KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Eignastýringarstarfsemi Kviku sameinast í einu félagi, Kviku eignastýringu hf.

Kvika banki hf.: Eignastýringarstarfsemi Kviku sameinast í einu félagi, Kviku eignastýringu hf.

Eitt stærsta eigna- og sjóðastýringarfyrirtæki landsins.

Síðustu misseri hefur verið unnið að því að endurskipuleggja eigna- og sjóðastýringarstarfsemi samstæðu Kviku banka hf., kt. 540502-2930, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík (hér eftir „Kvika“ eða „bankinn“) eins og tilkynnt hefur verið um í tilkynningum bankans annars vegar þann 2. september 2019 og hins vegar þann 30. september 2019.

Í þeim tilkynningum kom fram að stjórn bankans hefði samþykkt að sameina ætti eigna- og sjóðastýringarstarfsemi Kviku í einu dótturfélagi, þ.e. Júpíter rekstrarfélagi hf., kt. 520506-1010 (hér eftir „Júpíter“). Kvika og Júpíter sendu í sameiningu þann 13. nóvember 2019 beiðni til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (hér eftir „FME“) þar sem óskað var eftir heimild fyrir því að færa eignastýringarstarfsemi Kviku yfir til Júpíters. Jafnframt skilaði Júpíter þann 11. júní 2020 inn umsókn til FME um starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020.

Í dag samþykkti FME beiðni Kviku og Júpíters um flutning á starfsemi eignastýringar Kviku samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki frá Kviku yfir til Júpíters og veitti Júpíter starfsleyfi til að gerast rekstraraðili sérhæfðra sjóða í samræmi við ákvæði laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Samhliða þessum breytingum er fyrirhugað að breyta nafni félagsins úr Júpíter rekstrarfélag hf. í Kvika eignastýring hf. Þeir starfsmenn sem störfuðu hjá Kviku við eignastýringu munu flytjast yfir til Kviku eignastýringar hf. sem og þau verkefni sem mynduðu starfsemi eignastýringar Kviku.

Í kjölfar þessara breytinga verður Kvika eignastýring hf. eitt stærsta eigna- og sjóðastýringarfyrirtæki landsins. Kvika eignastýring hf. mun leggja áherslu á að veita viðskiptavinum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum. Áhersla verður lögð á að vera leiðandi í eigna- og sjóðastýringu með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Félagið mun starfrækja úrval skuldabréfa-, lausafjár- og hlutabréfasjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið mun einnig reka blandaða og sérhæfða sjóði.

Kvika eignastýring hf. mun starfa með leyfi FME sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. heimild í lögum nr. 128/2011 og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020. Starfsleyfi félagsins samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki tekur einnig til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar, vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina og hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu og móttöku og miðlunar fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Vörslufyrirtæki félagsins er Kvika.

Nánari upplýsingar veita:

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka hf. í síma 540-3200 eða .

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags hf. í síma 522-0010 eða .

EN
31/08/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Updated proposals regarding merger discussions with K...

Kvika banki hf.: Updated proposals regarding merger discussions with Kvika banki hf. After market close today, the Chairman of the Board and the CEO of Kvika banki hf. received updated letters from Arion Bank hf. and Íslandsbanki hf., in which both companies renewed their request to initiate merger discussions. The Board of Directors of Kvika banki hf. will review both proposals and determine the bank’s next steps. Further information will be disclosed as appropriate and in accordance with the bank’s legal disclosure obligations. Please note that this notice is a disclosure of inside inf...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Uppfærð erindi um samrunaviðræður við Kviku banka hf.

Kvika banki hf.: Uppfærð erindi um samrunaviðræður við Kviku banka hf. Stjórnarformanni og forstjóra Kviku banka hf. barst eftir lokun markaða í dag uppfærð erindi frá Arion banka hf. og Íslandsbanka hf. þar sem félögin ítrekuðu ósk um samrunaviðræður. Stjórn Kviku banka hf. mun taka bæði erindi til umræðu og ákveða næstu skref af hálfu bankans. Nánar verður upplýst um framvindu þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans. Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðs...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 26 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 9,350,000 of its own shares at the purchase price ISK 160,620,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price24.6.202511:23:392,000,00017.20034,400,00024.6.202513:42:212,000,00017.22534,450,00025.6.202515:08:442,000,00017.07534,150,00026.6.202513:49:302,000,00017.20034,400,00027.6.202510:05:231,350,00017.20023,220,000Total 9,350,000 160,620,000 The trade is in accordance with Kvika‘s buyback programme, announced ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 26 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 9.350.000 eigin hluti að kaupverði 160.620.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð24.6.202511:23:392.000.00017,20034.400.00024.6.202513:42:212.000.00017,22534.450.00025.6.202515:08:442.000.00017,07534.150.00026.6.202513:49:302.000.00017,20034.400.00027.6.202510:05:231.350.00017,20023.220.000Samtals 9.350.000 160.620.000 Um er að ræða viðskipti bankans í samræmi við endurk...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Results of Bond Offering KVIKA 28 0703

Kvika banki hf.: Results of Bond Offering KVIKA 28 0703 Today Kvika banki hf. held a closed auction for the bond series KVIKA 28 0703. Total bids amounted to ISK 9,860 million with spread ranging from 0.89 - 1.50% over 3M REIBOR. Accepted bids amounted to ISK 5,000 million at a 1.14% spread over the 3M REIBOR interest rate. The bonds have a maturity of 3 years and pay interest quarterly.  The bonds are scheduled to be admitted to trading on Nasdaq Iceland’s in July 2025. The bonds will be issued under the bank’s EMTN programme. For further information please contact Kvika‘s investor relat...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch