KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2024

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2024

Á stjórnarfundi þann 6. nóvember 2024 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2024.

Í árshlutareikningi samstæðu Kviku fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024 er tryggingafélagið TM tryggingar hf. („TM“) flokkað sem eign haldið til sölu. Þar af leiðandi og í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla færir samstæðan tekjur af starfsemi TM í einni línu í rekstrarreikningi sem hagnað eftir skatta af aflagðri starfsemi. Samanburðartölur við rekstur ársins 2023 hafa verið uppfærðar til samræmis.

Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F 2024)

  • Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi nam 1.813 milljónum króna, samanborið við 234 m.kr. á 3F 2023 og eykst um 1.579 m.kr.
  • Hagnaður samstæðunnar í heild eftir skatta nam 2.363 m.kr. á 3F 2024, samanborið við 544 m.kr. á 3F 2023 og eykst um 1.819 m.kr.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 2.429 m.kr. á 3F 2024, samanborið við 1.849 m.kr. á 3F 2023 og hækkuðu því um 31% frá fyrra ári.
  • Vaxtamunur var 3,7% á 3F 2024, samanborið við 3,2% á 3F 2023.
  • Hreinar þóknanatekjur voru 1.552 m.kr. á 3F 2024, samanborið við 1.324 m.kr. á 3F 2023 og hækkuðu því um 17% frá fyrra ári.
  • Aðrar rekstrartekjur námu 474 milljónum króna á 3F 2024 en þær voru neikvæðar sem námu 148 m.kr. á 3F 2023 og munar þar helst um 665 m.kr. viðsnúning fjárfestingatekna.
  • Rekstrarkostnaður nam 2.344 milljónum króna á 3F 2024, samanborið við 2.633 milljónir króna á 3F 2023 og lækkar um 11% á milli ára.
  • Arðsemi efnislegs eigin fjár (RoTE) fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi var 22,4%.
  • Hagnaður á hlut nam 0,50 kr. á 3F 2024, samanborið við 0,11 kr. á 3F 2023.

Afkoma af eignum haldið til sölu:

  • Afkoma eigna haldið til sölu eftir skatta, sem samanstendur eingöngu af rekstri dótturfélagsins TM, er samandregin í einni línu í rekstrareikningi og nam 965 milljónum króna á 3F 2024, samanborið við 631 m.kr. á 3F 2023.
  • Samsett hlutfall trygginga nam 86,0%, samanborið við 87,5% á þriðja ársfjórðungi 2023.

Helstu atriði efnahags:

  • Innlán frá viðskiptavinum námu 149 milljörðum króna, samanborið við 134 ma.kr. í lok árs 2023 og jukust um 12% á tímabilinu.
  • Útlán til viðskiptavina voru 146 milljarðar króna, samanborið við 136 ma.kr. í lok árs 2023 og jukust um 7,1% á tímabilinu.
  • Heildareignir námu 364 milljörðum króna, samanborið við 335 ma.kr. í lok árs 2023.
  • Eigið fé samstæðunnar var 86 milljarðar króna í lok tímabilsins, samanborið við 82 ma.kr. í lok árs 2023.
  • Eiginfjárhlutfall samstæðunnar (CAR) var 23,5%, samanborið við 22,6% í lok árs 2023 og var gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar 1,24 í lok tímabilsins.
  • Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 780%, samanborið við 247% í lok árs 2023.
  • Heildareignir í stýringu námu 440 milljörðum króna, samanborið við 470 ma.kr. í lok árs 2023.

Helstu atriði fyrstu níu mánaða ársins 2024:

  • Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi nam 4.217 milljónum króna, samanborið við 2.646 m.kr. á sama tímabili árið 2023
  • Hagnaður samstæðunnar í heild eftir skatta nam 4.703 milljónum króna, samanborið við 2.456 m.kr. á sama tímabili árið 2023
  • Hreinar vaxtatekjur námu 7.183 milljónum króna, samanborið við 5.690 m.kr. á sama tímabili árið 2023 og hækkuðu um 26% frá fyrra ári.
  • Vaxtamunur var 3,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024.
  • Hreinar þóknanatekjur námu 4.536 milljónum króna, samanborið við 4.339 m.kr. á sama tímabili árið 2023 og hækkuðu um 5% frá fyrra ári.
  • Aðrar rekstrartekjur námu 800 milljónum króna, samanborið við 821 m.kr. á sama tímabili árið 2023.
  • Rekstrarkostnaður nam 7.744 milljónum króna á, samanborið við 8.006 milljónir króna á sama tímabili árið 2023 og lækkar um 3%.
  • Arðsemi efnislegs eigin fjár (RoTE) fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi nam 18,1% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024.
  • Hagnaður á hlut nam 1,00 kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við 0,51 kr. á sama tímabili árið 2023.

Afkoma af eignum haldið til sölu:

  • Afkoma eigna haldið til sölu eftir skatta, sem samanstendur eingöngu af rekstri dótturfélagsins TM tryggingar, er samandregin í einni línu í rekstrareikningi og nam 1.541 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við 741 m.kr. á sama tímabili árið 2023.
  • Samsett hlutfall trygginga nam 95,9%, samanborið við 94,0% á sama tímabili árið 2023. Brunatjón í Kringlunni í sumar hefur veruleg áhrif á samsett hlutfall milli ára.



Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:

„Það er afar ánægjulegt að sjá þann mikla viðsnúning sem verið hefur á rekstri bankans að undanförnu og endurspeglast í uppgjöri þriðja ársfjórðungs. Bankinn er að ná arðsemismarkmiðum sínum af áframhaldandi rekstri, en hagnaður fyrir skatta í fjórðungnum margfaldaðist milli ára og nam 1.813 m.kr., sem nemur 22,4% arðsemi efnislegs eiginfjár fyrir skatta.

Mikill vöxtur er í öllum tekjuliðum milli ára. Vöxtur í lánabók og aukning vaxtamunar skiluðu tæplega 600 m.kr. aukningu í vaxtatekjum milli ára. Þá var mikill viðsnúningur í hreinum fjárfestingatekjum sem voru rúmlega 400 m.kr. á fjórðungnum en voru neikvæðar á sama tímabili í fyrra en viðsnúningur fjárfestingartekna skýrist að mestu af því að eigin fjárfestingar bankans á Íslandi og í Bretlandi gengu vel í fjórðungnum. Þóknanatekjur vaxa um 17% á milli ára sem má helst rekja til aukinna umsvifa Straums og aukinna útlánaþóknana.

Árangur bankans þegar kemur að kostnaði hefur verið einstaklega góður síðastliðið ár og erfiðar aðhaldsaðgerðir hafa skilað miklum árangri. Rekstrarkostnaður í fjórðungnum lækkaði um nærri 300 milljónir króna samanborið við sama fjórðung í fyrra sem verður að teljast frábær árangur í umhverfi mikillar verðbólgu og launahækkana.

Eiginfjárstaða bankans er að vanda mjög sterk og lausafjárhlutfall hans hefur sjaldan verið hærra. Allar viðskiptaeiningar eru að skila afkomu um eða yfir áætlunum félagsins og er sérstaklega ánægjulegt að sjá þann viðsnúning sem verið hefur á starfsemi félagins í Bretlandi.

Rekstur TM gekk einnig mjög vel á ársfjórðungnum, hvort sem horft er til tryggingareksturs eða fjárfestinga og jókst hagnaður félagsins um rúmlega 300 m.kr. milli ára.

Þá veitti Fjármálaeftirlitið samþykki sitt fyrir kaupum Landsbankans á TM á fjórðungnum, en enn er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ljóst er að væntanleg sala mun styrkja verulega eiginfjárstöðu bankans og gera honum kleift að nýta fjölmörg tækifæri til vaxtar á næstu misserum, eins og nánar verður farið yfir á Fjárfestadegi Kviku sem haldinn verður fimmtudaginn 7.nóvember.“



Kynningarfundur og fjárfestakynning

Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður að þessu sinni samtvinnaður Fjárfestadegi Kviku sem haldinn verður fimmtudaginn 7.nóvember kl. 12:00 í Norðurljósasal Hörpu. Á viðburðinum munu stjórnendur Kviku kynna stefnu og áherslur félagsins í kjölfar væntrar sölu TM auk þess að farið verður yfir helstu atriði í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung 2024

Fundinum verður jafnframt streymt á íslensku á eftirfarandi vefslóð:



Meðfylgjandi er fjárfestakynning. Að auki mun upptaka með enskum texta vera gerð aðgengileg á vefsvæði Kviku.

Viðhengi



EN
06/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025 At a board meeting on 13 August 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the second quarter and first six months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q2 2025) Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,439 million in Q2 2025, compared to ISK 777 million in Q2 2024, an increase of ISK 662 million or 85.2%.Profit before tax amounted to ISK 2,025 million, compared to ISK 1,189 million in Q2 2024, ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 13. ágúst 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2025) Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.439 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 777 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði um 662 m.kr. eða 85,2%.Hagnaður fyrir skatta nam 2.025 m.kr., samanborið við 1.189 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði því um 836 m.kr. eða 70,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.962 m...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch