ICEAIR Icelandair Group Holding

Icelandair: Uppfærð afkomuspá fyrir árið 2023 – áfram gert ráð fyrir hagnaði eftir skatta

Icelandair: Uppfærð afkomuspá fyrir árið 2023 – áfram gert ráð fyrir hagnaði eftir skatta

Stjórnendauppgjör félagsins fyrir júlí og ágúst liggja nú fyrir. Afkoma Icelandair í þessum mánuðum endurspeglar góðan árangur í farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins sem skilar töluvert betri rekstrarniðurstöðu en á sama tíma í fyrra. Fraktstarfsemi félagsins hefur hins vegar reynst mjög krefjandi og sá afkomubati sem gert var ráð fyrir við birtingu annars ársfjórðungs hefur ekki skilað sér. Frá sama tíma hefur eldsneytisverð hækkað um tæplega 30%.  

Uppfærð afkomuspá fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir að heildartekjur verði um 1,5 milljarðar dala og að rekstrarhagnaður (EBIT) verði á bilinu 50-65 milljónir dala sem samsvarar 3,3-4,3% af tekjum. Áfram er gert ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins eftir fjármagnsliði og skatta fyrir árið í heild. 

Horfur í farþegaflugi eru góðar og bókunarstaða er sterk það sem eftir lifir árs. Sömuleiðis eru horfur í leiguflugsstarfsemi góðar. Rík áhersla er lögð á að koma fraktstarfseminni aftur í jákvæðan rekstur. Fjárhagsstaða Icelandair er mjög sterk og félagið vel í stakk búið til áframhaldandi arðbærs vaxtar. Þegar hefur verið gengið frá samningum um þrjár farþegavélar til viðbótar í flota félagsins fyrir næsta ár sem munu skapa tækifæri fyrir félagið til að stækka leiðakerfið og auka framboð um í kringum 10% á milli ára. 

Uppfærð afkomuspá gerir ráð fyrir að vegið meðalverð á hvert tonn af þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 990 USD/tonn út tímabilið. Félagið hefur gert samninga um eldsneytisvarnir sem samsvara um 43% af eldsneytisnotkun frá september til desember á meðalverðinu 864 USD/tonn.  Áætlað er að gengi USD á móti íslensku krónunni verði að meðaltali 134 það sem eftir lifir árs. 

Tengiliðir: 

Fjárfestar: Iris Hulda Thorisdóttir, Director of Investor Relations. E-mail:  

Fjölmiðlar: Asdís Petursdóttir, Director of Communications. E-mail:  



EN
13/09/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Icelandair Group Holding

 PRESS RELEASE

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load fac...

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load factor and on-time performance In March 2024, Icelandair transported 298 thousand passengers, which represents a 25% increase in passenger traffic as measured by Revenue Passenger Kilometers (RPK) on a capacity increase of 22% compared to March 2023. During the month, 39% of passengers were traveling to Iceland, 19% from Iceland, 34% were via passengers, and 8% were traveling within Iceland. Load factor was 83.1% and on-time performance was 88.5%, increasing by 4.7 ppt from the already solid performance in March 2023. Bogi ...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi Heildarfjöldi farþega Icelandair var 298 þúsund í mars. Farþegaflutningar hjá félaginu jukust um 25%, mældir í tekjufarþegakílómetrum (e. Revenue Passenger Kilometer) og framboð jókst um 22% frá mars 2023. Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 19% frá Íslandi, 34% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 83,1% og stundvísi var 88,5%, 4,7 prósentustigum hærri en stundvísi í mars 2023 sem var þó mjög góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Við sjáum áframhaldandi góðar farþeg...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT...

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT ratio of 2-4% Icelandair is issuing financial guidance for the full year 2024. Uncertainty in the operating environment, as reported in the 2023 results announcement on 1 February 2024, has decreased with diminishing impact of inaccurate international media coverage of the volcanic activity in Southwest Iceland on bookings and the conclusion of the collective bargaining agreements in the private sector in Iceland.   Capacity in 2024, as measured in Available Seat Kilometers (ASK), is expected to increase by 10% year-on...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutf...

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutfall verði 2-4% Icelandair gefur nú út afkomuspá fyrir árið 2024. Óvissa í rekstrarumhverfinu, sem fjallað var um í tilkynningu með uppgjöri ársins 2023 hinn 1. febrúar síðastliðinn, hefur minnkað. Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.   Gert er ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10% frá fyrra ári. Áherslan verður á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla te...

 PRESS RELEASE

Icelandair: New Market Making Agreements

Icelandair: New Market Making Agreements Icelandair Group hf. (“Icelandair”) has entered into an agreement with Íslandsbanki hf. for market making of shares issued by the Company traded on the Nasdaq Iceland Regulated Market. The purpose of the agreement is to maintain the liquidity of Icelandair's shares, create a market price and the price formation of the shares in the most efficient and transparent manner.   The agreement stipulates that Íslandsbanki shall submit daily bids and offers to buy and sell Icelandair’s shares in the trading system of the Icelandic stock exchange. Each bid a...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch