KALD Kaldalon hf

Kaldalón hf.: Ársreikningur 2023

Kaldalón hf.: Ársreikningur 2023

Ársreikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins 7. mars 2023.

Afkoma Kaldalóns á árinu 2023 sú besta frá upphafi

  • Félagið skilar 3.970 m.kr. í hagnað fyrir skatta
  • Arðsemi eiginfjár var 15%  á ársgrundvelli
  • Fjárfestingareignir félagsins aukast um 38% milli ára
  • Tekjuvöxtur leigutekna er 87% milli ára
  • Rekstrarhagnaðarhlutfall 80%
  • Tækifæri eru í endurfjármögnun félagsins. Um helmingur fjármögnunar félagsins er á óverðtryggðum vöxtum og þrír fjórðu hlutar er á breytilegum vöxtum. Þrátt fyrir það er rekstrarhagnaður hærri en fjármagnsgjöld

Mikilvægir áfangar á árinu

  • Fasteignasafn félagsins að teknu tilliti til tilkynntra viðskipta verður um 120 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði
  • Kaldalón var skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á árinu samhliða auknum umsvifum
  • Félagið gaf út á árinu grunnlýsingu fyrir  30 ma.kr. útgáfuramma og hefur nú aðgengi að markaðsfjármögnun
  • Samhliða útgáfuramma félagsins náði félagi samkomulagi við lánveitendur sína um að setja 69% af vaxtaberandi skuldum félagsins undir almennt tryggingafyrirkomulag fyrir lok árs 2023

Helstu atriði uppgjörs eru:

   

   
   

2023
   

2022
   

Heildarhagnaður ársins fyrir skatta
   

3.970
   

2.611
   

Arðsemi eigin fjár
15,2%16,2%
   

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu   
   

2.487
   

1.306
   

Rekstrarhagnaðarhlutfall1   
   

80,4%
   

74,2%
   

Matsbreyting á tímabilinu   
   

3.791
   

2.490
   

Handbært fé í lok árs   
   

1.830
   

2.277
   

Fjárfestingareignir   
   

57.585
   

41.711
   

Heildareignir   
   

60.666
   

45.482
   

Vaxtaberandi skuldir   
   

29.961
   

19.836
   

Veðsetningarhlutfall   
   

52,0%
   

47,6%
   

Eiginfjárhlutfall   
   

38,3%
   

45,5%
   

Tekjuvegið útleiguhlutfall í lok árs
   

98,6%
   

98,9%
   

Eigið fé   
   

23.207
   

20.717
  

Húsaleigutekjur
3.2221.722

1) án einskiptiskostnaður

Allar fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri:

"Ég er stoltur af rekstrarniðurstöðu Kaldalóns ársins 2023 og þeim skrefum sem við tókum til að efla félagið og stækka. Markmiðum félagsins um einfalt viðskiptalíkan og arðbæran vöxt hefur verið náð á grundvelli skýrrar sýnar á fasteignamarkaðinn, sem og á uppbyggingu og þróun félagsins.

Frá miðju ári 2021 hefur Kaldalón þróast hratt og er í dag orðið öflugt fasteignafélag. Á þessu tímabili hefur félagið alltaf skilað jákvæðri afkomu og hagnast í heild um 8,4 milljarða króna fyrir skatta frá umbreytingu. Það er ekki sjálfgefið að við slíka umbreytingu náist markmið um vöxt, rekstrartekjur og aðhald í kostnaði.

Á árinu 2023 var mikil eftirspurn eftir vöru- og iðnaðarhúsnæði og verslunar- og þjónustueignum, en það eru þeir eignaflokkar sem við höfum helst fjárfest í ásamt hótelum. Útleiguhlutfall er hátt og endurspeglar eftirspurnina. Vel hefur gengið að leigja út eignir félagsins sem við þróuðum ástamt framkvæmdaraðilum.  Til að mynda hafa öll rými verið leigð út á Einhellu í Hafnarfirði og stærstur hluti rýma í gömlu Kassagerðinni, Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík. Við finnum áfram fyrir mikilli eftirspurn, sem endurspeglast í því að þegar hafa verið undirritaðir leigusamningar um tæplega helming af eignum í byggingu. Afhending þessara eigna er áætluð næsta vetur.   

Félagið hefur náð hagkvæmri stærð. Í núverandi mynd má reka vel dreift og arðbært fasteignafélag, sem er skráð og fjármagnað í gegnum íslenska markaðinn.  Við teljum hins vegar að við getum aukið hagkvæmni enn frekar með auknum umsvifum og endurfjármögnun til millilangs tíma.

Í samræmi við stefnu félagsins þá er skuldsetning þess hlutfallslega lægri en almennt gerist hjá sambærilegum fasteignafélögum hérlendis. Veðsetningarhlutfall er hins vegar undir markmiðum og félagið því í kjörstöðu til að grípa virðisaukandi tækifæri. Það verður gert.  

Í samræmi við mótaða stefnu tryggði Kaldalón aðgang að markaðsfjármögnun. Því hefur verið fylgt eftir með útgáfu víxla og verðtryggðra skuldabréfa. Við höfum trú á því að markaðsfjármögnun muni til lengri tíma lágmarka fjármagnskostnað félagsins. Þessu til viðbótar þá kláraði félagið umgjörð um græna fjármögnun þegar fyrstu fasteignir félagsins voru vottaðar. Í dag er 9% eignasafnsins með alþjóðlega umhverfisvottun.

Skráning Kaldalón á aðalmarkað Nasdaq Iceland var ánægjuleg staðfesting á árangri og stefnumörkun félagsins. Kaldalón nær nú til breiðari hóps fjárfesta og fylgir viðeigandi kröfum í hvívetna.

Ég tel langtímahorfur Kaldalóns og íslensks atvinnulífs góðar þótt vaxtaumhverfi undanfarna missera hafi óneitanlega sett mark sitt á umhverfið. Stækkandi eignasafn mun halda áfram að leysa þarfir íslensks atvinnulífs.

Árangur og afkoma ársins er mjög góð í núverandi starfsumhverfi. Kaldalón á umtalsvert inni og mun sýna það þegar fasteignir á efnahag verða að fullu tekjuberandi, en einungis 65% fjárfestingareigna félagsins voru að fullu tekjuberandi allt árið 2023."



Ársreikningur 2023

Skýrsla stjórnar og forstjóra félagsins er að finna í ársreikningi félagsins. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við reikningsskilastaðla (IFRS). Ársreikningurinn er endurskoðaður af PricewaterhouseCoopers ehf. Áritun er án fyrirvara.

Kynning á ársuppgjöri

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 8. mars kl. 08:30 á Grand Hótel, Sigtúni 28. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður farið yfir starfsemina á árinu, ársuppgjör og framtíðarhorfur. Við upphaf fundar verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.

Hægt er nálgast ársreikninginn á .

Frekari upplýsingar

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri,







 

Viðhengi



EN
07/03/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kaldalon hf

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025 Kaldalón hf. will publish its financial results and trading updates as per the following schedule: 2024 Annual Financial Statement:March 7, 2025Annual General MeetingApril 3, 2025Q1 2025 Trading updateMay 22, 2025H1 2025 Half-year ResultsAugust 28, 2025Q3 2025 Trading updateNovember 20, 2025 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. For further information, please contact:Jón Þór Gunnarsson, CEO of Kaldalón hf.Email:

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025 Eftirfarandi dagsetningar eru áætlanir Kaldalóns hf. um birtingu uppgjöra, tilkynninga og aðalfund félagsins: Ársuppgjör 20247. mars 2025Aðalfundur 20253. apríl 2025Tilkynning 2025 1F22. maí 2025Hálfsársuppgjör 202528. ágúst 2025Tilkynning 2025 3F20. nóvember 2025 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.  Nánari upplýsingar veitir;Jón Þór Gunnarsson, forstjóri 

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024 Vísað er til tilkynningar félagsins frá 3. desember 2024. Í tilkynningunni kom fram að stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu.  Meðfylgjandi er tilkynning frá Kaldalón hf. vegna fyrstu níu mánaða ársins 2024.  Viðhe...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga Samkvæmt fjárhagsdagatali Kaldalóns birtir félagið hálfsárs- og ársuppgjör félagsins opinberlega. Stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu. Regluleg birting viðbótar upplýsinga er gerð með það að markmiði að veita hluthöfum og fjárf...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf.

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf. Vísað er til tilkynningar frá 22. október sl. þar sem tilkynnt var um kaup Kaldalóns  á öllu hlutafé í annars vegar IDEA ehf. („IDEA“) og hinsvegar K190 hf. („K190“). Fyrirvarar í kaupsamningum vegna beggja félaga hafa nú verið uppfylltir. Uppgjör og afhending IDEA hefur nú farið fram en aðilar komust að samkomulagi um að fasteignirnar Leirukrókur 2-3 yrðu undanskildar viðskiptunum. Uppgjör og afhending K190 verður þriðjudaginn 3. desember nk. Endanlegt heildarvirði ofangreindra félaga í viðskiptunum er 7.855 m.kr. Lei...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch