KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Leiðrétting: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Kvika banki hf.: Leiðrétting: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Í tilkynningu sem birt var föstudaginn 23. júní 2023 kom fram að þann 21. júní 2023 hefði stjórn Kviku ákveðið að koma á endurkaupaáætlun. Hið rétta er að ákvörðunin átti sér stað þann 23. júní 2023. Leiðrétt tilkynning er því sem hér segir:

Á aðalfundi Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) þann 30. mars 2023 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa allt að 10% af útgefnum hlutum í félaginu, m.a. í þeim tilgangi að stjórn gæti komið á formlegri endurkaupaáætlun.

Á grundvelli þeirrar samþykktar ákvað stjórn Kviku þann 23. júní 2023 að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum fyrir allt að 1.000.000.000 kr. að kaupvirði en aldrei fleiri hluti en 60.000.000, í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé bankans. Í dag á Kvika enga eigin hluti.

Arion banki hf. („Arion“) mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð Kviku. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög, þ.m.t. lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik (MAR) nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar ESB (EU) 2016/1052 frá 8. mars 2016, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 sem tóku gildi á Íslandi 1. september 2021. Þegar ákvarðanir eru teknar, og í framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar, skal fara eftir framangreindum ákvæðum, eins og við á, og gagnsæi tryggt í viðskiptum með eigin bréf tryggt við framkvæmd áætlunarinnar.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er þannig að kaup að nafnvirði hvers dags verða að hámarki 25% af meðaldagsveltu maímánaðar, þ.e. 3.310.939 hlutir, og skal hámarksverð í kaupum vera verð síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í Kauphöll Nasdaq Iceland. Arion hefur samkvæmt samningi aðila heimild til að hefja endurkaup þann 26. júní nk. og endurkaupaáætlunin er í gildi til aðalfundar Kviku á árinu 2024 eða þar til endurkaupum að kaupvirði 1.000.000.000 kr. er lokið, hvort sem gerist fyrr.

Viðskipti bankans með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglur.

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu 



EN
24/06/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme In week 18 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 20,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 271,450,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price28.4.202509:54:51 2,000,000     13.83 27,650,000     28.4.202513:37:37 2,000,000     13.75 27,500,000     28.4.202514:28:42 2,000,000     13.75 27,500,000     29.4.202511:18:59 2,000,000     13.53 27,050,000     29.4.202514:29:59 2,000,000     13.45 26,900,000     30.4.202510:00:51 2,000,000     13.40 26,80...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 18 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 20.000.000 eigin hluti að kaupverði 271.450.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð28.4.202509:54:51 2.000.000     13,83 27.650.000     28.4.202513:37:37 2.000.000     13,75 27.500.000     28.4.202514:28:42 2.000.000     13,75 27.500.000     29.4.202511:18:59 2.000.000     13,53 27.050.000     29.4.202514:29:59 2.000.000     13,45 26.900.000     30.4.202510:00:51 2.000.000...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q1 financial results on Wednesday 7 Ma...

Kvika banki hf.: Publication of Q1 financial results on Wednesday 7 May The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the first quarter of 2025 at a board meeting on Wednesday 7 May. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 8 May, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika, and Eiríkur Magnús Jensson, CFO, ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs miðvikudaginn 7....

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs miðvikudaginn 7.maí Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 7. maí og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 8. maí kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins. Fundinum verður streymt á íslensku en u...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme In week 17 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 15,800,000 of its own shares at the purchase price ISK 216,190,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price22.4.202510:44:04 2,000,000     13.30 26,600,000     22.4.202514:11:04 1,800,000     13.30 23,940,000     23.4.202511:23:38 3,000,000     13.53 40,575,000     23.4.202513:47:54 3,000,000     13.70 41,100,000     23.4.202515:09:05 1,000,000     13.68 13,675,000     25.4.202510:25:34 3,000,000     14.05 42,15...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch