KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Birkir Jóhannsson nýr forstjóri TM

Kvika banki hf.: Birkir Jóhannsson nýr forstjóri TM

Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni.

Birkir hefur undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum. Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birkir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Arion banka og Lögmönnum Höfðabakka.

Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður.

Birkir mun taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku.

Þegar breytingar sem tilkynntar voru þann 5.12 sl. verða komnar til framkvæmda mun framkvæmdastjórn samstæðu Kviku samanstanda af framkvæmdastjórn Kviku banka, forstjóra TM, framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar og framkvæmdastjóra Kviku Securites í London.

Í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku verða auk Birkis: Marinó Örn Tryggvason (forstjóri), Sigurður Viðarsson (aðstoðarforstjóri), Lilja Jensen (yfirlögfræðingur), Ólöf Jónsdóttir (framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs), Bjarni Eyvinds (framkvæmdastjóri fyrirtækja og markaða), Eiríkur Magnús Jensson (framkvæmdastjóri fjármálasviðs), Anna Rut Ágústsdóttir (framkvæmdastjóri rekstrarsviðs), Thomas Skov Jensen (framkvæmdastjóri áhættustýringar), Hannes Frímann Hrólfsson (framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar) og Gunnar Sigurðsson (framkvæmdastjóri Kviku Securities í London). Regluvörður samstæðu Kviku er Erna Heiðrún Jónsdóttir og innri endurskoðandi Ásta Leonhardsdóttir.

Birkir Jóhannsson, nýráðinn forstjóri TM:

Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá TM og kynnast því frábæra starfsfólki sem þar starfar. Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum tryggingamarkaði á síðastliðnum árum. Samhliða því eru að verða breytingar á þeim samskipta- og dreifileiðum sem neytendur kjósa. TM og Kvika eru í kjörstöðu til að nýta sér þessar breytingar og er ég stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð.“

Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður TM:

„Við erum afar ánægð með að fá Birki inn í okkar öfluga stjórnendateymi hjá TM, til að leiða vegferð félagsins sem framundan er. Hann býr yfir margþættri reynslu úr fyrri störfum sem fellur einstaklega vel að stefnu TM hvað varðar stafræna þróun og tengingu við öflugar lausnir samstæðu Kviku á því sviði.

Á sama tíma vil ég þakka Sigurði Viðarssyni fyrir störf sín sem forstjóri TM. Hann hefur á farsælan hátt leitt krefjandi breytingarferli í kjölfar samruna TM og Kviku og það er gott fyrir TM að hann verður áfram sterk rödd í samstæðu Kviku sem aðstoðarforstjóri. Sigurður hefur átt mjög farsælan feril sem forstjóri TM s.l. 15 ár, félagið hefur verið í fararbroddi í þróun á tryggingamarkaði og reksturinn verið afar traustur.“  



EN
08/12/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 26 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 9,350,000 of its own shares at the purchase price ISK 160,620,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price24.6.202511:23:392,000,00017.20034,400,00024.6.202513:42:212,000,00017.22534,450,00025.6.202515:08:442,000,00017.07534,150,00026.6.202513:49:302,000,00017.20034,400,00027.6.202510:05:231,350,00017.20023,220,000Total 9,350,000 160,620,000 The trade is in accordance with Kvika‘s buyback programme, announced ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 26 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 9.350.000 eigin hluti að kaupverði 160.620.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð24.6.202511:23:392.000.00017,20034.400.00024.6.202513:42:212.000.00017,22534.450.00025.6.202515:08:442.000.00017,07534.150.00026.6.202513:49:302.000.00017,20034.400.00027.6.202510:05:231.350.00017,20023.220.000Samtals 9.350.000 160.620.000 Um er að ræða viðskipti bankans í samræmi við endurk...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Results of Bond Offering KVIKA 28 0703

Kvika banki hf.: Results of Bond Offering KVIKA 28 0703 Today Kvika banki hf. held a closed auction for the bond series KVIKA 28 0703. Total bids amounted to ISK 9,860 million with spread ranging from 0.89 - 1.50% over 3M REIBOR. Accepted bids amounted to ISK 5,000 million at a 1.14% spread over the 3M REIBOR interest rate. The bonds have a maturity of 3 years and pay interest quarterly.  The bonds are scheduled to be admitted to trading on Nasdaq Iceland’s in July 2025. The bonds will be issued under the bank’s EMTN programme. For further information please contact Kvika‘s investor relat...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs KVIKA 28 0703

Kvika banki hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs KVIKA 28 0703 Kvika banki hf. hélt í dag lokað útboð í skuldabréfaflokknum KVIKA 28 0703. Heildartilboð í útboðinu námu samtals 9.860 m.kr. á 0,89 - 1,50% álagi yfir 3M REIBOR og voru samþykkt tilboð fyrir samtals 5.000 m.kr. á 1,14% álagi yfir 3M REIBOR vöxtum. Skuldabréfin eru til 3 ára og bera fljótandi vexti sem greiddir eru ársfjórðungslega.  Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland í júlí 2025. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN skuldabréfaramma Kviku. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samban...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 25 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 10,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 170,950,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price16.6.202513:09:231,000,00017.02517,025,00016.6.202515:19:151,000,00017.17517,175,00018.6.202510:01:381,000,00017.1517,150,00018.6.202513:28:351,000,00017.1517,150,00018.6.202514:18:321,000,00017.1517,150,00018.6.202515:16:151,000,00017.1017,100,00019.6.202513:52:092,000,00017.02534,050,00020.6.202512:36:2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch