KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Bráðabirgðatölur - 1. ársfjórðungur 2020

Kvika banki hf.: Bráðabirgðatölur - 1. ársfjórðungur 2020

Í samræmi við það sem kynnt var á aðalfundi félagsins þann 26. mars síðastliðinn hefur stjórn bankans ákveðið að birta bráðabirgðatölur úr uppgjöri bankans fyrir 1. ársfjórðungs 2020 sem kynntar voru á stjórnarfundi í dag þann 21. apríl.

Helstu atriði úr bráðabirgðauppgjöri 1. ársfjórðungs 2020

  • Áætlaður hagnaður fyrir skatta á fjórðungnum var 446 milljónir króna
  • Áætlað eiginfjárhlutfall var 24,2%
  • Lausafjárþekja (LCR) var 275%
  • Áætlaðar heildareignir námu 117,1 milljörðum króna
  • Handbært fé og innstæður í Seðlabanka námu 48,1 milljörðum króna
  • Útlán til viðskiptavina námu 30,9 milljörðum króna

Hagnaður fyrir skatta 446 milljónir króna

Hagnaður Kviku banka hf. fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 er áætlaður 446 milljónir króna sem er lítillega yfir áætlun tímabilsins.

Lausafjárhlutfall var 275% í lok mars samanborið við 246% í lok árs 2019 og var langt umfram kröfur eftirlitsaðila um 100% lágmarksþekju. Áætlað eiginfjárhlutfall í lok mars var 24,2% að teknu tilliti til 25% arðgreiðslustefnu, samanborið við 24,1% í lok árs 2019 og var vel umfram 20,6% eiginfjárkröfu eftirlitsaðila sem síðast var uppfærð þann 18. mars 2020.

Útlán til viðskiptavina voru um 26,4% af efnahag bankans og námu 30,9 milljörðum í lok mars. Líkur eru á að COVID-19 faraldurinn muni leiða til greiðsluerfiðleika hjá einhverjum lántökum. Gæði útlánasafns eru m.a. metin samkvæmt IFRS 9 uppgjörsstaðlinum og gefur til kynna þrepaskipt gæði útlána. Í lok mars voru 13,8% af útlánum í þrepi 2 og þrepi 3 sem er aukning frá 31.12.2019 eins og sjá má í neðangreindri töflu.

                                                                       31.3.2020                   31.12.2019

Þrep 1                                                            77,4%                         81,3%

Þrep 2                                                            12,0%                         10,0%

Þrep 3                                                           1,8%                           1,0%

Gangvirði í gegnum rekstur                       8,8%                           7,7%

Gjaldfærð virðisrýrnun útlána og neikvæðar gangvirðisbreytingar á útlánasafni eru áætlaðar 165 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en það er rúmlega tvöföld gjaldfærsla tímabilsins í fjárhagsáætlun.

Árshlutareikningur Kviku banka hf. fyrir fyrsta ársfjórðung verður birtur þann 14. maí 2020. Gildandi afkomuspá var samþykkt og birt í janúar sl. Ákveðið hefur verið að endurmeta helstu  forsendur spárinnar, þar með talið áætlaða stækkun lánabókar. Greint verður frá niðurstöðu endurmats á afkomuspá samhliða birtingu uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung.

EN
21/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - endurkaupum lokið Í vikum 19 og 20 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 14.902.447 eigin hluti að kaupverði 202.578.769 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð5.5.202509:49:56 1.000.000     13,70 13.700.000     5.5.202511:39:44 1.000.000     13,70 13.700.000     5.5.202514:14:34 500.000     13,65 6.825.000     6.5.202509:36:56 1.000.000     13,60 13.600.000     6.5.202514:53:14 2.000.000     13,58 27.150.000     7.5.2025...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme...

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme – buy-back is completed In weeks 19 and 20 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 14,902,447 of its own shares at the purchase price ISK 202,578,769. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price5.5.202509:49:56 1,000,000     13.70 13,700,000     5.5.202511:39:44 1,000,000     13.70 13,700,000     5.5.202514:14:34 500,000     13.65 6,825,000     6.5.202509:36:56 1,000,000     13.60 13,600,000     6.5.202514:53:14 2,000,000     13.58 27,150,000     7.5.202510:10:53 1...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025 At a board meeting on 7 May 2025, the Board of Directors and the CEO approved the condensed interim consolidated financial statements of Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) group for the first quarter of 2025. Highlights of performance in the first quarter (Q1 2025) Post-tax profit of the group amounted to ISK 2,086 million in Q1 2025, compared to ISK 1,083 million in Q1 2024, an increase of ISK 1,003 million or 92.6% from previous year.Pre-tax profit from continuing operations, adjusted for non-recurring items, amounted to ISK 1,590 mil...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á fyrsta ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á fyrsta ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 7. maí 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir fyrsta ársfjórðung 2025. Helstu atriði í afkomu fyrsta ársfjórðungs (1F 2025) Hagnaður eftir skatta nam 2.086 m.kr. á 1F 2025, samanborið við 1.083 m.kr. á 1F 2024 og eykst um 1.003 m.kr. eða 92,6%.Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi, leiðréttur fyrir einskiptisliðum, nam 1.590 m.kr. á 1F 2025, samanborið við 1.215 m.kr. á 1F 2024 og hækkar því um 375 m.kr. frá fyrra ári eða 31%.  Óleiðréttur hag...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 18 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 20.000.000 eigin hluti að kaupverði 271.450.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð28.4.202509:54:51 2.000.000     13,83 27.650.000     28.4.202513:37:37 2.000.000     13,75 27.500.000     28.4.202514:28:42 2.000.000     13,75 27.500.000     29.4.202511:18:59 2.000.000     13,53 27.050.000     29.4.202514:29:59 2.000.000     13,45 26.900.000     30.4.202510:00:51 2.000.000...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch