KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Stefnt að sölu eða skráningu TM á markað

Kvika banki hf.: Stefnt að sölu eða skráningu TM á markað

Í framhaldi af stefnumótunarvinnu Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) hefur stjórn Kviku tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf. („TM“).

Ákvörðun þessi er hluti af framtíðarsýn Kviku þar sem lögð er áhersla á að einfalda rekstur samstæðunnar og styrkja hefðbundna bankastarfsemi í samræmi við markmið bankans um að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina.

Gert er ráð fyrir að eftir sölu eða skráningu TM verði meginstarfsemi Kviku á sviði viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi auk eignastýringar.

Búist er við því að eiginfjárstaða Kviku styrkist verulega þegar af sölu eða skráningu TM verður, sem gerir bankanum kleift að styðja við innri vaxtartækifæri hans á öllum sviðum. Er þá meðal annars horft til þess að með auknu eigin fé geti bankinn styrkt markaðsstöðu sína og aukið áhættudreifingu lánabókar frá því sem nú er bæði á sviði einstaklings- og fyrirtækjalána.

Enn fremur er stefnt að því að umtalsverður hluti söluandvirðis verði greiddur til hluthafa í formi arðgreiðslu og/eða endurkaupa á eigin bréfum.

Á næstu vikum mun bankinn ráða ráðgjafa og ákvarða næstu skref, en áætlanir gera ráð fyrir að sölu eða skráningu TM verði lokið á síðari hluta næsta árs.

Stefnt er að því að nánari kynning á áætlunum bankans í kjölfar fyrirhugaðrar sölu verði haldin í tengslum við uppgjör þriðja ársfjórðungs, sem er gert ráð fyrir að verði 2. nóvember næstkomandi.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:

„Með sölu eða skráningu á TM er ætlunin að Kvika geti sótt enn frekar fram og aukið markaðshlutdeild sína á öllum tekjusviðum bankans. Rekstur og skipulag bankans verður einfaldara, tekjumyndun stöðugri, arðsemi betri og framtíðarvaxtatækifæri meiri.

Frá sameiningu Kviku við TM hf. og Lykil fjármögnun hf. árið 2021 hefur sameinað félag náð miklum árangri í lækkun rekstrarkostnaðar og fjármagnskostnaðar, sem hefur skilað hluthöfum Kviku umtalsverðum verðmætum. Stór hluti samlegðarinnar sem náðst hefur fólst í sameiningu lánastarfsemi Lykils við Kviku, en takmörkuð tekjusamlegð hefur verið af tryggingastarfsemi og bankastarfsemi samstæðunnar. Því er það mat stjórnenda að það sé hagkvæmara bæði fyrir Kviku og TM að skilja TM frá samstæðunni og styrkja verulega bankastarfsemi okkar í kjölfarið.

Á sama tíma erum við sannfærð um að TM, sem er einstaklega vel rekið og verðmætt tryggingafélag með öflugan mannauð, muni geta vaxið og dafnað enn frekar með nýju eignarhaldi. Það hefur verið frábært að vinna með öllu því öfluga starfsfólki sem TM hefur á að skipa og mun vera mikil eftirsjá af því fyrir annað starfsfólk Kviku. Við munum þó starfa áfram saman á næstu mánuðum.“

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Magnús Þór Gylfason, forstöðumann samskipta og hagaðilatengsla, á netfanginu eða í síma 899-5552.



EN
03/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025 At a board meeting on 13 August 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the second quarter and first six months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q2 2025) Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,439 million in Q2 2025, compared to ISK 777 million in Q2 2024, an increase of ISK 662 million or 85.2%.Profit before tax amounted to ISK 2,025 million, compared to ISK 1,189 million in Q2 2024, ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 13. ágúst 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2025) Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.439 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 777 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði um 662 m.kr. eða 85,2%.Hagnaður fyrir skatta nam 2.025 m.kr., samanborið við 1.189 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði því um 836 m.kr. eða 70,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.962 m...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch