KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Framkvæmd aðalfundar Kviku árið 2020 og framboð til stjórnar

Kvika banki hf.: Framkvæmd aðalfundar Kviku árið 2020 og framboð til stjórnar

Aðalfundur Kviku banka hf. verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020, kl. 16:30, á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
  2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 og ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu
  3. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
  4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hluti
  5. Tillaga um lækkun hlutafjár og samsvarandi breyting á samþykktum
  6. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins
  7. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins
  8. Kosning endurskoðenda félagsins
  9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar
  10. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl
  11. Önnur mál löglega fram borin

Hluthöfum gafst kostur á að fá mál tekin fyrir á hluthafafundi með því að leggja fram skriflega eða rafræna kröfu fyrir kl. 16:30 þann 16. mars sl. Engin slík krafa hefur borist félaginu og því stendur dagskráin óbreytt frá fundarboði.

Frestur til þess að gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins var til kl. 16:30 þann 21. mars sl. og bárust framboð frá fimm aðilum til setu í aðalstjórn og tveimur til setu í varastjórn innan þess frests. Stjórn hefur yfirfarið og staðfest lögmæti framboða. Sjálfkjörið er því í stjórn félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur má finna hér í viðhengi og á heimasíðu félagsins, . Þar er einnig að finna öll fundargögn. Glærukynning af fundinum verður einnig birt opinberglega.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi, sem verður aðgengilegt á vefsvæði fundarins: . Þeir hluthafar sem óska eftir að fá aðgang að streyminu geta óskað eftir lykilorði með því að senda beiðni á netfangið .

Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar vegna aðalfundarins með því að senda erindi á framangreint netfang. Hægt er að senda fyrirspurnir hvort sem er fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur.

Samkvæmt fundarboði er hluthöfum heimilt að óska eftir að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins skriflega. Frestur hluthafa til að kjósa skriflega hefur verið lengdur. Í ljósi takmarkana heilbrigðisráðherra á samkomum biður stjórn hluthafa við þessar fordæmalausu aðstæður að mæta ekki á fundinn heldur kjósa fyrirfram og skriflega um tillögur fundarins og veita fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd. Atkvæðaseðill með umboði er meðfylgjandi tilkynningu þessari og aðgengilegur á heimasíðu félagsins: .

Til þess að greiða atkvæði skriflega fyrirfram eru hluthafar beðnir um að fylla út og senda atkvæðaseðil, undirritaðan, dagsettan og með undirritun tveggja vitundarvotta á netfangið eigi síðar en kl. 13:00 þann 26. mars 2020.

Viðhengi

EN
24/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025 At a board meeting on 13 August 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the second quarter and first six months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q2 2025) Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,439 million in Q2 2025, compared to ISK 777 million in Q2 2024, an increase of ISK 662 million or 85.2%.Profit before tax amounted to ISK 2,025 million, compared to ISK 1,189 million in Q2 2024, ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 13. ágúst 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2025) Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.439 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 777 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði um 662 m.kr. eða 85,2%.Hagnaður fyrir skatta nam 2.025 m.kr., samanborið við 1.189 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði því um 836 m.kr. eða 70,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.962 m...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch