KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Breyting í framkvæmdastjórn

Kvika banki hf.: Breyting í framkvæmdastjórn

Í kjölfar undirritunar á samningi um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. og fyrirséðra breytinga á samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) í kjölfar sölunnar, hafa verið gerðar breytingar á starfsemi skrifstofu forstjóra.

Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri Kviku hefur komist að samkomulagi um starfslok hjá bankanum. Staða aðstoðarforstjóra verður í kjölfarið lögð niður og verkefni færast á aðra stjórnendur í bankanum.

Sigurður mun vera stjórnendum innan handar til að tryggja örugga samfellu í yfirfærslu verkefna innan bankans og sitja í stjórnum félaga innan samstæðu Kviku fram á haust.

Sigurður hóf störf sem forstjóri TM í október 2007 og var forstjóri TM samfellt frá árinu 2007 þar til hann tók við sem aðstoðarforstjóri Kviku í lok árs 2022.

Þá hefur Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta og hagaðilatengsla einnig samið um starfslok sín hjá bankanum og staðan verður í kjölfarið lögð niður. Magnús mun áfram vinna með bankanum í ráðgjafarhlutverki.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku: 

„Ég vil nota tækifærið og þakka Sigurði Viðarssyni kærlega fyrir frábært samstarf í gegnum árin og fyrir hans mikilvæga framlag fyrir bankann. Sigurður hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi.

Hann hefur á farsælan hátt leitt krefjandi breytingarferli í kjölfar samruna TM og Kviku og verið í forystuhlutverki í söluferli á TM. Sigurður hefur átt mjög farsælan feril sem forstjóri TM og síðar aðstoðarforstjóri Kviku.

Við viljum þakka Sigurði fyrir afar árangursríkt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum honum alls hins besta og farsældar í framtíðarverkefnum. 

Þá verður einnig mikil eftirsjá af Magnúsi, sem mun þó áfram vera bankanum innan handar í ráðgjafarhlutverki. Ég óska honum alls hins besta í öðrum þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.”

Sigurður Viðarsson:

„Síðustu 17 ár hafa verið ótrúlega krefjandi og skemmtileg bæði hjá TM og Kviku. Ég skil afar sáttur við góða stöðu hjá Kviku og TM á þessum tímamótum. Framundan eru mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans í kjölfar sölu á TM. Ég kveð Kviku og alla starfsmenn með söknuði og þakklæti en einnig tilhlökkun yfir því sem fram undan er.“





EN
04/06/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 27 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 7,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 125,525,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price30.6.202513:11:471,000,00017.32517,325,0001.7.202513:32:401,000,00017.75017,750,0001.7.202515:08:331,000,00017.75017,750,0002.7.202513:31:431,000,00018.10018,100,0002.7.202515:10:201,000,00018.10018,100,0003.7.202511:33:591,000,00018.25018,250,0003.7.202514:31:581,000,00018.25018,250,000Total 7,000,000 125...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 27 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 7.000.000 eigin hluti að kaupverði 125.525.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð30.6.202513:11:471.000.00017,32517.325.0001.7.202513:32:401.000.00017,75017.750.0001.7.202515:08:331.000.00017,75017.750.0002.7.202513:31:431.000.00018,10018.100.0002.7.202515:10:201.000.00018,10018.100.0003.7.202511:33:591.000.00018,25018.250.0003.7.202514:31:581.000.00018,25018.250.000Samt...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Share buyback programme paused

Kvika banki hf.: Share buyback programme paused Reference is made to the announcement by Kvika banki hf. dated 6 July 2025, in which the Board of Kvika approved the initiation of merger discussions with Arion bank hf.  It is hereby announced that no further share buybacks on Kvika’s shares will be carried out under the current buyback programme while merger discussions between Kvika and Arion are ongoing.  Further information please contact Kvika‘s investor relations, . 

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Hlé gert á endurkaupaáætlun

Kvika banki hf.: Hlé gert á endurkaupaáætlun Vísað er til tilkynningar Kviku banka hf. frá 06.07.2025 um að stjórn Kviku hafi samþykkt að hefja samrunaviðræður við Arion banka hf.  Það tilkynnist hér með að ekki verða framkvæmd frekari endurkaup á hlutabréfum Kviku samkvæmt gildandi endurkaupaáætlun á meðan samrunaviðræðum á milli Kviku og Arion banka stendur.  Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku á netfanginu  

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf: The Board of Kvika banki hf. approves merger discussio...

Kvika banki hf: The Board of Kvika banki hf. approves merger discussions with Arion banki hf. The Board of Kvika banki hf. has approved the request from the Board of Arion banki hf. to initiate formal merger discussions between Kvika banki hf. and Arion banki hf. A letter of intent to that effect has been signed by both parties. In the ongoing merger discussions between the companies, it is proposed that the price per share in Kvika bank will be set at ISK 19.17 and ISK 174.5 per share for Arion bank in the anticipated merger. As such, shareholders of Kvika will receive 485,237,822 new sha...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch