ICEAIR Icelandair Group Holding

Icelandair: Gunnar Már Sigurfinnsson segir af sér sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo

Icelandair: Gunnar Már Sigurfinnsson segir af sér sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Uppsögnin tekur gildi samstundis en Gunnar Már mun halda áfram að starfa með félaginu á næstu mánuðum og styðja eftirmann sinn eftir því sem þörf er á til að tryggja óslitna starfsemi á þessu mikilvæga sviði innan félagsins. Einar Már Guðmundsson, forstöðumaður hjá tæknisviði Icelandair, mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og mun sitja í framkvæmdastjórn Icelandair Group á meðan hann gegnir stöðunni. Formlegt ráðningarferli mun nú fara af stað í því skyni að ráða til starfa nýjan framkvæmdastjóra félagsins.  

Einar Már Guðmundsson hóf störf hjá Icelandair árið 2015 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. Einar starfaði áður sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group: 

“Gunnar Már hefur verið mikilvægur liðsmaður innan Icelandair síðustu áratugi þar sem hann hefur gegnt ýmsum mikilvægum stöðum innan félagsins. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá Icelandair síðan 2005, meðal annars sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í samtals yfir 5 ár. Hann hefur svo farsællega leitt starfsemi Icelandair Cargo síðastliðin 15 ár þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki þegar Covid-19 faraldurinn gekk yfir. Þegar Icelandair gekk í gegnum þetta krefjandi tímabil átti hann stóran þátt í að grípa þau tækifæri sem gáfust á fraktmarkaðnum til að tryggja  mikilvægar tekjur þegar Icelandair fór í gegnum fordæmalausa erfiðleika. Fyrir hönd Icelandair teymisins vil ég þakka Gunnari Má fyrir ómetanlegt starf hjá félaginu í gegnum árin og hlakka til að vinna áfram með honum í þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan hjá félaginu.” 

Gunnar Már Sigurfinnsson: 

“Ég er gríðarlega stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna fyrir Icelandair Group að fjölmörgum verkefnum alla mína starfsævi. Ferillinn sem hófst í Eyjum árið 1986 hefur spannað allt sviðið sem þetta frábæra félag býður upp á. Það hefur verið skemmtileg vegferð frá hlaðinu alla leið í framkvæmdastjórn. Ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki bæði hér á landi og á starfstöðvum félagsins erlendis þar sem við höfum ávallt unnið saman að einu markmiði í blíðu og stríðu. Icelandair hefur mikil tækifæri til frekari vaxtar og býr yfir frábærum mannauði sem mun tryggja góðan árangur til lengri tíma. Ég óska öllum í Icelandair fjölskyldunni velfarnaðar í þeirra störfum og mun að sjálfsögðu verða áfram til staðar til að liðsinna við þau mikilvægu verkefni sem eru framundan innan félagsins.” 

Tengiliðir: 

Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdottir, Director Investor Relations. E-mail:  

Fjölmiðlar: Ásdis Pétursdottir, Director Communications. E-mail:  



EN
14/09/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Icelandair Group Holding

 PRESS RELEASE

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load fac...

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load factor and on-time performance In March 2024, Icelandair transported 298 thousand passengers, which represents a 25% increase in passenger traffic as measured by Revenue Passenger Kilometers (RPK) on a capacity increase of 22% compared to March 2023. During the month, 39% of passengers were traveling to Iceland, 19% from Iceland, 34% were via passengers, and 8% were traveling within Iceland. Load factor was 83.1% and on-time performance was 88.5%, increasing by 4.7 ppt from the already solid performance in March 2023. Bogi ...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi Heildarfjöldi farþega Icelandair var 298 þúsund í mars. Farþegaflutningar hjá félaginu jukust um 25%, mældir í tekjufarþegakílómetrum (e. Revenue Passenger Kilometer) og framboð jókst um 22% frá mars 2023. Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 19% frá Íslandi, 34% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 83,1% og stundvísi var 88,5%, 4,7 prósentustigum hærri en stundvísi í mars 2023 sem var þó mjög góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Við sjáum áframhaldandi góðar farþeg...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT...

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT ratio of 2-4% Icelandair is issuing financial guidance for the full year 2024. Uncertainty in the operating environment, as reported in the 2023 results announcement on 1 February 2024, has decreased with diminishing impact of inaccurate international media coverage of the volcanic activity in Southwest Iceland on bookings and the conclusion of the collective bargaining agreements in the private sector in Iceland.   Capacity in 2024, as measured in Available Seat Kilometers (ASK), is expected to increase by 10% year-on...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutf...

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutfall verði 2-4% Icelandair gefur nú út afkomuspá fyrir árið 2024. Óvissa í rekstrarumhverfinu, sem fjallað var um í tilkynningu með uppgjöri ársins 2023 hinn 1. febrúar síðastliðinn, hefur minnkað. Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.   Gert er ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10% frá fyrra ári. Áherslan verður á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla te...

 PRESS RELEASE

Icelandair: New Market Making Agreements

Icelandair: New Market Making Agreements Icelandair Group hf. (“Icelandair”) has entered into an agreement with Íslandsbanki hf. for market making of shares issued by the Company traded on the Nasdaq Iceland Regulated Market. The purpose of the agreement is to maintain the liquidity of Icelandair's shares, create a market price and the price formation of the shares in the most efficient and transparent manner.   The agreement stipulates that Íslandsbanki shall submit daily bids and offers to buy and sell Icelandair’s shares in the trading system of the Icelandic stock exchange. Each bid a...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch