KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Kaupréttaráætlun starfsfólks

Kvika banki hf.: Kaupréttaráætlun starfsfólks

Í samræmi við starfskjarastefnu Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“), er í gildi kaupréttaráætlun sem stjórn bankans samþykkti á árinu 2021 í samræmi við heimild aðalfundar félagsins þann 21. apríl 2021. Kaupréttaráætlunin er á grundvelli 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og er fyrir allt starfsfólk samstæðu Kviku banka hf. („samstæðan“).

Þann 10. nóvember 2021 var kaupréttaráætlun útfærð og samþykkt af hálfu stjórnar Kviku og jafnframt samþykkt af hálfu Skattsins þann 9. desember sama ár.

Kaupréttaráætlunin gildir til þriggja ára, frá árinu 2021 til ársins 2024, og er markmið kaupréttaráætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímamarkmið Kviku og samstæðunnar í heild og hefur öllum fastráðnum starfsmönnum samstæðunnar verið boðið að gera kaupréttarsamninga í samræmi við áætlunina.

Framkvæmd áætlunarinnar hófst þann 15. desember 2021. Hverjum starfsmanni samstæðunnar stóð þá til boða kaupréttir fyrir allt að 1.500.000 krónur á ári á þremur árum, samtals fyrir allt að 4.500.000 krónur. Tvö ár eru liðin af tímabili kaupréttanna og þann 15. desember 2023 var starfsfólki, sem hefur ráðið sig til starfa á síðastliðnu ári, boðnir kaupréttir samkvæmt því sem eftir stendur af kaupréttaráætluninni. Innlausnardagur er þann 15. desember 2024 og þá gefst starfsfólki kostur á að nýta kauprétt fyrir allt að 1.500.000 krónur.

Kaupverð hlutanna reiknast út frá gangverði hluta í viðskiptum í Kauphöll, þar sem hlutir í bankanum eru skráðir, í samræmi við vegið meðalverð í viðskiptum með hluti bankans tíu heila viðskiptadaga fyrir samningsdag, sbr. 4. tölul. 10. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eða 15,27 krónur hver hlutur.

Þann 15. desember undirrituðu alls 41 starfsmaður samstæðu Kviku kaupréttasamning sem ná til allt að 4.027.471 hluta miðað við 100% nýtingu kauprétta.





EN
15/12/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority appr...

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority approves a resolution plan for Kvika banki and sets the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) The Central Bank of Iceland Resolution Authority announced today that a resolution plan for Kvika has been approved and thereby a decision on the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) for the bank, in accordance with the Act on Resolution of Credit Institutions and Investment Firms, no. 70/2020.  According to the Resolution Authority’s decision, Kvika’s MREL requirements are 21...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fy...

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fyrir Kviku banka og ákvarðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Kviku banka hf. hafi verið samþykkt og ákvörðun tekin um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) fyrir bankann, í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.  Samkvæmt ákvörðun skilavaldsins eru MREL-kröfur Kviku 21,9% af áhættugrunni (MREL-TREA) og 6,0% af heildar áhættuskuldbindingum (MREL-TEM). Ákvörðuni...

 PRESS RELEASE

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outs...

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outstanding SEK and NOK Notes NOT FOR DISTRIBUTION, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO ANY JURISDICTION WHERE THE DISTRIBUTION OR PUBLICATION OF THIS PRESS RELEASE WOULD BE UNLAWFUL Kvika Banki hf. ("Kvika" or the "Issuer") today announces the results of its tender offer announced on 6 October 2025 concerning its outstanding SEK 566,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969043 (the “SEK Notes”) and NOK 750,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969639 (the “NOK Notes”), together (the “Notes”)...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skul...

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skuldabréfa í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.  Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“). Endurkaupatilboðið var birt þann 6. október 2025 með þeim skilmálum sem finna mátti í tilkynningu endurkaupatilboðsins (e. tender i...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Kvika Banki hf. announces tender offer for certain ou...

Kvika banki hf.: Kvika Banki hf. announces tender offer for certain outstanding SEK and NOK Notes for up to a combined total nominal amount of 750 million NOT FOR DISTRIBUTION, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO ANY JURISDICTION WHERE THE DISTRIBUTION OR PUBLICATION OF THIS PRESS RELEASE WOULD BE UNLAWFUL Kvika Banki hf. ("Kvika" or the "Issuer") is offering holders of its outstanding SEK and NOK denominated notes maturing in May 2026, at set out below (the "Notes"), to participate in a tender offer whereby the Issuer will repurchase Notes for cash up to a combined total nominal amount of ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch