KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Kvika stefnir á að kaupa meirihluta hlutafjár í Ortus Secured Finance Ltd.

Kvika banki hf.: Kvika stefnir á að kaupa meirihluta hlutafjár í Ortus Secured Finance Ltd.

Kvika banki hf. („Kvika“) og hluthafar og stjórnendur Ortus Secured Finance Ltd. („Ortus“) hafa náð saman um meginskilmála mögulegra kaupa Kviku á meirihluta hlutafjár Ortus.

Ortus er breskt lánafyrirtæki sem veitir fasteignatryggð lán á Bretlandseyjum. Félagið var stofnað árið 2013 og stýrir í dag lánasafni að fjárhæð að jafnvirði um 23 milljarða króna, en um 14,5 milljarðar af því lánasafni eru í beinni eigu Ortus. Heildareignir Kviku munu því aukast um 10% ef af kaupunum verður.

Höfuðstöðvar félagsins eru í London en auk þess starfrækir það skrifstofur í Belfast á Norður Írlandi og í Glasgow á Skotlandi. Frá því að félagið var stofnað hefur það veitt lán að jafnvirði yfir 70 milljarða króna án útlánatapa.

Kvika á, í gegnum dótturfélagið Kvika Securties Ltd. („KSL“), nú þegar samtals 15% af hlutafé í Ortus, sem keypt var árið 2018, en síðan þá hefur Kvika starfað með hluthöfum og stjórnendum félagsins við uppbyggingu þess með góðum árangri. Á því tímabili hafa umsvif Ortus aukist mikið. Gert er ráð fyrir að félagið skili hagnaði eftir skatta að jafngildi rúmlega 600 milljóna króna á árinu 2021, sem er rúmlega 20% aukning frá fyrra ári. Áætlað bókfært virði eiginfjár í árslok 2021 nemur tæplega 4 milljörðum króna.

Í framhaldi af kaupunum er stefnt að því að fjármagnskostnaður Ortus lækki umtalsvert. Væntingar standa til þess að það geri félaginu kleift að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari tegundir fasteignatryggðra lána á hagstæðari kjörum, sem skili sér jafnframt í aukinni arðsemi félagsins.

Stoðir hf. eru í dag stærsti hluthafi Ortus og eiga samtals um 30% af hlutafé Ortus. Í samkomulaginu felst að Stoðir munu, ásamt öðrum hluthöfum, selja allan sinn hlut til Kviku og einnig munu stjórnendur selja hlut af sinni núverandi eign. Í framhaldi af kaupunum mun Kvika eiga tæplega 80% hlut í Ortus. Í ljósi þess að Stoðir er hluthafi í Kviku mun óháður sérfræðingur framkvæma sanngirnismat á viðskiptunum.

Richard Beenstock, forstjóri, og Jon Salisbury, framkvæmdastjóri, sem fyrir eru hluthafar í félaginu, munu áfram eiga hlut í Ortus og halda áfram að stýra því á komandi árum. Örvar Kærnested, sem einnig er hluthafi og hefur verið formaður stjórnar félagsins undanfarin ár, mun einnig halda hlut í félaginu og starfa áfram í stjórn félagsins. Samkomulag er um að Kvika eignist hlutafé Ortus að fullu á næstu fjórum árum og mun kaupverð þeirra hluta, sem síðar verða keyptir, tengjast árangri félagsins á þessu fjögurra ára tímabili.   

Í viljayfirlýsingu vegna viðskiptanna, sem undirrituð hefur verið milli Kviku og seljenda, er gert ráð fyrir að verðmæti hlutafjár Ortus nemi um 4,2 milljörðum króna og af því á KSL rúmlega 600 milljónir króna. Að auki er gert ráð fyrir að Kvika kaupi allt útgefið forgangshlutafé Ortus. Verðmæti þess er tæpir 2 milljarðar króna en af því á Kvika fyrir tæplega 600 milljónir króna. Kvika mun greiða fyrir hlutina með reiðufé og vegna sterkrar eiginfjárstöðu bankans er ekki þörf á útgáfu nýs hlutafjár vegna kaupanna.

Unnið verður að gerð áreiðanleikakannana og skjalagerð á næstu vikum. Stefnt er að því að ljúka viðskiptunum á næstu mánuðum.

Kaupin eru háð samþykki eftirlitsaðila og endanlegu samþykki stjórnar Kviku að loknum áreiðanleikakönnunum og skjalagerð. Frekari upplýsingar um áhrif á rekstur og efnahag Kviku verða birtar í síðasta lagi við lúkningu viðskiptanna.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka hf., segir:

,,Kvika keypti minnihluta í Ortus árið 2018 og hefur síðan átt í góðu samstarfi við félagið og öfluga stjórnendur þess. Kaupin eru rökrétt skref í uppbyggingu Kviku í Bretlandi. Ortus hefur eflst mikið á undanförnum árum og ljóst er að áhugaverð vaxtartækifæri blasa við félaginu í nánustu framtíð.

Á undanförnum árum hefur Kvika nýtt fjárhagslegan styrkleika sinn til þess að auka arðsemi þeirra lánafyrirtækja sem bankinn hefur keypt eða sameinast. Má þar nefna Lykil, Netgíró, Aur og Framtíðina. Áframhald er á þeirri stefnu með þessum kaupum. Áhættuvegin arðsemi lánasafns Ortus hefur verið mjög góð og væntingar eru um að lægri fjármagnskostnaður félagsins eftir kaupin muni auka arðsemina enn frekar. Þá eykst jafnframt landfræðileg dreifing lánasafns bankans og eins hlutfall fasteignatryggðra lána af því.“



EN
24/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025 At a board meeting on 5 November 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim consolidated financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the third quarter and first nine months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q3 2025) Profit before tax amounted to ISK 1,969 million, compared to ISK 1,813 million in Q3 2024, an increase of ISK 156 million or 8.6%.Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,472 million in Q3 2025, compared to ISK 1,398 milli...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F 2025): Hagnaður fyrir skatta nam 1.969 m.kr., samanborið við 1.813 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði því um 156 m.kr. eða 8,6%.Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.472 m.kr. á 3F 2025, samanborið við 1.398 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði um 74 m.kr. eða 5,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.95...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 No...

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 November The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the third quarter and first nine months of 2025 at a board meeting on Wednesday 5 November. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 6 November, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvi...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs miðvikudaginn 5....

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs miðvikudaginn 5.nóvember Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu 9  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 5.nóvember og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 6.nóvember kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins. Fundinu...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority appr...

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority approves a resolution plan for Kvika banki and sets the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) The Central Bank of Iceland Resolution Authority announced today that a resolution plan for Kvika has been approved and thereby a decision on the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) for the bank, in accordance with the Act on Resolution of Credit Institutions and Investment Firms, no. 70/2020.  According to the Resolution Authority’s decision, Kvika’s MREL requirements are 21...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch