Kaldalón hf.: Birting hálfsársuppgjörs 31. ágúst – kynningarfundur 1. september
Kaldalón hf. birtir endurskoðað hálfsársuppgjör 2023 eftir lokun markaða fimmtudaginn 31. ágúst 2023.
Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 1. september kl. 08:30 á Grand hótel. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður farið yfir starfsemi á fyrri hluta ársins, uppgjör og framtíðarhorfur.
Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt á Kaldalóns fyrir fundinn.
