KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Stefnt að sölu eða skráningu TM á markað

Kvika banki hf.: Stefnt að sölu eða skráningu TM á markað

Í framhaldi af stefnumótunarvinnu Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) hefur stjórn Kviku tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf. („TM“).

Ákvörðun þessi er hluti af framtíðarsýn Kviku þar sem lögð er áhersla á að einfalda rekstur samstæðunnar og styrkja hefðbundna bankastarfsemi í samræmi við markmið bankans um að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina.

Gert er ráð fyrir að eftir sölu eða skráningu TM verði meginstarfsemi Kviku á sviði viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi auk eignastýringar.

Búist er við því að eiginfjárstaða Kviku styrkist verulega þegar af sölu eða skráningu TM verður, sem gerir bankanum kleift að styðja við innri vaxtartækifæri hans á öllum sviðum. Er þá meðal annars horft til þess að með auknu eigin fé geti bankinn styrkt markaðsstöðu sína og aukið áhættudreifingu lánabókar frá því sem nú er bæði á sviði einstaklings- og fyrirtækjalána.

Enn fremur er stefnt að því að umtalsverður hluti söluandvirðis verði greiddur til hluthafa í formi arðgreiðslu og/eða endurkaupa á eigin bréfum.

Á næstu vikum mun bankinn ráða ráðgjafa og ákvarða næstu skref, en áætlanir gera ráð fyrir að sölu eða skráningu TM verði lokið á síðari hluta næsta árs.

Stefnt er að því að nánari kynning á áætlunum bankans í kjölfar fyrirhugaðrar sölu verði haldin í tengslum við uppgjör þriðja ársfjórðungs, sem er gert ráð fyrir að verði 2. nóvember næstkomandi.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:

„Með sölu eða skráningu á TM er ætlunin að Kvika geti sótt enn frekar fram og aukið markaðshlutdeild sína á öllum tekjusviðum bankans. Rekstur og skipulag bankans verður einfaldara, tekjumyndun stöðugri, arðsemi betri og framtíðarvaxtatækifæri meiri.

Frá sameiningu Kviku við TM hf. og Lykil fjármögnun hf. árið 2021 hefur sameinað félag náð miklum árangri í lækkun rekstrarkostnaðar og fjármagnskostnaðar, sem hefur skilað hluthöfum Kviku umtalsverðum verðmætum. Stór hluti samlegðarinnar sem náðst hefur fólst í sameiningu lánastarfsemi Lykils við Kviku, en takmörkuð tekjusamlegð hefur verið af tryggingastarfsemi og bankastarfsemi samstæðunnar. Því er það mat stjórnenda að það sé hagkvæmara bæði fyrir Kviku og TM að skilja TM frá samstæðunni og styrkja verulega bankastarfsemi okkar í kjölfarið.

Á sama tíma erum við sannfærð um að TM, sem er einstaklega vel rekið og verðmætt tryggingafélag með öflugan mannauð, muni geta vaxið og dafnað enn frekar með nýju eignarhaldi. Það hefur verið frábært að vinna með öllu því öfluga starfsfólki sem TM hefur á að skipa og mun vera mikil eftirsjá af því fyrir annað starfsfólk Kviku. Við munum þó starfa áfram saman á næstu mánuðum.“

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Magnús Þór Gylfason, forstöðumann samskipta og hagaðilatengsla, á netfanginu eða í síma 899-5552.



EN
03/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority appr...

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority approves a resolution plan for Kvika banki and sets the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) The Central Bank of Iceland Resolution Authority announced today that a resolution plan for Kvika has been approved and thereby a decision on the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) for the bank, in accordance with the Act on Resolution of Credit Institutions and Investment Firms, no. 70/2020.  According to the Resolution Authority’s decision, Kvika’s MREL requirements are 21...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fy...

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fyrir Kviku banka og ákvarðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Kviku banka hf. hafi verið samþykkt og ákvörðun tekin um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) fyrir bankann, í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.  Samkvæmt ákvörðun skilavaldsins eru MREL-kröfur Kviku 21,9% af áhættugrunni (MREL-TREA) og 6,0% af heildar áhættuskuldbindingum (MREL-TEM). Ákvörðuni...

 PRESS RELEASE

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outs...

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outstanding SEK and NOK Notes NOT FOR DISTRIBUTION, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO ANY JURISDICTION WHERE THE DISTRIBUTION OR PUBLICATION OF THIS PRESS RELEASE WOULD BE UNLAWFUL Kvika Banki hf. ("Kvika" or the "Issuer") today announces the results of its tender offer announced on 6 October 2025 concerning its outstanding SEK 566,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969043 (the “SEK Notes”) and NOK 750,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969639 (the “NOK Notes”), together (the “Notes”)...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skul...

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skuldabréfa í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.  Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“). Endurkaupatilboðið var birt þann 6. október 2025 með þeim skilmálum sem finna mátti í tilkynningu endurkaupatilboðsins (e. tender i...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Tilboð um endurkaup til eigenda skuldabréfa útgefnum ...

Kvika banki hf.: Tilboð um endurkaup til eigenda skuldabréfa útgefnum af Kviku banka hf. í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026. EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU. Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“). Eigendum býðst að taka þátt í útboði með tilboðsfyrirkomulagi þar sem útgefandi býðst til þess að kaupa til baka skuldabréfin fyrir s...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch