KALD KALDALON HF.

Kaldalón hf.: Útboð á skuldabréfum

Kaldalón hf.: Útboð á skuldabréfum

Kaldalón hf. efnir til lokaðs útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn 8. apríl 2025. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum KALD 150436 undir kr. 30.000.000.000 útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, með 4.00% föstum vöxtum, til  11 ára, með 30 ára endurgreiðsluferli, en jöfnum 22  greiðslum á 6 mánaða fresti. Skuldabréfaflokkurinn er gefinn út undir almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Skuldabréfin eru gefin út í 20 m.kr. nafnverðseiningum

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður.  Félagið áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins og úthlutun til fjárfesta þegar niðurstaða liggur fyrir þó eigi síðar en fyrir opnun markaða 9. apríl  2025.

Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður þriðjudagurinn, 15. apríl 2025. Sótt verður um töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Kauphöll mun tilkynna um fyrsta dag töku til viðskipta með eins dags fyrirvara.

Landsbankinn hf. hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skilað til Landsbankans hf. fyrir kl 16:00, þriðjudaginn 8. apríl 2025 á netfangið:  

Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c og d liðar, 4. mgr. 1. gr. lýsingarreglugerðar sem innleidd var með lögum nr. 14/2020, um sama efni. Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsinguna hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsinguna, viðauka við grunnlýsinguna og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu þeirra má nálgast á vefsíðu félagsins;; /fjarfestar/

Nánari upplýsingar veita:

Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri Kaldalóns hf. 

Gunnar S. Tryggvason s: 410 6709 / 821 2090 eða 



 



EN
02/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on KALDALON HF.

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Completion of Acquisition of Income-Producing Assets

Kaldalón hf.: Completion of Acquisition of Income-Producing Assets Reference is made to the company’s announcement on 21 August 2025 stating that Kaldalón had entered into agreements to acquire, on the one hand, all shares in Baldurshagi ehf. (“Baldurshagi”), whose sole asset following completion is the property at Krókháls 16, and, on the other hand, the properties located at Skúlagata 15 and Klettháls 1A. The conditions precedent in the purchase agreements have now been satisfied, and Kaldalón has taken delivery of the shares in Baldurshagi ehf. along with the aforementioned properties. ...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á tekjuberandi eignum

Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta vegna kaupa á tekjuberandi eignum Vísað er til tilkynningar frá 21. ágúst s.l. þar sem fram kom að Kaldalón hefði skrifað undir samning um kaup á annars vegar öllu hlutafé í Baldurshaga ehf. („Baldurshagi“), þar sem eina fasteign þess að viðskiptum loknum er fasteign við Krókháls 16, og hinsvegar fasteignum við Skúlagötu 15 og Klettháls 1A. Fyrirvarar í kaupsamningum hafa nú verið uppfylltir og Kaldalón hefur fengið afhent hlutafé Baldurshaga ehf. auk ofangreindra fasteigna. Endanlegt heildarvirði ofangreindra viðskipta er 2.335 m.kr. Áætlað er að  rekst...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant t...

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant to Buyback Program In week 35 of 2025, Kaldalón hf. purchased 1,400,000 of its own shares for a total consideration of ISK 34,290,000 as detailed below: DateTimePurchased SharesShare PricePurchase PriceOwn Shares after Transaction26.8.202514:24:37200.00025,25.040.00010.319.83726.8.202514:33:40150.00025,03.750.00010.469.83727.8.202510:12:48350.00024,88.680.00010.819.83728.8.202510:08:35344.74524,28.342.82911.164.58228.8.202510:08:455.25524,2127.17111.169.83728.8.202511:06:1646.83324,21.133.35911.216.67028.8.202514:56:121452...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi ...

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 35 árið 2025 keypti Kaldalón hf. 1.400.000 eigin hluti að kaupvirði kr. 34.290.000 skv. sundurliðun hér á eftir; DagsetningTímiMagnVerðKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti26.8.202514:24:37200.00025,25.040.00010.319.83726.8.202514:33:40150.00025,03.750.00010.469.83727.8.202510:12:48350.00024,88.680.00010.819.83728.8.202510:08:35344.74524,28.342.82911.164.58228.8.202510:08:455.25524,2127.17111.169.83728.8.202511:06:1646.83324,21.133.35911.216.67028.8.202514:56:1214524,23.50911.216.81528.8.202515:...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Sala nýjum skuldabréfaflokki KALD 150129

Kaldalón hf.: Sala nýjum skuldabréfaflokki KALD 150129 Kaldalón hf. hefur lokið við sölu á  nýjum skuldabréfaflokki KALD 150129 sem gefinn er út undir 40.000 milljóna króna útgáfuramma félagsins. Skuldabréfaflokkurinn KALD 150129 er óverðtryggður og ber fljótandi vexti tengda þriggja mánaða Reibor að viðbættu 1,05% álagi með lokagjalddaga þann 15. janúar 2029. Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.500 m.kr. á pari (genginu 100,0). Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi og verða bréfin tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Afrakstri skulda...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch