KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Kvika selur hlut sinn í Korta hf.

Kvika banki hf.: Kvika selur hlut sinn í Korta hf.

Kvika hefur undirritað samning um sölu á öllum eignarhlut sínum í Korta hf. til breska fjártæknifélagsins Rapyd. Aðrir hluthafar Korta eru einnig aðilar að samningnum. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Kaupverðið greiðist með reiðufé. Hluti kaupverðs tekur mið af rekstri Korta á þessu ári og því liggur ekki fyrir hvert endanlegt kaupverð verður fyrr en í upphafi næsta árs. Núverandi mat bankans á kaupverði fyrir eignarhlut bankans í Korta er að það verði í samræmi við bókfært virði hlutarins um sl. áramót og hafi því ekki áhrif á afkomu bankans á þessu rekstrarári.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku: „Það er gaman að geta tilkynnt um sölu Korta hf. sem bankinn, ásamt hópi fjárfesta, endurfjármagnaði árið 2017 í kjölfar reiðarslags sem félagið varð fyrir vegna gjaldþrots Monarch flugfélagsins. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður á undanförnum árum hefur tekist að rétta við rekstur Korta og ánægjulegt að koma félaginu nú í hendurnar á öflugu alþjóðlegu fyrirtæki sem hyggst styðja við frekari vöxt þess."

Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri bankasviðs Kviku og stjórnarformaður Korta: „Þessi viðskipti eru viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið í Korta undanfarin misseri og eiga stjórnendur og starfsmenn félagsins mikið hrós skilið fyrir það. Korta hefur verið í mikilli sókn og til marks um það þá óx hlutdeild félagsins á innanlandsmarkaði um yfir 60% á síðasta ári. Með nýjan og framsækinn eiganda á sviði fjártækni á bak við sig eru mikil og spennandi tækifæri til enn frekari sóknar.“



EN
19/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion Næstu skref í samrunaferli Kvika banki og Arion banki tilkynntu 6. júlí sl. að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Markmiðið með samruna er að sameina krafta félaganna og búa til sterkt fjármálafyrirtæki sem býður heildstæða þjónustu fyrir viðskiptavini. Einn stærsti samruni á íslenskum fjármálamarkaði Þetta er einn umfangsmesti samruni sem ráðist hefur verið í á íslenskum fjármálamarkaði og má gera ráð fyrir að ferlið taki þó nokkurn tíma. Reg...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 27 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 7,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 125,525,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price30.6.202513:11:471,000,00017.32517,325,0001.7.202513:32:401,000,00017.75017,750,0001.7.202515:08:331,000,00017.75017,750,0002.7.202513:31:431,000,00018.10018,100,0002.7.202515:10:201,000,00018.10018,100,0003.7.202511:33:591,000,00018.25018,250,0003.7.202514:31:581,000,00018.25018,250,000Total 7,000,000 125...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch