nam 5.044 m.kr. og 2,9% af veltu.
- Heildarafkoma ársins nam 10.699 m.kr., en endurmat vegna fasteigna, fært á eigið fé, nam 3.677 m.kr. og neikvæður þýðingarmunur var 8 m.kr. Heildarafkoma fyrra árs nam 5.044 m.kr.
- Grunnhagnaður á hlut á árinu var 6,47 kr. til samanburðar við 4,59 kr. á fyrra ári. Þynntur hagnaður á hlut var 6,30 kr. til samanburðar 4,51 kr. á fyrra ári.
- Eigið fé nam 38.489 m.kr. í lok árs og eiginfjárhlutfall var 36,6%. Í árslok 2023/24 var eigið fé 28.954 m.kr. og 37,0% eiginfjárhlutfall.
- Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2024/25 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 14.000-14.500 m.kr.
- Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2025/26 gerir ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 16.000-16.500 m.kr.
Aðalfundur 2025 og arðgreiðslutillaga
Aðalfundur Haga verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík og hefst hann kl. 15:00.
Stjórn Haga mun leggja til á aðalfundi félagsins að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2025 sem nemur 50,0% af hagnaði ársins eftir skatta, án áhrifa af matsbreytingum og afkomu hlutdeildarfélaga. Arðgreiðslutillagan nemur samtals 2.504 millj. kr. eða um 2,3 kr. arður á hlut útistandandi hlutafjár.
Um Haga
Hagar er leiðandi verslunarfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi á Íslandi, í Færeyjum og í Hollandi, einkum á dagvöru- og eldsneytismarkaði. Á Íslandi starfrækja Hagar 40 dagvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun og eina sérvöruverslun. Kjarnastarfsemi Haga á Íslandi er á sviði dagvöru og tengdra vöruhúsa, auk eldsneytissölu. Í Færeyjum starfrækja Hagar verslunarfélagið SMS sem er leiðandi á færeyska markaðinum en SMS rekur m.a. 13 dagvöruverslanir, sex veitingastaði og þrjár sérvöruverslanir. Í Hollandi starfrækja Hagar eina netverslun með áfengi.
Nánari upplýsingar veita Finnur Oddsson, forstjóri félagsins (), og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs (), í síma 530-5500 eða tölvupósti.
Viðhengi
