KALD Kaldalon hf

Kaldalón hf.: Skipun endurskoðunar- og tilnefningarnefndar

Kaldalón hf.: Skipun endurskoðunar- og tilnefningarnefndar

Stjórn Kaldalóns hefur skipað nefndarmenn í endurskoðunarnefnd og tilnefningarnefnd félagsins í framhaldi af aðalfundi félagsins. Kaldalón hf. leggur áherslu á góða stjórnarhætti og er skipun undirnefnda stjórnar í samræmi við stjórnarháttayfirlýsingu félagsins þar sem kynnt voru áform að setja á fót endurskoðunarnefnd og tilnefningarnefnd.

Tilnefningarnefnd:

Ásgeir Sigurður Ágústsson

Ásgeir er lögmaður og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Rapyd í Evrópu. Áður starfaði Ásgeir meðal annars hjá Logos lögmannsþjónustu í London og Reykjavík, hjá Libra lögmönnum og hjá norsku lögmannsstofunni Schjödt í Brussel. Ásgeir hefur víðtæka reynslu og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina. Ásgeir er með fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lögmannsréttindi.

Margrét Sveinsdóttir

Margrét Sveinsdóttir er sjálfstætt starfandi stjórnarkona og ráðgjafi.  Á árunum 2009 til 2022 var hún framkvæmdastjóri hjá Arion banka, fyrst í Eignastýringu og síðan Mörkuðum. Á árunum 1990 til 2009 var hún hjá Íslandsbanka/Glitni, lengst af í verðbréfaviðskiptum í VÍB og síðar eignastýringu, en síðast í fjárstýringu.  Frá 1984 til 1988 var hún í lánadeild Iðnaðarbanka Íslands. Margrét er nú stjórnarformaður Blikastaðalands ehf. og Katla Fund SICAV, ásamt því að vera í varastjórn Árvakurs hf. og Þórsmerkur ehf.  Hún hefur áður setið í stjórn Okkar líf hf. og TIF, tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta, ásamt nokkrum stjórnum í Lúxemborg. Margrét er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá Babson College í Massachusetts USA. Hún er jafnframt með próf í verðbréfaviðskiptum.

Unnur Lilja Hermannsdóttir

Unnur Lilja Hermannsdóttir er lögmaður og eigandi á Landslögum. Unnur hefur setið í stjórnum stofnana og fyrirtækja og er m.a. formaður stjórnar Ferðatryggingasjóðs. Unnur hefur sinnt kennslu um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í félögum. Þá hefur Unnur setið í hæfnisnefndum vegna skipana í embætti hjá hinu opinbera. Unnur er með fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti.

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd er skipuð tveimur aðilum úr stjórn félagsins og einum utanaðakomandi. Endurskoðunarnefnd skipa:

Harpa Vífilsdóttir

Harpa starfar sem fjármálastjóri Norvik hf. og situr í stjórn dótturfélags þess, fasteignafélaginu Smáragarður ehf. Harpa er löggiltur endurskoðandi og starfaði í tæpan áratug hjá KPMG og hefur meðal annars komið að endurskoðun fasteignafélaga. Harpa er með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík og bachelor gráðu í viðskiptum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Harpa hefur mikla reynslu af störfum endurskoðunarnefnda í gegnum störf sín hjá KPMG og Valitor þar sem hún var fjármálastjóri.

Álfheiður Ágústsdóttir, stjórnarmaður í Kaldalóni hf.

Álfheiður er forstjóri Elkem Ísland og situr í stjórnum Elkem Materials inc,, Elkem Rana Norway, Birtu lífeyrissjóð og Klafa ehf. Álfheiður útskrifaðist úr meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2020. Álfheiður hefur setið í stjórn Kaldalóns frá apríl 2022.

María Björk Einarsdóttir, stjórnarmaður í Kaldalóni hf.

María hefur starfað sem fjármálastjóri Eimskips frá því um mitt ár 2021 og situr í stjórnum ýmissa félaga sem tengjast samstæðunni. Þar áður var hún framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags (áður Almenna leigufélagið) um sjö ára bil og leiddi uppbyggingu, fjármögnun og loks sölu félagsins til nýrra eigenda árið 2021. Áður starfaði María í fjármálageiranum sem sérfræðingur á sviði sérhæfðra fjárfestinga, með áherslu á fjárfestingar í fasteignaverkefnum. María hefur setið í stjórn Kaldalóns frá mars 2023.

Nánari upplýsingar veitir,

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri



EN
25/04/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kaldalon hf

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025

Kaldalón hf.: Financial Calendar 2025 Kaldalón hf. will publish its financial results and trading updates as per the following schedule: 2024 Annual Financial Statement:March 7, 2025Annual General MeetingApril 3, 2025Q1 2025 Trading updateMay 22, 2025H1 2025 Half-year ResultsAugust 28, 2025Q3 2025 Trading updateNovember 20, 2025 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. For further information, please contact:Jón Þór Gunnarsson, CEO of Kaldalón hf.Email:

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025

Kaldalón hf.: Fjárhagsdagatal 2025 Eftirfarandi dagsetningar eru áætlanir Kaldalóns hf. um birtingu uppgjöra, tilkynninga og aðalfund félagsins: Ársuppgjör 20247. mars 2025Aðalfundur 20253. apríl 2025Tilkynning 2025 1F22. maí 2025Hálfsársuppgjör 202528. ágúst 2025Tilkynning 2025 3F20. nóvember 2025 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.  Nánari upplýsingar veitir;Jón Þór Gunnarsson, forstjóri 

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024

Kaldalón hf.: Tilkynning eftir 3. ársfjórðung 2024 Vísað er til tilkynningar félagsins frá 3. desember 2024. Í tilkynningunni kom fram að stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu.  Meðfylgjandi er tilkynning frá Kaldalón hf. vegna fyrstu níu mánaða ársins 2024.  Viðhe...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga

Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga Samkvæmt fjárhagsdagatali Kaldalóns birtir félagið hálfsárs- og ársuppgjör félagsins opinberlega. Stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu. Regluleg birting viðbótar upplýsinga er gerð með það að markmiði að veita hluthöfum og fjárf...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf.

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á Idea ehf. og K190 hf. Vísað er til tilkynningar frá 22. október sl. þar sem tilkynnt var um kaup Kaldalóns  á öllu hlutafé í annars vegar IDEA ehf. („IDEA“) og hinsvegar K190 hf. („K190“). Fyrirvarar í kaupsamningum vegna beggja félaga hafa nú verið uppfylltir. Uppgjör og afhending IDEA hefur nú farið fram en aðilar komust að samkomulagi um að fasteignirnar Leirukrókur 2-3 yrðu undanskildar viðskiptunum. Uppgjör og afhending K190 verður þriðjudaginn 3. desember nk. Endanlegt heildarvirði ofangreindra félaga í viðskiptunum er 7.855 m.kr. Lei...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch