ICESEA Iceland Seafood International hf

Iceland Seafood International hf: Sterk afkoma á fyrri árshelmingi - tvöföldun hagnaðar fyrir skatta

Iceland Seafood International hf: Sterk afkoma á fyrri árshelmingi - tvöföldun hagnaðar fyrir skatta

Sterk afkoma á fyrri árshelmingi - tvöföldun hagnaðar fyrir skatta.  

  • Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi er 331 milljónir ISK (€2.3m) samanborinn við 158 milljónir ISK (€1.1m) 1H 2024 sem er aukning um 173 milljónir ISK (€1.2m) 
  • Rekstrartekjur á fyrri árshelming 2025 námu 33,7 milljörðum ISK: (€233.8m), sem er aukning um 10% frá sama tímabili 2024 
  • Framlegð fyrir 1H 2025 er 3,3 milljarður ISK milli (€22.9m) samanborið við 2,7 milljarð (€19m) á sama tíma 2024 
  • EBITDA fyrir 1H 2025 hækkaði í 1,3 milljarð (€9.2m) frá 720 milljónum(€5m) í 1H 2024 
  • EBITDA síðustu 12 mánaða hækkaði um 1,1 milljarð, í 2,9 milljarða (€20.3m) frá 1,8 milljarði (€12,7m) á 1H 2024 
  • Hagnaður fyrstu sex mánaða eftir skatta er 158 milljónir ISK (€1.1m) samanborinn við 101 milljóna (€0.7m) tap fyrir sama tímabil 2024 
  • Hagnaður á hlut fyrir 1H 2025 er 0,05 ISK á hlut en tap uppá 0,03 ISK á 1H 2024.  
  • Heildareignir námu 36,2 milljörðum ISK (€251.5m) í lok júní 2025, sem er lækkun um 259 milljónir ISK (€1.8m) frá ársbyrjun 
  • Eiginfjárhlutfall er í 30.2% í lok annars ársfjórðungs 2025 samanborið við 28.6% í lok Q2 2024 
  • Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi 2025 verður samkvæmt afkomuspá, 1,1 – 1,4 milljarðar ISK (€7.5m - €9.5m) 

Heildarsala samstæðunnar á öðrum ársfjórðungi voru 16,5 milljarðar (€114,6m) og jókst um 17%  samanborið við fyrra ár. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 300 þús ISK (€2k) sem er aukning  uppá 105 milljónir ISK frá sama ársfjórðungi 2024. 

Rekstrartekjur starfseminnar í Suður-Evrópu voru 7,6 milljarður ISK (€52,9m) á öðrum ársfjórðungi, sem er 3% aukning miðað við sama tímabil árið 2024. Sala fyrri helmings ársins 2025 jókst um 3% í söluverðmæti og 1% magni samanborið við 1H 2024. Reglulegur hagnaður starfseminnar fyrir skatta nam 317 milljónum ISK (€2.2m), sem er á pari við 1H 2024. Góð  sala var í gæðaafurðum, sérstaklega þorski og öðrum fisk af íslenskum uppruna sem hafði jákvæð áhrif á sölu bæði í verðmætum og magni. Góð framleiðsla var á Argentínskri rækju  en vegna óhagstæðrar gæðasamsetningar skilaði hún lágri framlegð. Sala í Ahumados Dominguez drógst saman um 4% bæði í söluverðmæti og seldu magni á 1H 2025. 

Rekstrartekjur starfseminnar í Norður-Evrópu á öðrum ársfjórðungi voru 2,1 milljarðar ISK (€14.3m), sem er 5% aukning frá sama ársfjórðungi árið áður.  Sala á fyrri hluta ársins nam 28,6 milljónum evra, samanborið við 26,5 milljónir evra á sama tímabili árið 2024.  Verð á laxi var lægra en spár gerðu ráð fyrir   og hafði það jákvæð áhrif á reksturinn á meðan há verð og lítið framboð á hvítfiski hefur haft neikvæð áhrif.   Félagið á Írlandi skilaði 58 milljóna ISK (€0,4m) hagnaði af reglulegri starfsemi sem er aukning um 72 milljónir ISK (€111k) frá fyrsta ársfjórðungi 2024.  Gert er ráð fyrir að verð á laxi haldist stöðug út árið með mögulegri hækkun undir lok ársins. 

S&D deildin byrjaði  árið vel og hefur fylgt því eftir  á öðrum ársfjórðungi. Sala á sjófrystum afurðum , hafði jákvæð áhrif á afkomu IS Iceland í fjórðungnum. Mikil eftirspurn og hækkandi verð á þorski voru lykillinn að góðum árangri og góðri rekstrarniðurstöðu á öðrum ársfjórðungi. 

Byggt á niðurstöðum annars ársfjórðungs og núverandi viðskiptum verður afkomuspá óbreytt frá ársbyrjun eða  á bilinu 1,1 – 1,4 milljarðar ISK (€7,5m - €9,5m). Gert er ráð fyrir áframhaldandi háu þorskverði á árinu þar sem framboð er í sögulegu lágmarki.  Reiknað er með að laxaverð verði stöðugt út árið og lægri en spár sögðu til um. Við gerum ráð fyrir að allar deildir fyrirtækisins muni standa við áætlanir og undir sterkri eftirspurn þrátt fyrir hærri verð.  

Ægir Páll Friðbertsson, CEO 

“Fyrri hluti ársins 2025 einkenndist af mikilli eftirspurn eftir þorski og háum verðum. Bann Bandaríkjanna við innflutningi á rússneskum fiski hefur hækkað verð á hausuðum og slægðum þorski úr Barentshafi, auk þess sem minnkandi kvóti bæði í Barentshafi og Atlantshafi hefur haft mikil áhrif. Ef horft er fram í tímann er búist við takmörkuðu framboði af hvítfiski og áframhaldandi háu verði. 

Verð á laxi var lægra en spáð hafði verið  sem skilaði betri  rekstrarárangri í laxastarfseminni, ólíkt síðustu tveimur árum þegar tap var af þeirri starfsemi. Afkoman á fyrri hluta árs 2025 var betri en á sama tímabili 2024, og horfurnar fyrir restina af árinu eru jákvæðar. Gert er ráð fyrir að laxaverð haldist stöðugt út þriðja ársfjórðung og fram á síðari hluta þess fjórða.  

Horfur í efnahagsmálum eru áfram óvissar og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Vextir og verðbólga hafa lækkað  á okkar helstu markaðssvæðum auk þess að fjármagnskostnaður mun lækka í framhaldi af endurfjármögnun. Þó að hátt þorsksverð og hækkandi verð á öðrum tegundum hafi aukið sölutekjur, skapar það einnig áskoranir þar sem neytendur standa frammi fyrir hærri kostnaði. Af þeim sökum gæti eftirspurn minnkað enn frekar, knúin áfram af minna framboði  og verðhækkunum á lykilmörkuðum. Á sama tíma eru fjármögnunar- og geymslukostnaður enn verulegir, sem undirstrikar mikilvægi áframhaldandi áherslu á fjármagnsskipan félagsins og birgðahalds. 

Aðaláhersla okkar er áfram á að bæta  rekstur núverandi eininga, halda áfram að hagræða fjármagnsskipan félagsins og endurmeta heildarstefnu okkar. Þessar áherslur munu leiða okkur næstu mánuði. Við sjáum verulegt vaxtartækifæri innan sterks nets félagsins, öflugra sölu- og aðfangakeðju og hjá reyndum starfsmannahópi okkar á sviði sjávarafurða. Í júlí tókum við mikilvægt skref til að styrkja starfsemina í Argentínu með undirritun viljayfirlýsingar um kaup á tveimur skipum, sem byggir á þeirri þekkingu, reynslu og starfsemi sem þegar er til staðar á svæðinu. Vöxtur íslensks laxeldis er einnig jákvæð þróun. Við erum byrjuð að selja og markaðsetja  íslenskan lax í gegnum okkar dreifikerfi og stefnum á að efla það enn frekar eftir því sem laxeldi heldur áfram að styrkjast á Íslandi.  

 Markmið okkar er að efla stöðu Iceland Seafood enn frekar til að mæta framtíðaráskorunum og nýta tækifæri sem skapast, eigendum, starfsfólki og félaginu til hagsbóta."  

 

Fjárfestafundir 

Rafrænn fjárfestafundur  

Í dag klukkan 16:30 GMT mun félagið halda netfund fyrir fjárfesta og markaðsaðila þar sem stjórnendur munu kynna og ræða niðurstöður annars ársfjórðungs og fyrri helming 2025.  

Fundurinn er eingöngu á netinu og verður í beinni útsendingu á íslensku á vefsíðum okkar  

 og  

Sjá hlekk að neðan  

 

og verður upptaka aðgengileg eftir fundinn á  

Þátttakendur á fundinum geta sent skriflegar fyrirspurnir fyrir og á meðan á fundinum stendur á póstfangið  . 

Fyrirvari 

Allar yfirlýsingar varðandi framtíðarsýn í þessari tilkynningu endurspegla núverandi skoðanir stjórnenda á framtíðarviðburðum og niðurstöðu. Það að þessar skoðanir séu byggðar á afstöðu sem stjórnendur telja eðlilegar, er engin trygging fyrir því að atburðir og skoðanir verði að veruleika. Framtíðarsýn felur eðlilega í sér óvissu og áhættu;  Niðurstöður geta verið frábrugðnar fullyrðingum eða skoðunum sem setter eru fram. 

Frekari upplýsingar: 

Iceland Seafood International hf.                                                            

 

Ægir Páll Friðbertsson,  







Attachments



EN
27/08/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Iceland Seafood International hf

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Strong first-half performance, with ...

Iceland Seafood International hf: Strong first-half performance, with Normalised Profit Before Tax doubling year-on-year Strong first-half performance, with Normalised Profit Before Tax doubling year-on-year  Normalised Profit Before Tax: €2.3 million positive, vs. €1.1 million in 1H 2024  1H 2025 Sales: €233.8 million, up 10% from 1H 2024  Net Margin for 1H 2025: €22.9 million, up €3.9 million  EBITDA for 1H 2025 was €9.2m up from €5m H1 2024   12-month EBITDA reached €20.3 million, up from €12.7 million in H1 2024  Net Profit: €1.1 million, improved from (€0.7 million loss) in 1H 2...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Sterk afkoma á fyrri árshelmingi - t...

Iceland Seafood International hf: Sterk afkoma á fyrri árshelmingi - tvöföldun hagnaðar fyrir skatta Sterk afkoma á fyrri árshelmingi - tvöföldun hagnaðar fyrir skatta.   Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi er 331 milljónir ISK (€2.3m) samanborinn við 158 milljónir ISK (€1.1m) 1H 2024 sem er aukning um 173 milljónir ISK (€1.2m)  Rekstrartekjur á fyrri árshelming 2025 námu 33,7 milljörðum ISK: (€233.8m), sem er aukning um 10% frá sama tímabili 2024  Framlegð fyrir 1H 2025 er 3,3 milljarður ISK milli (€22.9m) samanborið við 2,7 milljarð (€19m) á sama tíma 2024  EBITDA fyri...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: 1H 2025 results and investors presen...

Iceland Seafood International hf: 1H 2025 results and investors presentation Iceland Seafood will publish its consolidated financial statement for the 1H 2025 after closing of markets on August 27th 2025. On the same day, at 4:30 pm, the company will host an online meeting for investors and market participants, where management will present and discuss the results. The meeting will only be streamed online. Participants in the online meeting can send questions in writing before and during the meeting to the email .      A link to the webcast and the investor presentation is here below. ...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamni...

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamning um kaup á tveimur frystitogurum ásamt veiðiheimildum THORPESCA S.A.S., nýstofnað argentínskt dótturfélag Iceland Seafood Ibérica, hefur undirritað kaupsamning við FOOD ARTS S.A. um kaup á tveimur frystitogurum, ENTRENA UNO og ENTRENA DOS, ásamt tilheyrandi veiðileyfum og sögulegum veiðiréttindum. Heildarkaupverð nemur 5,8 milljónum bandaríkjadala. Iceland Seafood Ibérica starfar nú þegar í Argentínu í gegnum dótturfélagið Achernar, sem var stofnað árið 2012 og er sjávarafurðafyrirtæki með áherslu á vinnslu og afurðasö...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: ISI Subsidiary Signs Offer Letter fo...

Iceland Seafood International hf: ISI Subsidiary Signs Offer Letter for Acquisition of Two Freezer Trawlers with fishing permits THORPESCA S.A.S., a newly established Argentinian subsidiary of Iceland Seafood Ibérica, has signed an offer letter from FOOD ARTS S.A. for the acquisition of two freezer fishing vessels, ENTRENA UNO and ENTRENA DOS, including their respective fishing permits and historical fishing rights. The total purchase price is USD 5.8 million. Iceland Seafood Ibérica already operates in Argentina through its subsidiary Achernar, founded in 2012 as a seafood processing and ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch