ICESEA Iceland Seafood International hf

Iceland Seafood International hf: Endurfjármögnun lokið

Iceland Seafood International hf: Endurfjármögnun lokið

Iceland Seafood International hf. („ISI hf.“) hefur með góðum árangri lokið endurfjármögnun fyrir árið 2025. Með þessari endurfjármögnun styrkist fjárhagsstaða félagsins verulega, meðal annars með endurskipulagningu skulda, lækkun vaxtakostnaðar og bættri lausafjárstöðu.

Í apríl 2025 lauk ISI hf. við umfangsmikla endurfjármögnun með útgáfu skuldabréfsins ICESEA 28 10 til 3,5 ára. Með útgáfunni lækkuðu skammtímaskuldir um 27,6 milljónir evra, á meðan langtímaskuldir hækkuðu um sömu fjárhæð. Vaxtakjörin nema nú um 5,2%, þegar tillit er tekið til gjaldmiðlaskiptasamninga, miðað við núverandi gengi og Euribor vexti. Skuldabréfið ICESEA 25 06, sem bar 13% flata vexti, þar af 7,35% eftir rof á skilmálum í kjölfar sölu Iceland Seafood UK haustið 2023, var greitt upp 23. Júní 2025. Þessi endurfjármögnun mun leiða til verulegrar lækkunar á vaxtakostnaði félagsins.

Endurfjármögnun erlendra bankalána hefur skilað á milli 0,5–1,0 prósentustigi lægra vaxtaálagi. Lánasamsetning samstæðunnar hefur einnig verið einfölduð, sem stuðlar að aukinni yfirsýn og skilvirkari rekstri.

Víxlar, sem gefnir voru út í apríl og júní sem hluti af þessari endurfjármögnun, nema samtals 2,7 milljörðum ISK með flötum vöxtum á bilinu 8,5–8,7% (71 til 72 punkta álag á 6m Reibor). Þeir hafa verið færðir yfir í evrur með gjaldmiðlaskiptasamningum og eru til 6 mánaða.

Í kjölfar þessarar endurfjármögnunar standa langtímaskuldir ISI hf. nú í um það bil 35 milljónum evra. Hlutfall langtímaskulda hefur aukist og jafnvægi náðst milli langtíma- og skammtímaskuldbindinga, sem styrkir fjárhagsstöðu félagsins og eykur sveigjanleika í stefnumótun.

Forstjóri félagsins, Ægir Páll Friðbertsson, segir:

 „Það gleður mig að endurfjármögnun okkar fyrir árið 2025 er nú lokið. Með endurfjármögnun skuldabréfs með nýju skuldabréfi til 3,5 ára, einföldun skuldasamsetningar okkar og lækkun vaxtakostnaðar, höfum við skapað sterkan grunn fyrir áframhaldandi heilbrigðan rekstur og svigrúm til vaxtar. Með lækkandi vöxtum og jafnvægi í skuldasafni erum við í sterkri stöðu til að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika og fylgja eftir rekstrarmarkmiðum.“



EN
07/07/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Iceland Seafood International hf

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Refinancing completed

Iceland Seafood International hf: Refinancing completed Iceland Seafood International hf. (“ISI hf.”) announces the successful conclusion of its refinancing, significantly strengthening the company’s financial position through debt restructuring, interest rate reduction, and enhanced liquidity. In April 2025, ISI hf. completed a primary refinancing with the issuance of the ICESEA 28 10 bond, with a maturity of 3.5 years. This transaction reduced short-term debt by EUR 27.6 million, with a corresponding increase in long-term debt. The effective interest rate is now approximately 5.2%, cons...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Endurfjármögnun lokið

Iceland Seafood International hf: Endurfjármögnun lokið Iceland Seafood International hf. („ISI hf.“) hefur með góðum árangri lokið endurfjármögnun fyrir árið 2025. Með þessari endurfjármögnun styrkist fjárhagsstaða félagsins verulega, meðal annars með endurskipulagningu skulda, lækkun vaxtakostnaðar og bættri lausafjárstöðu. Í apríl 2025 lauk ISI hf. við umfangsmikla endurfjármögnun með útgáfu skuldabréfsins ICESEA 28 10 til 3,5 ára. Með útgáfunni lækkuðu skammtímaskuldir um 27,6 milljónir evra, á meðan langtímaskuldir hækkuðu um sömu fjárhæð. Vaxtakjörin nema nú um 5,2%, þegar tillit er ...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Completes auction of additional bill...

Iceland Seafood International hf: Completes auction of additional bills Iceland Seafood International hf. has completed an offering of 3.5-month bills, representing an additional issuance of ISK 600 million under the previously auctioned 6-month series ICESEA 25 1007. Total bids for the additional offering amounted to ISK 600 million, all of which were accepted at a simple interest rate of 8.53%. In the initial auction, total bids amounted to ISK 1.340 million, with ISK 620 million accepted at a simple interest rate of 8.70%. Following this additional issuance, the total outstanding amoun...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Completes auction of bills

Iceland Seafood International hf: Completes auction of bills Iceland Seafood International hf. has concluded an offering of 6-month bills in the new series ICESEA 25 1204. Total offers for bills in the auction amounted to ISK 1.580 million and offers were accepted for ISK 1.480 million at a simple rate of 8.50%. The bills are scheduled to be admitted to trading on Nasdaq Iceland in the coming weeks.  

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Q1 2025 Results: Continued Operation...

Iceland Seafood International hf: Q1 2025 Results: Continued Operational Recovery and Refinancing in The Final Stages Continued Operational Recovery and Refinancing in The Final Stages  Normalised profit before tax for Q1 2025: €2.3m, compared with €1.9m for Q1 2024  Sales for Q1 2025: €119.3m, up 4.8% from Q1 2024  Net margin for Q1 2025: €12.3m, up from €10.5m from Q1 2024  EBITDA for Q1 2025 was €5.4m up from €3.2m Q1 2024   12-month EBITDA reached €18.5 million, up from €11.8 million in Q1 2024  Net profit for Q1 2025: €1.0m compared with €0.1m for Q1 2024  Basic ear...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch