KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Kaupréttaráætlun starfsfólks

Kvika banki hf.: Kaupréttaráætlun starfsfólks

Á aðalfundi Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“), þann 21. apríl 2021, var stjórn bankans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun á grundvelli 10. gr. laga nr. 90/2003 fyrir allt starfsfólk samstæðu Kviku banka hf. („samstæðan“). Þann 10. nóvember 2021 var kaupréttaráætlun útfærð og samþykkt af hálfu stjórnar Kviku og samþykkt af hálfu Skattsins þann 9. desember sama ár.

Markmið kaupréttaráætlunarinnar er að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímamarkmið Kviku og samstæðunnar í heild og hefur öllum fastráðnum starfsmönnum samstæðunnar verið boðið að gera kaupréttarsamninga í samræmi við áætlunina.

Framkvæmd áætlunarinnar hófst 15. desember 2021. Hverjum starfsmanni samstæðunnar stóð þá til boða kaupréttir fyrir allt að 1.500.000 krónur á ári á þremur árum, samtals fyrir allt að 4.500.000 krónur. Fyrsta ár kaupréttanna er liðið en þann 15. desember 2022 var starfsfólki sem hefur ráðið sig til starfa á síðastliðnu ári boðnir kaupréttir samkvæmt því sem eftir stendur af kaupréttaráætluninni, þ.e. 1.500.000 krónur á ári á næstu tveimur árum, samtals fyrir 3.000.000 krónur. Innlausnardagar eru

  1. annars vegar 15. desember 2023, að liðnum 12 mánuðum frá undirritun kaupréttarsamnings og getur starfsfólk þá nýtt kauprétt fyrir allt að 1.500.000 krónur; og hins vegar
  2. þann 15. desember 2024 og þá gefst starfsfólki kostur að nýju á að nýta kauprétt fyrir allt að 1.500.000 krónur.

Kaupverð hlutanna reiknast út frá gangverði hluta í viðskiptum í Kauphöll, þar sem hlutir í bankanum eru skráðir, í samræmi við vegið meðalverð í viðskiptum með hluti bankans tíu heila viðskiptadaga fyrir samningsdag, sbr. 4. tölul. 10. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eða 20,1277 krónur hver hlutur.

Þann 15. desember undirrituðu alls 75 starfsmenn samstæðu Kviku kaupréttarsamning sem ná til allt að 5.587.300 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta. Miðað við fulla nýtingu allra starfsmanna sem kaupréttaráætlunin nær til er því um að ræða kauprétti fyrir 24.081.932 hlutum á ári, næstu tvö ár.

Nánari upplýsingar um framkvæmd kaupréttaráætlunarinnar má finna í meðfylgjandi skjölum.

Viðhengi



EN
16/12/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion Næstu skref í samrunaferli Kvika banki og Arion banki tilkynntu 6. júlí sl. að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Markmiðið með samruna er að sameina krafta félaganna og búa til sterkt fjármálafyrirtæki sem býður heildstæða þjónustu fyrir viðskiptavini. Einn stærsti samruni á íslenskum fjármálamarkaði Þetta er einn umfangsmesti samruni sem ráðist hefur verið í á íslenskum fjármálamarkaði og má gera ráð fyrir að ferlið taki þó nokkurn tíma. Reg...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 27 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 7,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 125,525,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price30.6.202513:11:471,000,00017.32517,325,0001.7.202513:32:401,000,00017.75017,750,0001.7.202515:08:331,000,00017.75017,750,0002.7.202513:31:431,000,00018.10018,100,0002.7.202515:10:201,000,00018.10018,100,0003.7.202511:33:591,000,00018.25018,250,0003.7.202514:31:581,000,00018.25018,250,000Total 7,000,000 125...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch