KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Aðalfundur

Kvika banki hf.: Aðalfundur

Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020, kl. 16:30, á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
  2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 og ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu
  3. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
  4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hluti
  5. Tillaga um lækkun hlutafjár og samsvarandi breyting á samþykktum
  6. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins
  7. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins
  8. Kosning endurskoðenda félagsins
  9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar
  10. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl
  11. Önnur mál löglega fram borin

Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum:

Auk þeirrar breytingar á samþykktum sem felst í tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 1.3 að felld verði út tilvísun í eldra heimilisfang félagsins að Borgartúni 25 í Reykjavík og að einungis verði tilgreint það sveitarfélag þar sem félagið hefur heimilisfang. Þá leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 3.3 í samþykktunum að felldur verði út einn dagskrárliður sem taka skal fyrir á aðalfundi, þ.e. „samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl“, en þær upplýsingar eru veittar í ársreikningi félagsins. Loks leggur stjórn til að ónýtt heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í samþykktum félagsins verði, ásamt samsvarandi heimild til hlutafjárhækkunar, framlengd til eins árs.

***

Aðrar upplýsingar:

Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru á íslensku utan þess að ársreikningur er á ensku. Önnur gögn verða einnig aðgengileg á ensku á heimasíðu félagsins.

Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, /adalfundur.

Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum ef hann sendir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á heimilisfang félagsins eða á netfangið . Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu senda beiðni um slíkt eigi síðar en tíu sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 16:30 þann 16. mars 2020. Kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til félagsstjórnar.

Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar fyrir aðalfund með því að senda erindi á framangreint netfang eða bera þær upp á aðalfundinum sjálfum.

Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum komi fram krafa um slíkt frá einhverjum atkvæðisbærra fundarmanna og að gengnum úrskurði fundarstjóra um slíkt fyrirkomulag. Þó verður stjórnarkjör skriflegt ef fleiri einstaklingar eru í framboði en kjósa skal í stjórn.

Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020.

Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum) og hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir til setu í stjórn félagsins sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir aðalfundinn þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995.

Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn.

Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020.

Hluthöfum er heimilt að senda umboðsmann sinn á aðalfundinn og skal umboðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á framangreint netfang fyrir fundinn.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardag frá kl. 16:00 á fundarstað.

EN
05/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026 Kvika banki hf. plans to publish its interim and annual financial statements and host its Annual General Meeting in 2026 according to the below financial calendar: DateEvent11.02.2026Fourth quarter and year-end results 202518.03.2026Annual General Meeting12.05.2026First quarter results 202612.08.2026Second quarter results 202604.11.2026Third quarter results 202610.02.2027Fourth quarter and year-end results 2026 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. Further information please ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Kvika banki hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum árið 2026: DagsetningViðburður11.02.2026Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2025/Ársuppgjör 202518.03.2026Aðalfundur12.05.2026Árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs 202612.08.2026Árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 202604.11.2026Árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 202610.02.2027Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2026/Ársuppgjör 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. N...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025 At a board meeting on 5 November 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim consolidated financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the third quarter and first nine months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q3 2025) Profit before tax amounted to ISK 1,969 million, compared to ISK 1,813 million in Q3 2024, an increase of ISK 156 million or 8.6%.Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,472 million in Q3 2025, compared to ISK 1,398 milli...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F 2025): Hagnaður fyrir skatta nam 1.969 m.kr., samanborið við 1.813 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði því um 156 m.kr. eða 8,6%.Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.472 m.kr. á 3F 2025, samanborið við 1.398 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði um 74 m.kr. eða 5,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.95...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 No...

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 November The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the third quarter and first nine months of 2025 at a board meeting on Wednesday 5 November. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 6 November, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvi...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch