KALD Kaldalon hf

Kaldalón hf.: Hálfsársuppgjör 2023

Kaldalón hf.: Hálfsársuppgjör 2023

Samandreginn endurskoðaður árshlutareikningur samstæðu Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins þann 31. ágúst 2023.

Helstu þættir starfsemi félagsins á fyrri hluta árs:

  • Besta afkoma frá upphafi

    Besta afkoma frá upphafi, 2.107 m.kr í hagnað fyrir skatta á fyrri helmingi ársins.

    Tekjuvöxtur milli ára er 145% og fjárfestingaeignir aukast um 18% frá áramótum.

    Rekstrarhagnaðarhlutfall 80,2%. Rekstrarhagnaður hærri en fjármagnsgjöld þrátt fyrir að 70% lána félagsins séu á breytilegum vöxtum.

    Eiginfjárhlutfall sterkt eða 42,2% og arðsemi eigin fjár 17,2%.
  • Útgáfa grunnlýsingar

    Félagið birti grunnlýsingu vegna 30 milljarða króna útgáfuramma og getur því sótt markaðsfjármögnun samhliða bankafjármögnun.



  • Skráning á aðalmarkað Nasdaq Iceland

    Undirbúningur að skráningu á aðalmarkað Nasdaq Iceland er hafin. Skýrum mælanlegum markmiðum félagsins fyrir skráningu verður náð á þriðja fjórðungi.

Helstu atriði uppgjörs eru:

  • Heildarhagnaður tímabilsins fyrir skatta: 2.107 m.kr. (1.812 m.kr. á 1H 2022)
  • Rekstrartekjur: 1.438 m.kr. (586 m.kr. á 1H 2022)
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu: 1.154 m.kr. (345 m.kr. á 1H 2022)
  • Rekstrarhagnaðarhlutfall: 80,2% (58,9% á 1H 2022)
  • Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils:  49.255 m.kr.
  • Matsbreyting á tímabilinu var 2.013 m.kr.
  • Handbært fé í lok tímabils: 1.658 m.kr. (2.277 m.kr. í lok árs 2022)
  • Heildareignir: 52.532 m.kr. (45.482 m.kr. í lok árs 2022)
  • Vaxtaberandi skuldir námu: 25.028 m.kr. (19.836 m.kr. í lok árs 2022)
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabils: 42,2% (45,5% í lok árs 2022)
  • Veðsetningarhlutfall í lok tímabils: 50,8% (47,5% í lok árs 2022)
  • Tekjuvegið útleiguhlutfall fasteigna: 98,3% (98,9% í lok árs 2022)
  • Eigið fé er 22.146 m.kr. (20.717 m.kr. í lok árs 2022)
  • Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli: 17,2% (16,2% árið 2022)

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri:

Ég er ákaflega ánægður með rekstrarniðurstöðu tímabilsins. Mikill vöxtur hefur verið í tekjum samhliða vexti félagsins á fasteignamarkaði.

Við finnum fyrir áframhaldandi sterkri eftirspurn eftir vöru- og iðnaðarhúsnæði og verslunar- og þjónustueignum, sem eru þeir eignaflokkar sem mynda kjarnann í okkar eignasafni. Útleiguhlutfall var 98,3% við lok tímabilsins en langtímamarkmið félagsins miðast við að vera umfram 97,5%. Samhliða miklum tekjuvexti hefur félagið lagt áherslu á kostnaðaraðhald, en rekstrarkostnaður jókst um 18% frá sama tímabili fyrra árs, á sama tíma og tekjur jukust um 145%, og var rekstrarhagnaðarhlutfall tímabilsins (NOI%) 80,2% sem telst mjög gott. Matsbreyting tímabilsins var 2.013 m.kr. sem stafar af auknum leigutekjum samhliða eignakaupum og hagstæðri verðþróun nýrra leigusamninga. Aftur á móti eykst veginn fjármagnskostnaður vegna hækkandi grunnvaxta. Niðurstaðan er hagnaður fyrir skatta að fjárhæð 2.107 milljónir króna sem er besta afkoma innan uppgjörstímabils hjá samstæðunni. Arðsemi eigin fjár var 17,2% á ársgrundvelli. Þá verður að líta til þess að mikill vöxtur einkennir félagið og þess vegna eru greiðslur frá félaginu vegna nýrra fjárfestinga. Tekjur af þeim fjárfestingum hafa því enn ekki skilað sér inn í reksturinn. Þannig hefði samstæðan með öllum kjarnaeignum tekjuberandi skilað u.þ.b. 2.080 m.kr. í tekjum á tímabilinu.

Veðsetningarhlutfall félagsins er lægra en almennt tíðkast hjá fasteignafélögum á Íslandi og eiginfjárhlutfall afar sterkt eða 42,2%. Það er eftirsóknarverð staða fyrir félagið í ytra umhverfi sem litast nú af háu vaxtastigi sem bæði einstaklingar og fyrirtæki með fasteignaskuldir hafa ekki farið varhluta af. Hátt hlutfall af skuldum Kaldalóns er á breytilegum vöxtum og þess vegna er einkar ánægjulegt að sjá rekstrarhagnað fyrir matsbreytingu umfram hreinan fjármagnskostnað félagsins, sem þykir afar gott í núverandi vaxtaumhverfi. Nýverið gaf félagið út 30 milljarða króna útgáfuramma skuldaskjala félagsins sem staðfestur hefur verið af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Félagið hefur því náð markmiðum sínum um aðgengi að markaðsfjármögnun sem kynnt var fyrir fjárfestum að myndi nást í ár. Kaldalón hefur nú þegar gefið út sitt fyrsta skuldaskjal þar sem vaxtakjör voru talsvert hagstæðari en núverandi lánskjör félagsins. Það er hins vegar ljóst að félagið mun ekki fjármagna eignasafn sitt með skammtímalántöku til lengri tíma. Þess vegna leggjum við áherslu á langtímafjármögnun félagsins, og þar gegnir útgáfuramminn lykilhlutverki. Jafnframt hefur félagið stigið sín fyrstu skref í undirbúningi fyrir umgjörð um græna fjármögnun. 

Við höldum áfram að byggja upp fasteignasafn í takt við okkar áherslur og höfum nú gengið frá samningum um stækkun safnsins í 102.500 m2, sem við teljum vera hagkvæma rekstrarstærð. Það eru hins vegar mikil tækifæri falin í frekari vexti, þar sem mat okkar stjórnenda er að félagið geti vaxið umtalsvert með núverandi yfirbyggingu. Við munum því áfram leggja áherslu á létta yfirbyggingu og einfaldan rekstur. Fasteignasafnið hefur nær eingöngu að geyma heilar fasteignir sem okkur þykja skynsamlegar í rekstri og vegin lengd leigusamninga er yfir 11 ár.

Stjórn setti fram skýr mælanleg markmið fyrir skráningu félagsins á aðalmarkað Kauphallar Íslands fyrir um ári síðan. Við höfum trú á því að þau náist á þriðja ársfjórðungi og höfum því hafið undirbúning fyrir skráningu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort samhliða verði ráðist í almennt útboð eða hvort félagið færi sig einfaldlega milli markaða án útgáfu hlutafjár. Það mun ráðast af markaðsaðstæðum og tækifærum til stækkunar eignasafnsins á þeim tímapunkti.

Við teljum langtímahorfur íslensks atvinnulífs bjartar og munum halda áfram að leysa húsnæðisþarfir fyrirtækja og stofnana með sterku og stækkandi eignasafni. Ég er stoltur af því félagi sem við höfum byggt upp og er sannfærður um að það eigi ennþá mikið inni.

Árshlutareikningur samstæðu 2023

Skýrsla stjórnar og forstjóra félagsins er að finna í árshlutareikning félagsins. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við reikningsskilastaðla (IFRS). Ársreikningurinn er endurskoðaður af PricewaterhouseCoopers ehf. Áritun er án fyrirvara.

Kynning á uppgjöri og félaginu

Samhliða birtingu árshlutareiknings er boðað til kynningarfundar föstudaginn 1. september kl. 08:30 á Grand Hótel. Á fundinum verður farið yfir starfsemina á tímabilinu, árshlutauppgjör  og framtíðarhorfur. Við upphaf fundar verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.

Hægt er nálgast ársreikninginn á .

Frekari upplýsingar

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri,



 

Viðhengi



EN
31/08/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kaldalon hf

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025 Kaldalón hf. will publish its financial results and trading updates as per the following schedule: 2024 Annual Financial Statement:March 7, 2025Annual General MeetingApril 3, 2025Q1 2025 Trading updateMay 22, 2025H1 2025 Half-year ResultsAugust 28, 2025Q3 2025 Trading updateNovember 20, 2025 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. For further information, please contact:Jón Þór Gunnarsson, CEO of Kaldalón hf.Email:

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025 Eftirfarandi dagsetningar eru áætlanir Kaldalóns hf. um birtingu uppgjöra, tilkynninga og aðalfund félagsins: Ársuppgjör 20247. mars 2025Aðalfundur 20253. apríl 2025Tilkynning 2025 1F22. maí 2025Hálfsársuppgjör 202528. ágúst 2025Tilkynning 2025 3F20. nóvember 2025 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.  Nánari upplýsingar veitir;Jón Þór Gunnarsson, forstjóri 

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024 Vísað er til tilkynningar félagsins frá 3. desember 2024. Í tilkynningunni kom fram að stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu.  Meðfylgjandi er tilkynning frá Kaldalón hf. vegna fyrstu níu mánaða ársins 2024.  Viðhe...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga Samkvæmt fjárhagsdagatali Kaldalóns birtir félagið hálfsárs- og ársuppgjör félagsins opinberlega. Stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu. Regluleg birting viðbótar upplýsinga er gerð með það að markmiði að veita hluthöfum og fjárf...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf.

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf. Vísað er til tilkynningar frá 22. október sl. þar sem tilkynnt var um kaup Kaldalóns  á öllu hlutafé í annars vegar IDEA ehf. („IDEA“) og hinsvegar K190 hf. („K190“). Fyrirvarar í kaupsamningum vegna beggja félaga hafa nú verið uppfylltir. Uppgjör og afhending IDEA hefur nú farið fram en aðilar komust að samkomulagi um að fasteignirnar Leirukrókur 2-3 yrðu undanskildar viðskiptunum. Uppgjör og afhending K190 verður þriðjudaginn 3. desember nk. Endanlegt heildarvirði ofangreindra félaga í viðskiptunum er 7.855 m.kr. Lei...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch