KALD Kaldalon hf

Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Meðfylgjandi eru niðurstöður hluthafafundar Kaldalóns hf. sem haldinn var að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9. hæð., mánudaginn 7. desember 2020, kl 13:00.

Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

      1.      Tillaga um staðfestingu á breytingu á samþykktum félagsins sem samþykkt var á; (i) aðalfundi þess þann 26. júní 2020, þar sem stjórn var veitt til að hækka hlutafé félagsins um allt að 6.000.000.000 króna og grein 1.3 í samþykktum félagins var breytt og bætt við heimild til að fjárfesta í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum; og (ii) hluthafafundi þess þann 6. ágúst 2020 þar sem breytt var grein 4.1 í samþykktum félagsins um stjórnarskipan.  Auk þess er lögð fram tillaga um tilgangi félagsins verði breytt þannig að félaginu sé heimilt kaupa, selja og reka fasteignir.  Fram kom breytingartillaga þar sem þar sem orðalagi heimildar til að fjárfesta í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum var breytt og hljóðar nú svo: „Félaginu er þannig heimilt að eiga skráð og óskráð hlutabréf og skuldabréf.“           

Tillagan, með breytingartillögu sem fram kom á fundinum,  var samþykkt samhljóða.

      2.      Tillaga um að fella niður fjárfestingar- og hagsmunaráð félagsins ásamt fjárfestingarstefnu þess, auk þeirra breytinga sem af því hlýst á samþykktum félagsins, þannig að greinar 3.11, 4.5 og 4.12-4.21 í samþykktum félagins verði felldar brott og gerðar breytingar á greinum 3.16, 4.4, 4.5, 4.6, 4.15, þar sem tilvísanir til hagsmuna- og fjárfestingaráðs og fjárfestingarstefnu félagsins verði felldar brott og í þess stað vísað til tilgangs félagsins, eftir því sem við á.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

      3.      Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum.

Stjórn félagsins leggur til að eftirfarandi tillaga um kaup á eigin hlutum verði samþykkt.

„Hluthafafundur Kaldalóns hf., haldinn þann 7.  desember 2020, samþykkir að veita stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess í samræmi við gr. 2.11 samþykkta félagsins.“

Fram kom breytingartillaga þar sem þar sem eftirfarandi orðalagi var bætt við tillögu stjórnar:

Heimild þessi er veitt tímabundið, fram að næsta aðalfundi félagsins.“

Tillagan, með breytingartillögu sem fram kom á fundinum, var samþykkt samhljóða.

      4.      Tillaga um staðfestingu á kosningu og skipun stjórnar og varastjórnar sem ákveðið var á hluthafafundi félagsins þann 6. ágúst 2020.

Á fundinum voru eftirfarandi kosin í stjórn: Helen Neely, Gunnar Hendrik B. Gunnarsson og Þórarinn Arnar Sævarsson.  Í varastjórn voru kosnir Steinþór Ólafsson og Gunnar Sverrir Harðarson. 

***

 



EN
07/12/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kaldalon hf

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025 Kaldalón hf. will publish its financial results and trading updates as per the following schedule: 2024 Annual Financial Statement:March 7, 2025Annual General MeetingApril 3, 2025Q1 2025 Trading updateMay 22, 2025H1 2025 Half-year ResultsAugust 28, 2025Q3 2025 Trading updateNovember 20, 2025 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. For further information, please contact:Jón Þór Gunnarsson, CEO of Kaldalón hf.Email:

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025 Eftirfarandi dagsetningar eru áætlanir Kaldalóns hf. um birtingu uppgjöra, tilkynninga og aðalfund félagsins: Ársuppgjör 20247. mars 2025Aðalfundur 20253. apríl 2025Tilkynning 2025 1F22. maí 2025Hálfsársuppgjör 202528. ágúst 2025Tilkynning 2025 3F20. nóvember 2025 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.  Nánari upplýsingar veitir;Jón Þór Gunnarsson, forstjóri 

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024 Vísað er til tilkynningar félagsins frá 3. desember 2024. Í tilkynningunni kom fram að stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu.  Meðfylgjandi er tilkynning frá Kaldalón hf. vegna fyrstu níu mánaða ársins 2024.  Viðhe...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga Samkvæmt fjárhagsdagatali Kaldalóns birtir félagið hálfsárs- og ársuppgjör félagsins opinberlega. Stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu. Regluleg birting viðbótar upplýsinga er gerð með það að markmiði að veita hluthöfum og fjárf...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf.

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf. Vísað er til tilkynningar frá 22. október sl. þar sem tilkynnt var um kaup Kaldalóns  á öllu hlutafé í annars vegar IDEA ehf. („IDEA“) og hinsvegar K190 hf. („K190“). Fyrirvarar í kaupsamningum vegna beggja félaga hafa nú verið uppfylltir. Uppgjör og afhending IDEA hefur nú farið fram en aðilar komust að samkomulagi um að fasteignirnar Leirukrókur 2-3 yrðu undanskildar viðskiptunum. Uppgjör og afhending K190 verður þriðjudaginn 3. desember nk. Endanlegt heildarvirði ofangreindra félaga í viðskiptunum er 7.855 m.kr. Lei...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch